Byggðaráð

820. fundur 04. maí 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðar forföll og varamaður hans Valdemar Þór Viðarsson kemur í hans stað. Kristján Guðmundsson boðar forföll og varamaður hans Heiða Hilmarsdóttir kemur í hans stað.

1.Frá Íbúðalánasjóði; Úthlutun stofnframlaga 2017 - fyrri hluti úthlutunar

201705002

Lagt var fram bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 28.04.2017 þar sem kynnt er að opið væri fyrir umsóknir um stofnframlög vegna fyrri úthlutunar ársins 2017. Íbúðalánasjóður hefur umsjón með framkvæmd vegna stofnframlaga ríkisins. Um úthlutun stofnframlaga fer samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 og reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir nr. 555/2016.Í auglýsingunni segir m.a. að eingöngu verði úthlutað til nýbygginga. Þessi takmörkun er gerð í ljósi þess að nýbygging fellur mun betur að markmiði laganna, sem er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 6. og 7. mgr. 10. gr. laganna með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Í 2. málsl. 3. gr. reglugerðar um stofnframlög segir í þessu samhengi, að til þess að ná þessu markmiði skuli sérstök áhersla lögð á nýbyggingar og að fjölga leiguíbúðum sem uppfylla skilyrði laga um almennar íbúðir og reglugerðarinnar. Í tengslum við þetta vill Íbúðalánasjóður sérstaklega koma því á framfæri, að kaup úr framkvæmd koma þó einnig til greina til að hljóta úthlutun stofnframlaga.Lagt fram til kynningar.

2.Frá UT-teymi; Tíma- og viðveruskráningarkerfi - samningur við Advania um Vinnustund

201703089

Tekið fyrir erindi frá Advania dags. 26.04.2017 vegna samnings um viðveruskráningarkerfið Vinnustund.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum samninginn.

3.Frá 61. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26.04.2017; Umsókn um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017 frá Háskólanum á Akureyri.

201704088

Tekið fyrir erindi frá Sjávarútvegsmiðstöðinni dags. 24.04.2017 þar sem sótt er um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017. Undanfarin fjögur ár hefur Sildarvinnslan á Neskaupsstað rekið sjávarútvegsskóla yfir sumartímann. Skólinn er ætlaður 14 ára nemendum. Markiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu á sjávarútvegi, auk þess sem hann er hugsaður sem farvegur til að benda krökkum á þá framtíðarmöguleika sem þau eiga í sinni heimabyggð. Síðastliðið sumar leitaði Síldarvinnslan til Háskólans á Akureyri og óskaði eftir þeirra aðkomu sem umsjónaraðilar skólans. Fyrirhugað er að styðjast við fyrirkomulag sjávarútvegsskólans síðustu ár og halda svipuðu sniði fyrir fyrirhugaðan Sjávarútvegsskóla Norðurlands. Þannig er gert ráð fyrir að skólinn verði í eina viku á hverju kennslustað, ætlaður 14 ára nemendum og skipulagður sem hluti af vinnuskóla sveitarfélaganna. Óskað er eftir styrk að upphæð 250.000 frá Dalvíkurhöfn til greiðslu kostnaðar vegna Sjávarútvegsskólans.Erindi þetta var tekið fyrir í Veitu- og hafnarráði, 61. fundi dags. 26.04.2017. Þar var bókað; Veitu- og hafnaráð telur að sú hugmyndafræði sem fram kemur í erindi frá sjávarútvegsskólanum um kynningu á störfum tengdum sjávarútvegi og þeim möguleikum sem eru til menntunar á þeim vettvangi fyrir yngri kynslóðina sé gagnleg.Veitu- og hafnaráð hefur vilja til þess að bregðast jákvætt við erindinu en það hefur ekki fjárheimild til að veita umbeðinn styrk og samþykkir samhljóða að vísa því til byggðarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar í fræðsluráði.

4.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat janúar - mars 2017

201704068

Tekið fyrir stöðumat fjárhagsáætlunar 2017 fyrstu 3 mánuði ársins frá sviðsstjórum og stjórnendum stofnana Dalvíkurbyggðar.
Frestað til næsta fundar.

5.Frá Símennuntarstöð Eyjafjarðar; Aðalfundur Símeyjar 2017

201705008

Tekið fyrir erindi frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar dags. 26.04.2017 þar sem stofnaðilum er boðið á ársfund Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar. Eftir ársfundinn mun Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins flytja erindið "Vinnustaðurinn sem námsstaður". Í framhaldi erindis verður pallborð með fulltrúum mismunandi skólastiga, grunn- og framhaldsskóla, Háskóla og framhaldsfræðslunnar, undir yfirskriftinni "Fræðslustigin tala saman um nám til eflingar atvinnulífinu"
Byggðarráð leggur til að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs mæti á fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

6.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál.

201705001

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 28.04.2017, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjölda fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál.

201704116

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis, dags. 28.04.2017, frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál. Þess er óskað er umsögn berist eigi síðar en 10. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá framkvæmdastjóra og stjórn Fiskidagsins mikla; Uppfylling á lóð Samherja fyrir neðan kaupfélagsbakkann

201704091

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 12:25Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíusarsyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir félagsmálastjóri