Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819, frá 27.04.2017

Málsnúmer 1704011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 292. fundur - 10.05.2017

Til afgreiðslu:

1. liður.

2. liður; a), b), c).

3. liður.

5. liður.

12. liður.

  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

    Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 25. apríl 2017, þar sem óskað er eftir tilfærslu á kr. 11.200.000 sem áætlaðar voru á deild 31160 vegna endurnýjunar á þaki Dalvíkurskóla, en eftir skoðun er það mat Eignasjóðs að hægt sé að fresta þessari framkvæmd um eitt ár. Í staðinn er þess óskað að þessir fjármunir verði færðir á Sundlaug Dalvíkur, deild 31240, og nýttir til endurbóta á sturtuklefum, búningsaðstöðu og öðrum endurbótum í tengslum við þá framkvæmd sem nú stendur yfir. Meðfylgjandi er fundargerð byggingarnefndar vegna endurbóta á sundlaug Dalvíkur frá 24.04.2017.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur vék af fundi kl. 13:28.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tilfærslu á viðhaldsáætlun Eignasjóðs að upphæð kr. 11.200.000, viðauki 7/2017. Þar sem um tilfærslu á milli liða er að ræða þá er ekki þörf á ákvörðun hvernig á að mæta þessum viðauka. Bókun fundar Sveitartjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar beiðni um tilfærslu á viðhaldsáætlun Eignasjóðs að upphæð kr. 11.200.000, viðauki 7/2017. Þar sem um tilfærslu á milli liða er að ræða þá er ekki þörf á ákvörðun hvernig á að mæta þessum viðauka.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:30.

    Á 61. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Með bréfi sem dagsett er 19. apríl 2017 frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins kemur eftirfarandi fram: "Miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og í fundarsal Dalvíkurbyggðar opnuð tilboð í "Dalvík ? Grjót- og fyrirstöðugarður við Austurgarð" Útboðið var opið og auglýst á útboðsvef hins opinbera og útboðsvef Vegagerðarinnar. Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða. Eftirtalin tilboð bárust: Bjóðandi: Tilboðsupphæð í kr Hlutfall af kostnaðaráætlun í% Norðurtak ehf. 94.280.000,- 82,9% Dalverk ehf. 97.450.000,- 85,7% Árni Helgason ehf. 98.840.500,- 86,9% Vélaþjónusta Messuholti ehf. 125.744.000,- 110,5% Héraðsverk ehf. 160.928.968,- 141,5% Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs."

    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að óska eftir viðaukum til þess að hægt sé að ljúka þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru vegna gerðar Austurgarðs á árinu 2017, í fyrsta lagi verði framlag vegna framkvæmda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna framangreindra framkvæmda aukið um kr. 37.400.000,-og verði í heild kr. 125.800.000,- og í öðru lagi að viðauki vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að fjárhæð kr. 188.600.000,- verði samþykkt. Ráðið samþykkir samhljóða að leggja til að framangreindir viðaukar verði fjármagnaðri með lántöku. "

    Til umræðu ofangreint.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 13:46
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs að heimila Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ósk veitu- og hafnaráðs um viðauka að upphæð kr. 37.400.000 vegna framlags Dalvíkurbyggðar á árinu 2017 vegna framkvæmdanna, viðauki 8/2017, og að viðaukanum verði mætt með lántöku Hafnasjóðs, vísað á málaflokk 42.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ósk veitu- og hafnaráðs um viðauka vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að upphæð kr. 188.600.000 og að því verði mætt með láni Hafnasjóðs til að brúa bilið. Vísað á málaflokk 42, viðauki 9/2017.
    Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að heimila Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um viðauka að upphæð kr. 37.400.000 vegna framlags Dalvíkurbyggðar á árinu 2017 vegna framkvæmdanna, viðauki 8/2017, og að viðaukanum verði mætt með lántöku Hafnasjóðs, vísað á málaflokk 42. c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um viðauka vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að upphæð kr. 188.600.000 og að því verði mætt með láni Hafnasjóðs til að brúa bilið. Vísað á málaflokk 42, viðauki 9/2017.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 11. apríl 2017, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi frá Húsabakka Guesthouse ehf, kt. 540317-0540. Staðsetning Húsabakki fnr. 215-5823, 621. Dalvík, flokkur IV.

    Fyrir liggur umsögn frá byggingafulltrúa.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Bergs menningarhús fyrir hönds stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses., bréf dagsett þann 11. apríl 2017, þar sem bent er á að samkvæmt skipulagsskrá fyrir Menningarfélagið Berg ses. er kominn tími á að kjósa báða fulltrúa Dalvíkurbyggðar á næsta aðalfundi og þarf því að tilnefna nýja fulltrúa, aðalmann og varamann til tveggja ára, eða þá sömu áfram fyrir aðalfund sem verður haldinn um miðjan maí. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við menningarráð að ekki verði breyting á fulltrúum Dalvíkurbyggðar, þ.e. Valdemar Þór Viðarsson, aðalmaður og Margrét Víkingsdóttir, varamaður. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., bréf dagsett þann 19. apríl 2017, þar sem boðað er til aðalfundar Tækifæris þriðjudaginn 2. maí n.k. kl. 10:00 á Akureyri. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri mæti á fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélag ohf., dagsett þann 19. apríl 2017, þar sem fram kemur að arðgreiðsla vegna 2016 til Dalvíkurbyggðar var kr. 6.613.770 og að frádregnum 20% fjármagnstekjuskatti þá var útgreidd upphæð þann 7. apríl s.l. kr. 5.291.016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. apríl 2017, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd óskar umsagnar eigi síðar en 28. apríl n.k. um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. apríl 2017, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar eigi síðar en 28. apríl n.k. um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. apríl 2017, þar sem óskað er umsagnar eigi síðar en 28. apríl n.k. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþings um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 184. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. apríl 2017, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktungar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnislaust Íslands, 114. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. apríl 2017, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþings óskar umsagnar eigi síðar en 28. apríl 2017 um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður kl. 14:00.

    Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, bréf dagsett þann 21. apríl 2017, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.400.000 við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla vegna endurnýjunar á tölvubúnaði í tölvuveri fyrir nemendur, alls 17 tölvur.

    Fram kemur að vegna þróunar í hugbúnaði er varðar kennslu í upplýsinga- og tæknimennt hjá nemendum þá hefur það leitt til þess að mörg kennsluforrit virka ekki sem skyldi með notkun Multiseat tölva, það er ein tölva og 10 stöðvar sem eru tengdar inn á þessa einu tölvu. Tölvurnar frjósa oft með tilheyrandi vandræðum í kennslu. Ýmislegt hefur verið reynt til að láta kerfin virka en eftir sem áður eru vandamálin töluvert heftandi.

    Til umræðu ofangreint.

    Bjarni Jóhann vék af fundi kl. 14:10.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna kaupa á 17 tölvum í Dalvíkurskóla, vísað á málaflokk 32, viðauki 10/2017. Ráðstöfun á móti viðaukaunum er lækkun á handbæru fé. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna kaupa á 17 tölvum í Dalvíkurskóla, vísað á málaflokk 32, viðauki 10/2017. Ráðstöfun á móti viðaukaunum er lækkun á handbæru fé
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 849 frá 31. mars 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 294 frá 19. apríl 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15.


    Tekið fyrir erindi frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 23. apríl 2017, þar sem þess er farið á leit við byggðaráð að sett verið fram hið fyrsta tímasett áætlun um hvernig sveitarfélagið hyggst mæta búsetuþörf fatlaðra ungmenna í byggðarlaginu. Óskað er eftir að tímasett áætlun verði tilbúin fyrir fjárhagsáætlunargerð 2018 og að foreldrum fatlaðra ungmenna veðri gert kleift að koma að þeirri áætlun.

    Einnig er þess farið á leit við byggðaráð að sveitarfélagið fari í fararbroddi fyrir atvinnurekendur í byggðarlaginu með því að sýna fordæmi og greiða götur fatlaðra ungmenna í atvinnuleit í byggðarlaginu.

    Til umræðu ofangreint.

    Á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kr. 20.000.000 á fjárhagsáætlun Eignasjóðs vegna hönnunar og undirbúnings fyrir byggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð.
    Sviðsstjóri félagsmálasviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar vinnu vinnuhóps um ofangreint verkefni til að mæta búsetuþörf fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð en í þeim vinnuhópi eru sveitarstjóri, sviðsstjórar félagsmálasviðs og umhverfis- og tæknisviðs.

    Eyrún vék af fundi kl. 14:41
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 819 Byggðaráð þakkar foreldrum fatlaðra ungmenna fyrir erindið. Sveitarfélagið hefur nú þegar hafið vinnu við þarfagreiningu og vinnan við verkefnið um búsetuþörf fatlaðs fólks er í farvegi. Byggðaráð mun fá vinnuhóp um búsetuúrræði á sinn fund þar sem næstu skref í vinnunni verða tímasett og hún formgerð. Markmiðið er að það verði komin drög að áætlun fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð.

    Varðandi atvinnu fyrir fötluð ungmenni í byggðarlaginu þá hefur sveitarfélagið sýnt gott fordæmi og vilji er til að gera enn betur og fá fleiri fyrirtæki og atvinnurekendur í sveitarfélaginu með í lið.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.