Sveitarstjórn

281. fundur 17. maí 2016 kl. 16:15 - 16:39 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 775, frá 04.05.2016.

Málsnúmer 1605002Vakta málsnúmer

  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Akureyri, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Valdís Guðbrandsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, Haukur Gunnarsson, varamaður í sveitarstjórn og Heiða Hilmarsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, kl. 08:15.

    Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar voru boðaðar á fundinn undir þessum lið.

    Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2015.

    Rekstrarniðurstaða samstæðu er neikvæð um kr. 4.119.000. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 199.341.000. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru kr. 116.214.000, söluverð eigna var kr. 25.747.000. Lántaka var kr. 0 og afborgun lána kr. 149.286.000.

    Börkur vék af fundi kl. 9:05 til annarra starfa.
    Eyrún vék af fundi kl. 09:35 til annarra starfa.
    Valdís vék af fundi kl. 09:42 til annarra starfa.

    Þorsteinn G., Haukur, Heiða, viku af fundi kl. 09:45.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 775 Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2015 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 776, frá 12.05.2016

Málsnúmer 1605006Vakta málsnúmer

  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

    Á 759. fundi byggðaráðs þann 19. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kl. 14:10. Á 198. fundi fræðsluráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað: "Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti gögn þau sem fylgdu fundarboði og varða samstarf Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Magnús hefur kynnt hugmyndir sínar varðandi framtíð skólanna fyrir stjórnendum í Fjallabyggð. Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndir Magnúsar og felur honum að setja niður á blað faglegan og fjárhagslegan ávinning af þeim. Fræðsluráð leggur til að Magnús kynni hugmyndirnar fyrir yfirstjórn Dalvíkurbyggðar." Til umræðu ofangreint. Magnús vék af fundi kl. 14:45.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að unnið verði að sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar með því markmiði að sameining taki gildi í upphafi skólaárs haustið 2016. Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda erindi samkvæmt ofangreindri bókun til bæjarráðs Fjallabyggðar. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt um hugsanlega sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 2. maí 2016, unnin af sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar.

    Til umræðu ofangreint.

    Fram kom að úttektin og ofangreint verður til umfjöllunar á fundi fræðsluráðs á morgun, föstudaginn 13. maí n.k.

    Hlynur vék af fundi kl. 13:41.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 776 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í fræðsluráði og leggur til við sveitarstjórn að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra úttektar sem liggur fyrir.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil og mat stjórnenda Dalvíkurbyggðar hvað varðar mat á stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2016, janúar - mars.

    Heilt yfir eru græn ljós en gul ljós eru við fjárhagsaðstoð, veikindalaun í leikskólum og Dalvíkurskóla, lífeyrisskuldbindingu, rautt ljós við snjómokstur þar sem framlag vegna snjómoksturs fyrir árið er uppurið.

    Gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna launaáætlunar þar sem nýir kjarasamningar liggja fyrir að mestu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 776 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra, dagsett þann 10. maí 2016, þar sem óskað er eftir að ráða Jón Arnar Sverrison, garðyrkjufræðing, tímabundið til starfa í sumar, allt að þrjá mánuði, vegna átaksverkefnis á opnum svæðum.

    Áætlaður kostnaður er um 1,6 m.kr. Fram kemur að svigrúm er á lið 11410-4396 til að mæta þessum kostnaði.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 776 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 29. apríl 2016, þar sem fram kemur að Auðunn Bjarni Ólafsson sækir um sem forsvarsmaður fyrir Húsabakka ehf., kt. 540312-1170, endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitingu í Húsabakka, Svarfaðardal, 621. Dalvík. Sótt er um rekstrarleyfi gististaður; flokkur V.

    Meðfylgjandi eru umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 776 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 2. maí 2016, þar sem fram kemur að Samband íslenskra sveitarfélaga og Stjórnstöð ferðamála hafa komist að samkomulagi um að sambandið vinni að því, í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og verkefnisstjórn, sem skipuð verður á grundvelli laga um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, að tryggja yfirsýn um ástand og uppbyggingarþörf á ferðamannastöðum um land allt.

    Til að samstarfið milli sambandsins og sveitarfélaga gangi sem best er þess óskað að hvert sveitarfélag tilnefni tengilið sem taki að sér að safna saman upplýsingum fyrir þessa áætlanagerð.

    Fram kemur að sambandið hefur ráðið sérfræðing, Örn Þór Halldórsson, arkitekt, til að sinna verkefninu af þess hálfu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 776 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, verði tengiliður Dalvíkurbyggðar í þessu verkefni.
  • Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., dagsett þann 3. maí 2016, þar sem fram kemur að aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 17. maí n.k. á Akureyri og hefst fundurinn kl. 14:00.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 776 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar.
  • Tekið fyrir erindi frá Málræktarsjóði, dagsett þann 6. maí 2016, þar sem fram kemur að aðalfundar sjóðsins verður haldinn föstudaginn 3. júní n.k kl. 15:00 á Hótel Sögu í Reykjavík. Dalvíkurbyggð hefur rétt að tilnefna fulltrúa í fulltrúaráðið. Tilnefningar þurfa að berast eigi síðar en 23. maí n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 776 Lagt fram.
  • Tekið fyrir erindi frá Flokkun Eyjafjörður ehf., dagsett þann 27. apríl 2016, þar sem boðað er til aðalfundar Flokkunar Eyjaförður þriðjudaginn 17. maí n.k. kl. 13:00 á Hótel Kea á Akureyri. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 776 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 838 frá 29. apríl 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 776 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 19, frá 04.05.2016.

Málsnúmer 1605001Vakta málsnúmer

  • Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 19 Frestað.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnir mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir þær deildir sem tilheyra atvinnumála- og kynningarráði.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 19 Lagt fram til kynningar.
  • Atvinnumála- og kynningarráð - 19 Atvinnumála- og kynningarráð lýsir ánægju sinni með alla þá atvinnuuppbyggingu sem á sér stað í sveitarfélaginu sem sýnir glöggt að almennur vöxtur á sér stað á svæðinu. Atvinnuhúsnæði hefur verið að rísa á Hauganesi, Árskógssandi, Árskógsströnd, Svarfaðardal og á Dalvík. Einnig er ánægjulegt að fyrir liggja umsóknir um atvinnulóðir.
  • Á síðsta fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Þorsteins Más Aðalsteinssonar, fyrir hönd fyrirtækisins Erlent ehf kt. 711008-1950, og Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 17.02.2016.

    Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með umsóknina og felur upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu á milli funda, miðað við umræður á fundinum. "

    Upplýsingafulltrúi leggur fram umbeðin gögn frá Erlent ehf. auk þess að leggja fyrir tillögu að hvatasamningi milli Dalvíkurbyggðar og Erlent ehf.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 19 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að ráðið muni leggja til við byggðaráð að gerður verði hvatasamningur við Erlent ehf. Atvinnumála- og kynningarráði er ljóst að fjárhæðir vegna hvatasamnings eru ekki á fjárhagsáætlun þessa árs.

    Áður en að gengið verður frá samningsdrögum þarf Erlent ehf að leggja fram nánari útlistun á gjöldum til Dalvíkurbyggðar sem til falla á næstu þremur árum.

    Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
  • Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. apríl var eftirfarandi bókað:

    "Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að SVOT greiningin verði hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sveitarfélagsins og að unnið verði áfram með hana á milli funda ráðsins."

    Upplýsingafulltrúi leggur fram tillögu að SVOT greiningu fyrir Dalvíkurbyggð.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 19 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með fjórum atkvæðum SVOT greininguna eins og hún liggur fyrir með breytingum sem hafa verið gerðar á milli funda. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

4.Fræðsluráð - 205, frá 13.05.2016.

Málsnúmer 1605007Vakta málsnúmer

  • Til kynningar og umræðu er skýrsla um úttekt á hugsanlegri sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar unnin af Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs í Dalvíkurbyggð og Kristni J. Reimarssyni, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í Fjallabyggð. Fræðsluráð - 205 Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með vinnuna sem liggur að baki skýrslunni og styður áframhaldandi vinnu að sameiningu skólanna. Von fræðsluráðs er að sú hagræðing sem fæst við sameininguna komi fram í minni kostnaði sveitarfélagsins og þeirra sem nýta þjónustuna.
  • Á fundi sveitarstjórnar þann 4. maí s.l. samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessu máli aftur til fræðsluráðs til endurskoðunar.

    Fræðsluráð - 205 Fræðsluráð tók aðra umræðu um málið og stendur við fyrri ákvörðun sína sem var tekin að vel athuguðu máli og vísar málinu áfram til byggðaráðs. Nauðsynlegt er að eyða allri óvissu um framtíð Árskógarskóla. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 78, frá 03.05.2016.

Málsnúmer 1604014Vakta málsnúmer

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 78 Á 204. fundi fræðsluráðs var lagt til að ákvörðum um fyrirkomulag á rekstri félagsheimilisins Árskógar yrði vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs sem skoði málið samhliða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á komandi hausti.

    Skýrsla starfshóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi lögð fram til kynningar.

    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka málið samhliða gerð starfs- og fjárhagsáætlunar í haust.
  • Undir þessum lið og það sem eftir var fundar komu eftirfarandi aðilar á fundinn til að kynna niðurstöður ársreiknings og skýrslu sem og til samráðs um aðra þætti:
    Einar Hafliðason - Þorsteinn Svörfuður
    Kristján Ólafsson - UMFS
    Ingibjörg María Ingvadóttir -Frjálsíþróttadeild UMFS
    Margrét Víkingsdóttir - Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS
    Eva Björg Guðmundsdóttir - Fimleikadeild UMFS
    Stefán Garðar Níelsson - Dalvík-Reynir
    Gísli Bjarnason og Marsibil Sigurðardóttir - Golfklúbburinn Hamar
    Lilja Björk Reynisdóttir - Hestamannafélagið Hringur
    Snæþór Arnþórsson - Skíðafélag Dalvíkur
    Marinó Þorsteinsson - Ungmennafélagið Reynir
    Elín B Unnarsdóttir - Sundfélagið Rán
    Guðríður Sveinsdóttir - Blakfélagið Rimar
    Kári Ellertsson - Framkvæmdarstjóri Skíðafélagsins og Golfklúbbsins.

    Formaður bauð fundarmenn velkomna og boðið var upp á kaffiveitingar. Kvenfélaginu Hvöt eru færðar bestu þakkir fyrir góðar veitingar.

    Í framhaldinu var umræða um eftirfarandi þætti:

    Eineltisáætlanir íþróttafélaganna:
    Farið var yfir stöðuna varðandi eineltisáætlanir íþróttafélaganna í Dalvíkurbyggð. Aðilar samþykkir því að það þurfi að skerpa á þessum hlutum og mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi stýra því verkefni og mun hann kalla saman félögin eftir þörfum.

    Fræðsluakedemía:
    Margrét Víkingsdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS, kynnti hvað er búið að gera í tengslum við verkefnið. Búið er að halda námskeið fyrir börn og ungmenni og eru aðilar sammála því að halda þurfi einnig utanum þjálfara.

    Uppbygging á aðstöðu íþróttafélaganna:
    Rætt um aðstöðumál og framtíðaruppbyggingu íþróttafélaganna.

    Íþrótta- og æskulýðsráð - 78
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 78 Gerðu fulltrúar íþróttafélaganna grein fyrir helstu verkefnum og lykiltölum í ársreikningum félaganna.

    Almennt er blómlegt starf í öllum félögunum en fjárhagsleg staða þeirra misjöfn.

    Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs þakkaði fundarmönnum kærlega fyrir fundinn og ítrekaði hversu dýrmætt það væri fyrir félögin að hafa sjálfboðaliða að störfum sem margir hverjir leggja mikið á sig.
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

6.Umhverfisráð - 277, frá 13.05.2016.

Málsnúmer 1605005Vakta málsnúmer

  • Með innsendu erindi dags. 1. maí óskar þau Rúnar Þór Ingvarsson og Þórunn Andrésdóttir eigendur að Aðalbraut 6, Árskógssandi, eftir úrbótum á lóðarmörkum. Umhverfisráð - 277 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ræða við bréfritara um frekari hugmyndir að úrbótum.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • 6.2 201602073 Fundargerðir 2016
    Til kynningar fundargerð HNE frá 9. mars 2016. Umhverfisráð - 277 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að kalla eftir nánari upplýsingum um í hvaða farvegi úrbætur á heitloftsþurrkun sjávarafurða á Dalvík eru í. Að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við framlagða fundargerð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 27. apríl 2016 óska þau Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir eftir afstöðu umhverfisráðs til breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar að Hamri. Umhverfisráð - 277 Erindið lagt fram til kynningar, en þar sem ekki liggur fyrir álit lögmanns sveitarfélagsins er afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Til umsagnar 670. mál frá nefndasviði Alþingis.
    Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. mál.


    Umhverfisráð - 277 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar telur ekki þörf á að sveitarfélagið sendi inn umsögn vegna ofnagreinds frumvarps til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
  • Til kynningar skipulagslýsing dags. 11. maí 2016 vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir Atvinnu- og íbúasvæði Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.
    Fyrirhugað er m.a. að stækka iðnaðar- , viðskipta- og þjónustusvæði.

    Umhverfisráð - 277 Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um hana hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Lögð fram tillaga að breytingum á aðalskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík ásamt umhverfisskýrslu. Á breytingarblaðinu er einnig gert ráð fyrir vegtengingu á milli Böggvisbrautar og Upsa yfir Brimnesá. Einnig lagðir fram minnispunktar frá opnum íbúafundi sem haldin var 10.05.2016 Umhverfisráð - 277 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar skal auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
  • Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða ásamt umhverfisskýrslu og minnispunktum frá opnum íbúafundi sem haldin var 10.05.2016. Umhverfisráð - 277 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt með 4 atkvæðum,Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.

    Helga Íris óskar eftir að eftirfarandi verði bókað:

    1. Skipulagsuppdráttur er í mkv. 1:10.000. Æskilegt væri að helstu framkvæmdarsvæði væru sýnd á nákvæmari uppdráttum svo allir skilmálar skili sér með skýrum hætti.

    2. Mörkun skipulagssvæðisins tel ég að nái of langt til suðurs. Skipuleggja ætti byggð við Sandskeið með þeirri byggð sem þar er sunnan við.

    3. Ekki eru færð nægilega sterk rök fyrir landfyllingu norðan við ferjubryggju ( 1.3). Æskilegt væri að strandlínan fengi að halda sér, en að gert yrði ráð fyrir aðgengi almennings.


    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

7.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2015.Síðari umræða.

Málsnúmer 201511136Vakta málsnúmer

Á 280. fundi sveitarstjórnar þann 4. maí s.l. var eftirfarandi bókað undir fyrri umræðu um ársreikning Dalvíkurbyggðar 2015:



"Til máls tók: Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi 2015.



Helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2015 eru: Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samstæða er neikvæð um kr. 4.119.000.

Rekstrarniðurstaða A- hluta er neikvæð um kr. 81.206.000. Gjaldfærð lífeyrisskuldbinding var kr. 62.246.000 en gert var ráð fyrir kr. 24.862.000.

Launakostnaður alls án lífeyrisskuldbindinga var kr. 23.363.000 umfram áætlanir.

Handbært fé frá rekstri A- og B- hluta samstæða kr. 199.341.000. Fjárfestingarhreyfingar A- og B- hluta samstæða kr. 90.488.000, nettó.

Lántaka A- og B- hluta samstæða kr. 0. Afborganir langtímalána A- og B- hluta samstæða kr. 149.286.000.

Skuldaviðmið er 69,2% fyrir A- og B- hluta.

Langtímaskuldir A- og B- hluta alls kr. 630.288.000, þar af kr. 248.444.909 vegna félagslegra íbúða eða 39,42%.



Fleiri tóku ekki til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2015 til síðari umræðu í sveitarstjórn."



Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason, sem gerði grein fyrir að engar breytingar hafa verið gerðar á ársreikningnum á milli umræðna í sveitarstjórn.





Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar 2015 ásamt ábyrgða- og skuldbindingayfirliti og áritar ársreikninginn því til staðfestingar.

8.Breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 - Hafnarsvæði Dalvík.

Málsnúmer 201602026Vakta málsnúmer

Á 277. fundi umhverfisráðs þann 13. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram tillaga að breytingum á aðalskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík ásamt umhverfisskýrslu. Á breytingarblaðinu er einnig gert ráð fyrir vegtengingu á milli Böggvisbrautar og Upsa yfir Brimnesá. Einnig lagðir fram minnispunktar frá opnum íbúafundi sem haldin var 10.05.2016

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar skal auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."



Enginn tók til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að auglýsa ofangreinda tillögu að breytingum á aðalskipulagi hafnarsvæði á Dalvík skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Á 277. fundi umhverfisráðs þann 13. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða ásamt umhverfisskýrslu og minnispunktum frá opnum íbúafundi sem haldin var 10.05.2016.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með 4 atkvæðum,Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.



Helga Íris óskar eftir að eftirfarandi verði bókað: 1. Skipulagsuppdráttur er í mkv. 1:10.000. Æskilegt væri að helstu framkvæmdarsvæði væru sýnd á nákvæmari uppdráttum svo allir skilmálar skili sér með skýrum hætti. 2. Mörkun skipulagssvæðisins tel ég að nái of langt til suðurs. Skipuleggja ætti byggð við Sandskeið með þeirri byggð sem þar er sunnan við. 3. Ekki eru færð nægilega sterk rök fyrir landfyllingu norðan við ferjubryggju ( 1.3). Æskilegt væri að strandlínan fengi að halda sér, en að gert yrði ráð fyrir aðgengi almennings. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."



Enginn tók til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að ofangreind tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð. Síðari umræða.

Málsnúmer 201410237Vakta málsnúmer

Á 280. fundi sveitarstjórnar þann 4. maí 2016 var eftirfarandi bókað:



"Á 47. fundi veitu- og hafnaráðs þann 27. apríl 2016 var eftirfarandi bókað: "Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi fært til bókar. "Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar." Nú hefur Ásgeir Örn Blandon Jóhannsson, lögfræðingur Dalvíkurbyggðar, yfirfarið drög að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð. Athugasemdir hans snéru einungis að minniháttar orðalagsbreytingum. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að senda Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar. " Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn. "



Enginn tók til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð.

11.Tillaga vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016; kjörskrá, kjördeildir og kjörstaður.

Málsnúmer 201605093Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga:



Tillaga vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016.





a)
Umboð til byggðarráðs Dalvíkurbyggðar til að staðfesta kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram fara þann 25. júni 2016 og fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir.



Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram fara þann 25. júní 2016. Jafnframt veitir sveitarstjórn byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár, sbr. ákvæði 27. gr. VI. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum.



b)
Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016, sbr. 10. gr. III. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 og sbr. 68. gr. XIII. kafla laga um kosningar til Alþingis með síðari breytingum



Sbr. 10. gr og 68. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.



Enginn tók til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu eins og hún liggur fyrir.

12.Sveitarstjórn - 280, frá 04.05.2016.

Málsnúmer 1605003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:39.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs