Sveitarstjórn

292. fundur 10. maí 2017 kl. 16:15 - 16:51 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Íris Hauksdóttir Varamaður
 • Kristján Hjartarson Varamaður
 • Lilja Björk Ólafsdóttir Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Valdemar Þór Viðarssón boðaði forföll og varamaður hans, Lilja Björk Ólafsdóttir, mætti á fundinn í hans stað.
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Íris Hauksdóttir, mætti á fundinn í hans stað.
Valdís Guðbrandsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar, Kristján E. Hjartarson, mætti á fundinn í hennar stað.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 818, frá 12.04.2017

Málsnúmer 1704006FVakta málsnúmer

 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

  Á 215. fundi fræðsluráðs þann 12.04.2017 var eftirfarandi bókað:
  "Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólamáltíða í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla frá hausti 2017 til vors 2020 og drög að samningi þar um. Endanleg útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðum skal skilað eigi síðar en miðvikudaginn 7. júní 2017.

  Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólamáltíðir verði boðnar út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum."


  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 818 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Á 215. fundi fræðsluráðs þann 12.04.2017 var eftirfarandi bókað:
  "Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs fyrir grunnskóla Dalvíkurbyggðar frá 20. ágúst 2017 til 6. júní 2020 sem og drög að samningsformi. Útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 7. júní.

  Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólaaksturinn verði boðinn út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum."  Til umræðu ofangreint.  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 818 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Akureyri, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Valdís Guðbrandsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, Valdemar Þór Viðarsson, aðalmaður í sveitarstjórn og Íris Hauksdóttir, varamaður í sveitarstjórn, kl. 13:00.

  Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar voru boðaðar á fundinn undir þessum lið.

  Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2016.

  Rekstrarniðurstaða samstæðu er jákvæð um kr. 249.298.000. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 327.966.000. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru kr. 272.881.000, söluverð eigna var kr. 112.187.000. Lántaka var kr. 100.000.000 og afborgun lána kr. 171.030.000.


  Þorsteinn G., Eyrún, Börkur, Hlynur, Valdís, Valdemar og Íris viku af fundi kl. 13:58.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 818 Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2016 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liður fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819, frá 27.04.2017

Málsnúmer 1704011FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

1. liður.

2. liður; a), b), c).

3. liður.

5. liður.

12. liður.

 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

  Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 25. apríl 2017, þar sem óskað er eftir tilfærslu á kr. 11.200.000 sem áætlaðar voru á deild 31160 vegna endurnýjunar á þaki Dalvíkurskóla, en eftir skoðun er það mat Eignasjóðs að hægt sé að fresta þessari framkvæmd um eitt ár. Í staðinn er þess óskað að þessir fjármunir verði færðir á Sundlaug Dalvíkur, deild 31240, og nýttir til endurbóta á sturtuklefum, búningsaðstöðu og öðrum endurbótum í tengslum við þá framkvæmd sem nú stendur yfir. Meðfylgjandi er fundargerð byggingarnefndar vegna endurbóta á sundlaug Dalvíkur frá 24.04.2017.

  Til umræðu ofangreint.

  Börkur vék af fundi kl. 13:28.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tilfærslu á viðhaldsáætlun Eignasjóðs að upphæð kr. 11.200.000, viðauki 7/2017. Þar sem um tilfærslu á milli liða er að ræða þá er ekki þörf á ákvörðun hvernig á að mæta þessum viðauka. Bókun fundar Sveitartjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar beiðni um tilfærslu á viðhaldsáætlun Eignasjóðs að upphæð kr. 11.200.000, viðauki 7/2017. Þar sem um tilfærslu á milli liða er að ræða þá er ekki þörf á ákvörðun hvernig á að mæta þessum viðauka.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:30.

  Á 61. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Með bréfi sem dagsett er 19. apríl 2017 frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins kemur eftirfarandi fram: "Miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og í fundarsal Dalvíkurbyggðar opnuð tilboð í "Dalvík ? Grjót- og fyrirstöðugarður við Austurgarð" Útboðið var opið og auglýst á útboðsvef hins opinbera og útboðsvef Vegagerðarinnar. Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða. Eftirtalin tilboð bárust: Bjóðandi: Tilboðsupphæð í kr Hlutfall af kostnaðaráætlun í% Norðurtak ehf. 94.280.000,- 82,9% Dalverk ehf. 97.450.000,- 85,7% Árni Helgason ehf. 98.840.500,- 86,9% Vélaþjónusta Messuholti ehf. 125.744.000,- 110,5% Héraðsverk ehf. 160.928.968,- 141,5% Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs."

  Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að óska eftir viðaukum til þess að hægt sé að ljúka þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru vegna gerðar Austurgarðs á árinu 2017, í fyrsta lagi verði framlag vegna framkvæmda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna framangreindra framkvæmda aukið um kr. 37.400.000,-og verði í heild kr. 125.800.000,- og í öðru lagi að viðauki vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að fjárhæð kr. 188.600.000,- verði samþykkt. Ráðið samþykkir samhljóða að leggja til að framangreindir viðaukar verði fjármagnaðri með lántöku. "

  Til umræðu ofangreint.

  Þorsteinn vék af fundi kl. 13:46
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs að heimila Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ósk veitu- og hafnaráðs um viðauka að upphæð kr. 37.400.000 vegna framlags Dalvíkurbyggðar á árinu 2017 vegna framkvæmdanna, viðauki 8/2017, og að viðaukanum verði mætt með lántöku Hafnasjóðs, vísað á málaflokk 42.
  c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ósk veitu- og hafnaráðs um viðauka vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að upphæð kr. 188.600.000 og að því verði mætt með láni Hafnasjóðs til að brúa bilið. Vísað á málaflokk 42, viðauki 9/2017.
  Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að heimila Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
  b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um viðauka að upphæð kr. 37.400.000 vegna framlags Dalvíkurbyggðar á árinu 2017 vegna framkvæmdanna, viðauki 8/2017, og að viðaukanum verði mætt með lántöku Hafnasjóðs, vísað á málaflokk 42. c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um viðauka vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að upphæð kr. 188.600.000 og að því verði mætt með láni Hafnasjóðs til að brúa bilið. Vísað á málaflokk 42, viðauki 9/2017.
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 11. apríl 2017, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi frá Húsabakka Guesthouse ehf, kt. 540317-0540. Staðsetning Húsabakki fnr. 215-5823, 621. Dalvík, flokkur IV.

  Fyrir liggur umsögn frá byggingafulltrúa.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
 • Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Bergs menningarhús fyrir hönds stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses., bréf dagsett þann 11. apríl 2017, þar sem bent er á að samkvæmt skipulagsskrá fyrir Menningarfélagið Berg ses. er kominn tími á að kjósa báða fulltrúa Dalvíkurbyggðar á næsta aðalfundi og þarf því að tilnefna nýja fulltrúa, aðalmann og varamann til tveggja ára, eða þá sömu áfram fyrir aðalfund sem verður haldinn um miðjan maí. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við menningarráð að ekki verði breyting á fulltrúum Dalvíkurbyggðar, þ.e. Valdemar Þór Viðarsson, aðalmaður og Margrét Víkingsdóttir, varamaður. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., bréf dagsett þann 19. apríl 2017, þar sem boðað er til aðalfundar Tækifæris þriðjudaginn 2. maí n.k. kl. 10:00 á Akureyri. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri mæti á fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
 • Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélag ohf., dagsett þann 19. apríl 2017, þar sem fram kemur að arðgreiðsla vegna 2016 til Dalvíkurbyggðar var kr. 6.613.770 og að frádregnum 20% fjármagnstekjuskatti þá var útgreidd upphæð þann 7. apríl s.l. kr. 5.291.016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. apríl 2017, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd óskar umsagnar eigi síðar en 28. apríl n.k. um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. apríl 2017, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar eigi síðar en 28. apríl n.k. um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. apríl 2017, þar sem óskað er umsagnar eigi síðar en 28. apríl n.k. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþings um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 184. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. apríl 2017, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktungar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnislaust Íslands, 114. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. apríl 2017, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþings óskar umsagnar eigi síðar en 28. apríl 2017 um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður kl. 14:00.

  Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, bréf dagsett þann 21. apríl 2017, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.400.000 við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla vegna endurnýjunar á tölvubúnaði í tölvuveri fyrir nemendur, alls 17 tölvur.

  Fram kemur að vegna þróunar í hugbúnaði er varðar kennslu í upplýsinga- og tæknimennt hjá nemendum þá hefur það leitt til þess að mörg kennsluforrit virka ekki sem skyldi með notkun Multiseat tölva, það er ein tölva og 10 stöðvar sem eru tengdar inn á þessa einu tölvu. Tölvurnar frjósa oft með tilheyrandi vandræðum í kennslu. Ýmislegt hefur verið reynt til að láta kerfin virka en eftir sem áður eru vandamálin töluvert heftandi.

  Til umræðu ofangreint.

  Bjarni Jóhann vék af fundi kl. 14:10.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna kaupa á 17 tölvum í Dalvíkurskóla, vísað á málaflokk 32, viðauki 10/2017. Ráðstöfun á móti viðaukaunum er lækkun á handbæru fé. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna kaupa á 17 tölvum í Dalvíkurskóla, vísað á málaflokk 32, viðauki 10/2017. Ráðstöfun á móti viðaukaunum er lækkun á handbæru fé
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 849 frá 31. mars 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 294 frá 19. apríl 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15.


  Tekið fyrir erindi frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 23. apríl 2017, þar sem þess er farið á leit við byggðaráð að sett verið fram hið fyrsta tímasett áætlun um hvernig sveitarfélagið hyggst mæta búsetuþörf fatlaðra ungmenna í byggðarlaginu. Óskað er eftir að tímasett áætlun verði tilbúin fyrir fjárhagsáætlunargerð 2018 og að foreldrum fatlaðra ungmenna veðri gert kleift að koma að þeirri áætlun.

  Einnig er þess farið á leit við byggðaráð að sveitarfélagið fari í fararbroddi fyrir atvinnurekendur í byggðarlaginu með því að sýna fordæmi og greiða götur fatlaðra ungmenna í atvinnuleit í byggðarlaginu.

  Til umræðu ofangreint.

  Á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kr. 20.000.000 á fjárhagsáætlun Eignasjóðs vegna hönnunar og undirbúnings fyrir byggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð.
  Sviðsstjóri félagsmálasviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar vinnu vinnuhóps um ofangreint verkefni til að mæta búsetuþörf fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð en í þeim vinnuhópi eru sveitarstjóri, sviðsstjórar félagsmálasviðs og umhverfis- og tæknisviðs.

  Eyrún vék af fundi kl. 14:41
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð þakkar foreldrum fatlaðra ungmenna fyrir erindið. Sveitarfélagið hefur nú þegar hafið vinnu við þarfagreiningu og vinnan við verkefnið um búsetuþörf fatlaðs fólks er í farvegi. Byggðaráð mun fá vinnuhóp um búsetuúrræði á sinn fund þar sem næstu skref í vinnunni verða tímasett og hún formgerð. Markmiðið er að það verði komin drög að áætlun fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð.

  Varðandi atvinnu fyrir fötluð ungmenni í byggðarlaginu þá hefur sveitarfélagið sýnt gott fordæmi og vilji er til að gera enn betur og fá fleiri fyrirtæki og atvinnurekendur í sveitarfélaginu með í lið.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 820, frá 05.05.2017.

Málsnúmer 1705001FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

2. liður

 • Lagt var fram bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 28.04.2017 þar sem kynnt er að opið væri fyrir umsóknir um stofnframlög vegna fyrri úthlutunar ársins 2017. Íbúðalánasjóður hefur umsjón með framkvæmd vegna stofnframlaga ríkisins. Um úthlutun stofnframlaga fer samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 og reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir nr. 555/2016.

  Í auglýsingunni segir m.a. að eingöngu verði úthlutað til nýbygginga. Þessi takmörkun er gerð í ljósi þess að nýbygging fellur mun betur að markmiði laganna, sem er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 6. og 7. mgr. 10. gr. laganna með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Í 2. málsl. 3. gr. reglugerðar um stofnframlög segir í þessu samhengi, að til þess að ná þessu markmiði skuli sérstök áhersla lögð á nýbyggingar og að fjölga leiguíbúðum sem uppfylla skilyrði laga um almennar íbúðir og reglugerðarinnar. Í tengslum við þetta vill Íbúðalánasjóður sérstaklega koma því á framfæri, að kaup úr framkvæmd koma þó einnig til greina til að hljóta úthlutun stofnframlaga.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 820 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekið fyrir erindi frá Advania dags. 26.04.2017 vegna samnings um viðveruskráningarkerfið Vinnustund. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 820 Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum samninginn. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
 • Tekið fyrir erindi frá Sjávarútvegsmiðstöðinni dags. 24.04.2017 þar sem sótt er um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017. Undanfarin fjögur ár hefur Sildarvinnslan á Neskaupsstað rekið sjávarútvegsskóla yfir sumartímann. Skólinn er ætlaður 14 ára nemendum. Markiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu á sjávarútvegi, auk þess sem hann er hugsaður sem farvegur til að benda krökkum á þá framtíðarmöguleika sem þau eiga í sinni heimabyggð. Síðastliðið sumar leitaði Síldarvinnslan til Háskólans á Akureyri og óskaði eftir þeirra aðkomu sem umsjónaraðilar skólans. Fyrirhugað er að styðjast við fyrirkomulag sjávarútvegsskólans síðustu ár og halda svipuðu sniði fyrir fyrirhugaðan Sjávarútvegsskóla Norðurlands. Þannig er gert ráð fyrir að skólinn verði í eina viku á hverju kennslustað, ætlaður 14 ára nemendum og skipulagður sem hluti af vinnuskóla sveitarfélaganna. Óskað er eftir styrk að upphæð 250.000 frá Dalvíkurhöfn til greiðslu kostnaðar vegna Sjávarútvegsskólans.

  Erindi þetta var tekið fyrir í Veitu- og hafnarráði, 61. fundi dags. 26.04.2017. Þar var bókað; Veitu- og hafnaráð telur að sú hugmyndafræði sem fram kemur í erindi frá sjávarútvegsskólanum um kynningu á störfum tengdum sjávarútvegi og þeim möguleikum sem eru til menntunar á þeim vettvangi fyrir yngri kynslóðina sé gagnleg.

  Veitu- og hafnaráð hefur vilja til þess að bregðast jákvætt við erindinu en það hefur ekki fjárheimild til að veita umbeðinn styrk og samþykkir samhljóða að vísa því til byggðarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 820 Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar í fræðsluráði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekið fyrir stöðumat fjárhagsáætlunar 2017 fyrstu 3 mánuði ársins frá sviðsstjórum og stjórnendum stofnana Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 820 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekið fyrir erindi frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar dags. 26.04.2017 þar sem stofnaðilum er boðið á ársfund Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar. Eftir ársfundinn mun Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins flytja erindið "Vinnustaðurinn sem námsstaður". Í framhaldi erindis verður pallborð með fulltrúum mismunandi skólastiga, grunn- og framhaldsskóla, Háskóla og framhaldsfræðslunnar, undir yfirskriftinni "Fræðslustigin tala saman um nám til eflingar atvinnulífinu" Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 820 Byggðarráð leggur til að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs mæti á fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 28.04.2017, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjölda fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. maí n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 820 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis, dags. 28.04.2017, frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál. Þess er óskað er umsögn berist eigi síðar en 10. maí n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 820 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 12:25

  Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíusarsyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 820 Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru þvi lagðir fram til kynningar.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 25, frá 03.05.2017

Málsnúmer 1704013FVakta málsnúmer

 • Á 23. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 4. janúar 2017 samþykkti ráðið að fela upplýsingafulltrúa að gera könnun á ímynd Dalvíkurbyggðar. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 20. -31. janúar 2017. Könnuninni var dreift á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og facebook og var öllum frjálst að taka þátt. Alls bárust 211 svör víða af landinu.

  Upplýsingafulltrúi kynnti helstu niðurstöður úr ofangreindri könnun sem endurspegla að ímynd Dalvíkurbyggðar er almennt mjög jákvæð og einkennist helst af fjölskylduvænu, friðsælu og öruggu umhverfi þar sem kraftur og náttúrufegurð umvefur samfélagið.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 25 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að birta niðurstöðu könnunarinnar með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

  Upplýsingafulltrúa er falið að gera lokaskýrslu um verkefnið Ímynd Dalvíkurbyggðar fyrir næsta fund ráðsins og taka þar saman þá þrjá þætti sem verkefnið felur í sér: Dalvíkurbyggð sem vinnustaður, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitandi og Dalvíkurbyggð sem samfélag.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Á 815. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:

  "Tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsett þann 1. febrúar 2017, þar sem fram kemur að stjórn AFE mun leggja til 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga á aðalfundi félagsins í apríl n.k. og mun hækkunin gilda afturvirkt frá áramótum. Framlag Dalvíkurbyggðar árið 2017 yrði þá kr. 3.065.440 en var árið 2016 kr. 2.553.920. Í fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kr. 2.581.462.

  Byggðaráð hefur skilning á því að hækka þurfi framlög sveitarfélaga til AFE vegna uppsafnaðs misgengis launa- og neysluvísitölu undanfarinna ára. Hækkunin er nokkuð mikil eða sem nemur 20% og ekki gert ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og gildir það sjálfsagt um fleiri sveitarfélög. Finna þarf leið til þess að hækkanir á framlögum sveitarfélaga til AFE verði ákveðnar áður en fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga fer fram að hausti. Byggðaráð vonast til þess að á aðalfundi AFE í apríl n.k. verði umræður um ofangreint og að jafnframt verði umræður um sameiningu atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings. Byggðaráð fagnar því að stjórn Eyþings hafi ákveðið á fundi sínum þann 23. nóvember sl. að fela formanni og framkvæmdastjóra að ræða við forsvarsmenn RHA um að gera úttekt varðandi sameiningu atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings. Ljóst er að með slíkri sameiningu og/eða með jafnvel enn víðari sameiningu á samstarfsverkefnum sveitarfélaga verði hægt að mynda miklu sterkara hagsmunaafl á Eyþingssvæðinu gagnvart ríkisvaldinu. Nýting fjármagns og mannauðs ætti að batna með sameiningu auk þess sem leiða má líkur til þess að öll stjórnsýsla og skjalavarsla verði agaðri og í samræmi við þau lög sem sveitarfélög þurfa að vinna eftir.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra umboð til að samþykkja ofangreinda tillögu um hækkun framlaga til AFE um 20% á aðalfundi félagsins.
  Ef af verður þá er hækkun framlaga frá Dalvíkurbyggð áætluð um kr. 516.000."
  Atvinnumála- og kynningarráð - 25 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Á 21. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:

  " Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016.
  Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir. "
  Atvinnumála- og kynningarráð - 25 Upplýsingafulltrúi upplýsir um stöðu málsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Á 817. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:

  " Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, bréf dagsett þann 29. mars 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins með þátttöku í flugklasanum Air 66N til að fjármagna starf verkefnastjóra með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa í ári í 2 ár, árin 2018-2019.

  Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021."
  Atvinnumála- og kynningarráð - 25 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Á 817. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:

  "Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, rafpóstur dagsettur þann 29. mars 2017, þar sem meðfylgjandi eru skýrslur um starf flugklasans Air 66N frá því í september 2016.

  Lagt fram til kynningar."
  Atvinnumála- og kynningarráð - 25 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Mánaðarleg stöðuskýrsla fyrir atvinnumála- og kynningaráð. Atvinnumála- og kynningarráð - 25 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitartjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Fræðsluráð - 215, 12.04.2017

Málsnúmer 1704003FVakta málsnúmer

 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs fyrir grunnskóla Dalvíkurbyggðar frá 20. ágúst 2017 til 6. júní 2020 sem og drög að samningsformi. Útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 7. júní. Fræðsluráð - 215 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólaaksturinn verði boðinn út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólamáltíða í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla frá hausti 2017 til vors 2020 og drög að samningi þar um. Endanleg útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðum skal skilað eigi síðar en miðvikudaginn 7. júní 2017. Fræðsluráð - 215 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólamáltíðir verði boðnar út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Menntamálastofnun býður leik- og grunnskólum ráðgjöf og stuðning er varðar læsi í leik- og grunnskólum. Áherslur skólaársins 2017-18 verða m.a. á eflingu málþroska, íslensku sem annað tungumál, fræðslu fyrir foreldra og að rýna í töluleg gögn og nýta þau til umbóta með gerð aðgerðaáætlana varðandi læsi. Umsóknir þurfa að berast stofnuninni fyrir 30. apríl n.k. Fræðsluráð - 215 Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð mælir með að nú á vordögum verði settur á stofn vinnuhópur til að ljúka gerð læsisstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Hann samanstandi af fulltrúum frá öllum skólum í Dalvíkurbyggð, fræðsluráði, bókasafni og skólaskrifstofu. Foreldrar verði umsagnaraðilar við gerð stefnunnar og óskað verði eftir leiðsögn læsisráðgjafa Menntamálastofnunar við gerð hennar. Skólastjórnendum og fræðsluskrifstofu falið að ákveða með frekari óskir um þjónustu læsisráðgjafanna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á vinnu starfshóps vegna vinnumats grunnskólakennara. Þann 23. mars s.l. var könnun sem unnin var af fulltrúum sveitarfélagsins í vinnuhópi um Vegvísi 1 lögð fyrir grunnskólakennara í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla. Eftir páska munu fulltrúar sveitarfélagsins vinna greinargerð að umbótaáætlun sveitarfélagsins út frá niðurstöðum könnunarinnar og kynna hana fyrir kennurum. Umbótaáætluninni verður síðan skilað til samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara fyrir 1. júní n.k. Fræðsluráð - 215 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Borist hefur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 7. mars 2017, þar sem vísað er í Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011 og ákvæði 5. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 um ábyrgð sveitarfélaga á skólastarfi í grunnskólum og lögð áhersla á að sveitarstjórnir sjái til þess að framvegis fái allir grunnskólanemendur þann lágmarks kennslumínútnafjölda í list- og verkgreinum sem þeim ber. Ástæða tilmælanna er að greining Hagstofu Íslands á gögnum frá síðustu þremur skólaárum leiddi í ljós að töluvert vantar upp á að svo sé almennt í landinu.  Fræðsluráð - 215 Lagt fram til kynningar. Gísli og Gunnþór gerðu grein fyrir stöðunni í sínum skólum sem er mjög nálægt uppgefnum viðmiðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti fræðsluráði hver endanleg framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna nýbúakennslu eru fyrir árið 2017. Fræðsluráð - 215 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti fræðsluráði hver endanleg framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum Dalvíkurbyggðar eru fyrir árið 2017. Fræðsluráð - 215 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • 5.8 201503209 Námsárangur
  Fundarboði fylgdu fundargerðir 36. og 37. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 215 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 87, frá 07.03.2017.

Málsnúmer 1703002FVakta málsnúmer

 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 87 Kristinn Ingi Valsson fór yfir stöðuna og gerði grein fyrir fundi með fulltrúum GHD. Skíðafélagið boðaði forföll og náðist ekki að funda með þeim fyrir fund íþrótta- og æskulýðsráðs.
  Fyrir næsta fund ráðsins mun GHD senda inn tillögur um framtíðarsýn þeirra á starfinu.
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að kalla fulltrúa skíðafélagsins á fund formanns, sviðsstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fyrir næsta fund.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 87 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vorfundur ráðsins verði haldinn 2. maí 2017 kl. 16:00. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Til umræðu var útboð á rekstri tjaldsvæðis. Íþrótta- og æskulýðsráð - 87 Íþrótta- og æskulýðsráð felur formanni ráðsins og sviðsstjóra fræðslu- og menningarráðs að stilla upp samninngi um rekstur á tjaldsvæði sem borinn verður undir ráðið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 87 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur lagt fram tillögu að opnun vegna endurbóta á sundlauginni á Dalvík vorið 2017.
  Áætlaður verktími er frá 27. mars til 19. júlí 2017.  Íþróttamiðstöðin á Dalvík (ræktin):

  Mánudaga-fimmtudaga: 6:15-20:00

  Föstudaga: 6:15-19:00

  Laugardaga og sunnudag: 9:00-12:00

  Hér er nánast sami opnunartími og verið hefur, nema aðeins styttri opnun um helgar. Einnig verður starfsmaður áfram eins og verið hefur fram á kvöld þegar þarf vegna notkunar á íþróttasal.  Sundskáli Svarfdæla:

  Mánudaga og miðvikudaga: 7:00-11:00

  Fimmtudaga: 17:00-21:00

  Laugardaga og sunnudaga: 13:00-17:00

  Það mun koma til einhver aksturskostnaður vegna opnunar sundskála, en hann er óverulegur á þessu stutta tímabili (gæti verið á bilinu 30-50.000).


  Núverandi launaáætlun getur staðið undir þessari opnun, sem og að áætlun íþróttamiðstöðvar ráði við þennan aksturskostnað.


  Vinnuskylda allra starfsmanna er ekki að fullu nýtt með þessari opnun og er hugmyndin sú að það sem upp á vantar fari í vinnu í íþróttamiðstöðinni á Dalvík við ýmsar endurbætur og aðstoð á viðhaldstíma. Einnig eru verkefni sem farið er í í hefðbundinni lokun á vorin.


  Á fjárhagsáætlun sundskálans (06570) er gert ráð fyrir heitu vatni og rafmagnskostnaði. Einnig minniháttar viðhaldi. Er ljóst að einhver kostnaður mun myndast við að reka skálann. Það má teljast líklegt að þessi áætlun dugi langt varðandi þann rekstrarkostnað sem til fellur vegna opnunar á framkvæmdartíma.  Lagt er til að ekki verði rukkaður aðgangseyrir í sundskálann á meðan á lokun sundlaugarinnar stendur.

  Byggðaráð hefur samþykkt ofangreinda tillögu.
  Íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda tillögu.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 87 Farið yfir reglur um afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs.
  Ekki voru gerðar breytingar á reglunum. Ráðið samþykkir að gerðar verði vinnu- og viðmiðunarreglur fyrir ráðið varðandi úthlutun styrkja. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að útbúa slíkar vinnureglur.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 87 Farið yfir reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Samþykkt með 3 atkvæðum að breyta ekki reglunum.

  Kristinn Ingi Valsson lagði fram eftirfarandi bókun:
  Ég tel að gera þurfi breytingar á 1. og 2. grein. Ég tel að iðkandi þurfi að stunda íþróttir með félagi í Dalvíkurbyggð og tel okkur ekki hafa forsendur til að geta tilnefnt sérstaklega aðra en þá sem íþróttafélög tilnefna. Mér finnst að íþróttamaður Dalvíkurbyggðar geti einungis orðið sá sem keppir undir formerkjum íþróttafélags í Dalvíkurbyggð.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 89, frá 02.05.2017

Málsnúmer 1704012FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

2. liður.
 • 7.1 201704048 Ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði 2017
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 89 Lögð fram til kynningar ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sam haldin var á Laugarbakka 2017. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • 7.2 201702061 Vegna framkvæmdastjora
  Tekið fyrir erindi frá formanni GHD um breytingu á starfsmannahaldi í sumar eftir að framkvæmdarstjóri hætti störfum í vetur. Óskað er eftir því að fá að ráða starfsmann í sumar í stað sameiginlegs framkvæmdastjóra og fá greiddan styrk vegna framkvæmdastjóra til að standa undir kostnaði við slíkan starfmann í sumar. Íþrótta- og æskulýðsráð - 89 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkurinn verður greiddur til GHD fyrir árið 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð mun fara yfir stöðuna með GHD í haust og skal þá meta hvernig til tókst í sumar og í framhaldinu skoðað hvernig starf þurfi að vera í kringum rekstur á golfvellinum. Bókun fundar Til máls tók;
  Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:28.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • 7.3 201703034 Ársreikningar íþróttafélaga 2016
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 89 Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir ársreikninga íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Síðar á fundinum koma fulltrúar íþróttafélagana á fund ráðsins og farið verður yfir stöðu félanna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl.16:29.
 • 7.4 201703024 Vorfundur íþrótta- og ækulýðsráðs 2017
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 89 Undir þessum lið og það sem eftir var fundar komu eftirfarandi aðilar á fundinn til að kynna niðurstöður ársreiknings og skýrslu sem og til samráðs um aðra þætti:


  Kristján Ólafsson - UMFS

  Hjördís Jóna Bóasdóttir - Fimleikadeild UMFS

  Stefán Garðar Níelsson - Dalvík-Reynir

  Bjarni Jóhann Valdimarsson - Golfklúbburinn Hamar

  Lilja Björk Reynisdóttir - Hestamannafélagið Hringur

  Snæþór Arnþórsson - Skíðafélag Dalvíkur

  Marinó Þorsteinsson - Ungmennafélagið Reynir

  Hólmfríður Gíslasdóttir - Sundfélagið Rán

  Guðríður Sveinsdóttir - Blakfélagið Rimar

  Fulltrúi frá Þorsteinni Svörfuði boðaði forföll


  Fulltrúar félaganna fóru yfir rekstur og starfsemi félaganna.
  Rætt var um tryggingarmál, uppbyggingu íþróttasvæða, kostnað við rekstur félaga og styrkjamál.

  Óskað eftir því að fulltrúar félaganna myndu skoða hvort það væri tilefni til að tilnefna í haust aðila sem hlýtur heiðursviðurkenningu íþrótta- og æskulýðsráðs. Óskað verður eftir því formlega í haust, samhliða því þegar óskað verður eftir tilnefndingum til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar.

  Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs þakkaði fundarmönnum kærlega fyrir fundinn og ítrekaði hversu mikilvægu starfi fundargestir væru að sinna innann sinna félaga.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar.

8.Landbúnaðarráð - 110, frá 19.04.2017

Málsnúmer 1704007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

2. liður

4. liður.
 • Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttrir dýraeftirlitsmaður frá MAST kom sem gestur á fundinn kl. 10:00 til að fara yfir samvinnu sveitarfélagsins og stofnunarinnar. Landbúnaðarráð - 110 Ráðið þakkar Sigurbjörgu Ólöfu fyrir greinargóða yfirferð á eftirliti og samvinnu sveitarfélagsins og MAST.

  Sigurbjörg Ólöf vék af fundi kl. 11:01
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Með innsendu erindi dags. 30. mars 2017 óskar Páll Ingi Pálsson eftir búfjárleyfi fyrir tólf hesta,tvo hunda og nokkrar landnámshænur samkvæmt meððfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 110 Landbúnaðarráð leggur til að veitt verði leyfi fyrir tveimur hundum með því skilyrði að þeir séu báðir skráðir og örmerktir og allt að fimm landnámshænum. Ráðið bendir á að hanar eru ekki leyfðir í þéttbýli. Hvað varðar búfjárleyfi fyrir tólf hross frestar ráðið þeirri afgreiðslu þar sem fullnægjandi gögn vantar með umsókninni. Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.

  Guðrún Anna vék af fundi kl. 11:30
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • 8.3 201703100 Umsókn um beitiland
  Með innsendum rafpósti dag. 20. mars 2017 óskar Regína Bjarnveig Agnarsdóttir fyrir hönd Páls Inga Pálssonar eftir beitarhólfi í nágrenni Hauganes. Landbúnaðarráð - 110 Ráðið frestar afgreiðslu þar sem fullnægjandi gögn vantar með umsókninni. Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda og afla frekari gagna fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2017. Landbúnaðarráð - 110 Samkvæmt fyrri samþykktum og skoðanakönnunum leggur landbúnaðarráð til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 8. til 10. september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar eða um helgina 15. til 17 september. Framvegis verður reiknað með að önnur og þriðja helgi í september verði fastar gangnahelgar.

  Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 6. október og 7. október.


  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Lagðar fram til kynningar mánaðarlegar stöðuskýrslur. Landbúnaðarráð - 110 Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Menningarráð - 62, 02.05.2017

Málsnúmer 1704010FVakta málsnúmer

 • Jóhann Antonsson kom á fundinn og ræddi framhald verkefnisins. Menningarráð - 62 Fram kom að Jóhann hefur á undanförnum misserum unnið að öflun heimilda. Nú er verkefnið komið á það stig að huga þarf að skipun þriggja manna ritnefndar sem heldur utan um verkefnið að rita sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.

  Menningarráð óskar eftir að hitta Byggðaráð og ræða framhald verkefnisins.  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Menningarráð tók fyrir umsókn UMSE um styrkveitingu. Menningarráð - 62 Menningarráð hafnar umsókn með vísan í úthlutunarreglur. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Menningarráð tók fyrir umsókn frá Svarfdælskum mars. Menningarráð - 62 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 100.000,- Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Menningarráð tók fyrir umsókn frá Mímiskór - kór eldriborgara Menningarráð - 62 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 150.000,- Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin var fyrir umsókn frá Klassík í Bergi. Menningarráð - 62 Mennigarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð 200.000,- Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin var fyrir umsókn frá Sölku kvennakór. Menningarráð - 62 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 150.000,- Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin var fyrir umsókn frá Pokastöðinni Dalvíkurbyggð. Menningarráð - 62 Beiðni hafnað þar sem umsókn fellur ekki undir reglur sjóðsins og vill benda á að verkefnið falli frekar undir umhverfissvið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin fyrir umsókn frá Jóhanni Ólafi Halldórssyni. Menningarráð - 62 Menningarráð hafnar styrkveitingu þar sem umsóknin fellur ekki undir úthlutunarreglur ráðsins hvað varðar heimilisfestu umsækjanda. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin fyrir umsókn frá Hérðasskjalasafni Dalvíkurbyggðar. Menningarráð - 62 Menningarráð samþykkti styrkveitingu að fjárhæð kr. 90.000,- Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin var fyrir umsókn frá Björk Kristjánsdóttur. Menningarráð - 62 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 120.000,- Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin fyrir umsókn um styrkveitingu frá Karlakór Dalvíkur. Menningarráð - 62 Menningarmálaráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 150.000,- Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin var fyrir beiðni um styrkveitingu frá Mathias Julien Spoerry. Menningarráð - 62 Menningrráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 200.000,- Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin var fyrir beiðni um styrkveitingu frá Degi Óskarssyni. Menningarráð - 62 Menningarráð hafnar styrkveitingu á grundvelli úthlutunarreglna ráðsins. Menningarráði finnst verkefnið gott og bendir á að það heyri frekar undir atvinnumála- og kynningarráð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin var fyrir beiðni um styrkveitingu frá Vigni Hallgrímssyni. Menningarráð - 62 Menningarmálaráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 250.000,- Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin var fyrir beiðni um styrkveitingu frá Aðalbjörgu Júlíu Árnadóttur. Menningarráð - 62 Menningarráð hafnar beiðni um styrkveitingu með vísan í úthlutunarreglur ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Tekin var fyrir beiðni um styrkveitingu frá aðstandendum heimildarmyndarinnar Brotið vegna varðveislu gagna. Menningarráð - 62 Menningarráð hafnar beiðni um styrkveitingu með vísan í úthlutunarreglur ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 61, frá 26.04.2017.

Málsnúmer 1704009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

4. liður.
 • 10.1 201702027 Fundargerðir 2017
  Fyrir fundinum lá fundargerð 393. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 27. mars sl. í Virkisbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 61 Lögð fram til kynningar.
 • Undanfarin fjögur ár hefur Síldarvinnslan á Neskaupsstað rekið sjávarútvegsskóla yfir sumartímann. Skólinn er ætlaður 14 ára nemendum sem eru að byrja í 9. bekk um haustið. Markmiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu um sjávarútveg. Að auki, benda nemendum á þá menntunarmöguleika tengdum sjávarútvegi sem þeim bjóðast í framhalds- og háskólum. Sjávarútvegsskólinn er jafnframt hugsaður sem farvegur til að benda krökkum á þá framtíðarmöguleika sem þau eiga í sinni heimabyggð.

  Síðastliðið sumar leitaði Síldarvinnslan til Háskólans á Akureyri og bað um að Háskólinn tæki við sem umsjónaraðili sjávarútvegsskólans. Síldarvinnslan hélt þó áfram ásamt Háskólanum að leiða verkefnið. Sjávarútvegsmiðstöðin við Háskólann á Akureyri hafði umsjón með verkefninu fyrir hönd Háskólans. Hlutverk umsjónaraðila var að sjá um skipulagningu, samskipti við sveitarfélög og samstarfs-fyrirtæki, uppfæra og bæta kennsluefni svo og kennsla.

  Fyrirhugað er að styðjast við fyrirkomulag sjávarútvegsskólans síðustu ár og halda svipuðu sniði fyrir fyrirhugaðan Sjávarútvegsskóla Norðurlands. Þannig er gert ráð fyrir að skólinn verði í eina viku á hverjum kennslustað, ætlaður 14 ára nemendum og skipulagður sem hluti af vinnuskóla sveitarfélaganna. Umsjónaraðili skólans vill þannig styðjast við þá reynslu og þekkingu sem hefur byggst upp með þessu verkefni við rekstur skólans á bæði Norðurlandi og Austurlandi sumarið 2017. Kennslustaðir á Norðurlandi eru Akureyri, Húsavík og Dalvík. Kennslustaðir á Austurlandi verða áfram Höfn í Hornafirði, Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður, Seyðisfjörður og Vopnafjörður. Fyrirhugað er að kennsla fari fram á tímabilinu 12. júní til 21. júlí. Þetta verkefni skapar fjögur sumarstörf fyrir nemendur í sjávarútvegsfræði við HA sem sjá munu um kennsluna, tvö á Norðurlandi og tvö á Austurlandi. Það fyrirkomulag gekk mjög vel sumarið 2016 og verður því haldið áfram. Framtíðarsýn okkar er síðan að koma þessum skóla á stoðir um allt land en skipulag og reynsla er þegar fyrir hendi.

  Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 250.000kr. frá Dalvíkurhöfn til greiðslu hluta kostnaðar vegna Sjávarútvegsskólans.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 61 Veitu- og hafnaráð telur að sú hugmyndafræði sem fram kemur í erindi frá sjávarútvegsskólanum um kynningu á störfum tengdum sjávarútvegi og þeim möguleikum sem eru til menntunar á þeim vettvangi fyrir yngri kynslóðina sé gagnleg.
  Veitu- og hafnaráð hefur vilja til þess að bregðast jákvætt við erindinu en það hefur ekki fjárheimild til að veita umbeðinn styrk og samþykkir samhljóða að vísa því til byggðarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Með bréfi sem dagsett er 19. apríl 2017 frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins kemur eftirfarandi fram:
  "Miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og í fundarsal Dalvíkurbyggðar opnuð tilboð í "Dalvík ? Grjót- og fyrirstöðugarður við Austurgarð"
  Útboðið var opið og auglýst á útboðsvef hins opinbera og útboðsvef Vegagerðarinnar.
  Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða.
  Eftirtalin tilboð bárust:

  Bjóðandi:

  Tilboðsupphæð í kr
  Hlutfall af
  kostnaðaráætlun í%

  Norðurtak ehf.


  94.280.000,-
  82,9%
  Dalverk ehf.


  97.450.000,-
  85,7%
  Árni Helgason ehf.

  98.840.500,-

  86,9%
  Vélaþjónusta Messuholti ehf.
  125.744.000,-

  110,5%
  Héraðsverk ehf.


  160.928.968,-

  141,5%

  Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs."
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 61 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
  Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að óska eftir viðaukum til þess að hægt sé að ljúka þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru vegna gerðar Austurgarðs á árinu 2017, í fyrsta lagi verði framlag vegna framkvæmda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna framangreindra framkvæmda aukið um kr. 37.400.000,-og verði í heild kr. 125.800.000,- og í öðru lagi að viðauki vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að fjárhæð kr. 188.600.000,- verði samþykkt. Ráðið samþykkir samhljóða að leggja til að framangreindir viðaukar verði fjármagnaðri með lántöku.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
 • Vegna breytinga á þörfum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar á landi fyrir lagnir veitunnar í landi Brattavalla óskuðu landeigendur eftir því að samningurinn vegna vatnsréttinda og afnota vatnsveitunnar á landi í þeirra eigu verði endurskoðaður. Fyrir fundinum liggur endurskoðaður samningur sem tekur tillit til þeirra breytinga á landnotkun vatnsveitunnar sem um ræðir. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 61 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða þá tillögu samningi sem liggur fyrir fundinum og sendir afgreiðslu ráðsins til endanlegrar staðfestingar sveitarstjórnar.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fra til kynningar í sveitarstjórn.

11.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2016. Síðari umræða.

Málsnúmer 201611121Vakta málsnúmer

Á 291. fundi sveitarstjórnar þann 12. apríl 2017 var eftirfarandi bókað við fyrri umræðu:

"Á 818. fundi byggðaráðs þann 12. apríl 2017 var ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2016 lagður fram og honum vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Til máls tók: Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi 2016. Helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2016 eru: Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samstæða er jákvæð um kr. 249.298.000. Rekstrarniðurstaða A- hluta er jákvæð um kr. 139.616.000. Breyting á lífeyrisskuldbindingu A- og B- hluta var kr. 44.538.000 en gert var ráð fyrir kr. 55.688.000. Launakostnaður alls án lífeyrisskuldbindinga var kr. 1.033.604.000 fyrir A- og B- hluta. Handbært fé frá rekstri A- og B- hluta samstæða kr. 327.966.000. Fjárfestingarhreyfingar A- og B- hluta samstæða kr. 272.881.000. Söluverð rekstrarfjármuna A- og b-Hluta samstæða kr. 112.187.000. Lántaka A- og B- hluta samstæða kr. 100.000.000. Afborganir langtímalána A- og B- hluta samstæða kr. 171.030.000. Skuldaviðmið er 53,7% fyrir A- og B- hluta. Langtímaskuldir A- og B- hluta alls kr. 566.936.000, þar af kr. 248.444.909 vegna félagslegra íbúða eða 32,13%. Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2016 til síðari umræðu í sveitarstjórn. "Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir að engar breytingar hafa verið gerðar á ársreikningum á milli umræðna í sveitarstjórn nema að bætt var við skýringu nr. 18 er varðar væntanlegt uppgjör við Brú lífeyrissjóð.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar 2016 ásamt ábyrgða- og skuldbindingaryfirliti og áritar ársreikninginn því til staðfestingar.

12.Kosning skv. 46. gr. samþykkta Dalvíkurbyggðar, liður C.6.; Einn fulltrúi í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses. og einn til vara.

Málsnúmer 201705044Vakta málsnúmer

Á 819. fundi byggðaráðs þann 27. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:

"201704054 - Frá framkvæmdastjóra Bergs ses.; Breyting á stjórn Menningarfélagsins Bergs

Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Bergs menningarhús fyrir hönds stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses., bréf dagsett þann 11. apríl 2017, þar sem bent er á að samkvæmt skipulagsskrá fyrir Menningarfélagið Berg ses. er kominn tími á að kjósa báða fulltrúa Dalvíkurbyggðar á næsta aðalfundi og þarf því að tilnefna nýja fulltrúa, aðalmann og varamann til tveggja ára, eða þá sömu áfram fyrir aðalfund sem verður haldinn um miðjan maí.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við menningarráð að ekki verði breyting á fulltrúum Dalvíkurbyggðar, þ.e. Valdemar Þór Viðarsson, aðalmaður og Margrét Víkingsdóttir, varamaður."
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Valdemar Þór Viðarsson og Margrét Víkingsdóttir réttkjörin.13.Úthlutun lóða við Kirkjuveg 1-2, 3-5 og 7-8

Málsnúmer 201705045Vakta málsnúmer

Tréverk ehf., kt. 660269-2829 hefur fengið úthlutað og hafið framkvæmdir við byggingu parhúsa á lóðunum Kirkjuvegi 1-2, Kirkjuvegi 3-5 og Kirkjuvegi 7-8, Dalvíkurbyggð. Upphaflega var lóðunum úthlutað til Tréverks ehf. árið 2007 og hefur nú, í samræmi við fyrri ákvörðun fengið lóðunum úthlutað á nýjan leik en framkvæmdir hófust ekki innan tilskilins frests. Að tillögu umhverfisráðs og að öðru leyti í samræmi við 1.gr. reglna um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð leggur umhverfisráð nú til að sveitarstjórn staðfesti endurúthlutun lóðanna til Tréverks ehf. og þar með fyrri ákvörðun sína um úthlutun sömu lóða.“
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs og úthlutun lóða til Tréverks við Kirkjuveg 1-2, Kirkjuveg 3-5, og Kirkjuveg 7-8.

14.Sveitarstjórn - 291

Málsnúmer 1704005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:51.

Nefndarmenn
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Íris Hauksdóttir Varamaður
 • Kristján Hjartarson Varamaður
 • Lilja Björk Ólafsdóttir Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs