Kosning skv. 46. gr. samþykkta Dalvíkurbyggðar, liður C.6.; Einn fulltrúi í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses. og einn til vara.

Málsnúmer 201705044

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 292. fundur - 10.05.2017

Á 819. fundi byggðaráðs þann 27. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:

"201704054 - Frá framkvæmdastjóra Bergs ses.; Breyting á stjórn Menningarfélagsins Bergs

Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Bergs menningarhús fyrir hönds stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses., bréf dagsett þann 11. apríl 2017, þar sem bent er á að samkvæmt skipulagsskrá fyrir Menningarfélagið Berg ses. er kominn tími á að kjósa báða fulltrúa Dalvíkurbyggðar á næsta aðalfundi og þarf því að tilnefna nýja fulltrúa, aðalmann og varamann til tveggja ára, eða þá sömu áfram fyrir aðalfund sem verður haldinn um miðjan maí.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við menningarráð að ekki verði breyting á fulltrúum Dalvíkurbyggðar, þ.e. Valdemar Þór Viðarsson, aðalmaður og Margrét Víkingsdóttir, varamaður."
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Valdemar Þór Viðarsson og Margrét Víkingsdóttir réttkjörin.