Byggðaráð

776. fundur 12. maí 2016 kl. 13:00 - 15:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun á samningi Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201510136Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.



Á 759. fundi byggðaráðs þann 19. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kl. 14:10. Á 198. fundi fræðsluráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað: "Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti gögn þau sem fylgdu fundarboði og varða samstarf Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Magnús hefur kynnt hugmyndir sínar varðandi framtíð skólanna fyrir stjórnendum í Fjallabyggð. Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndir Magnúsar og felur honum að setja niður á blað faglegan og fjárhagslegan ávinning af þeim. Fræðsluráð leggur til að Magnús kynni hugmyndirnar fyrir yfirstjórn Dalvíkurbyggðar." Til umræðu ofangreint. Magnús vék af fundi kl. 14:45.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að unnið verði að sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar með því markmiði að sameining taki gildi í upphafi skólaárs haustið 2016. Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda erindi samkvæmt ofangreindri bókun til bæjarráðs Fjallabyggðar. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt um hugsanlega sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 2. maí 2016, unnin af sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar.



Til umræðu ofangreint.



Fram kom að úttektin og ofangreint verður til umfjöllunar á fundi fræðsluráðs á morgun, föstudaginn 13. maí n.k.



Hlynur vék af fundi kl. 13:41.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í fræðsluráði og leggur til við sveitarstjórn að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra úttektar sem liggur fyrir.

2.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat stjórnenda janúar - mars 2016.

Málsnúmer 201604063Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil og mat stjórnenda Dalvíkurbyggðar hvað varðar mat á stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2016, janúar - mars.



Heilt yfir eru græn ljós en gul ljós eru við fjárhagsaðstoð, veikindalaun í leikskólum og Dalvíkurskóla, lífeyrisskuldbindingu, rautt ljós við snjómokstur þar sem framlag vegna snjómoksturs fyrir árið er uppurið.



Gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna launaáætlunar þar sem nýir kjarasamningar liggja fyrir að mestu.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra; Átaksverkefni á opnum svæðum 2016

Málsnúmer 201605075Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra, dagsett þann 10. maí 2016, þar sem óskað er eftir að ráða Jón Arnar Sverrison, garðyrkjufræðing, tímabundið til starfa í sumar, allt að þrjá mánuði, vegna átaksverkefnis á opnum svæðum.



Áætlaður kostnaður er um 1,6 m.kr. Fram kemur að svigrúm er á lið 11410-4396 til að mæta þessum kostnaði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi.

4.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Húsabakki, umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 201605014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 29. apríl 2016, þar sem fram kemur að Auðunn Bjarni Ólafsson sækir um sem forsvarsmaður fyrir Húsabakka ehf., kt. 540312-1170, endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitingu í Húsabakka, Svarfaðardal, 621. Dalvík. Sótt er um rekstrarleyfi gististaður; flokkur V.



Meðfylgjandi eru umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

5.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Uppbygging ferðamannastaða

Málsnúmer 201605072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 2. maí 2016, þar sem fram kemur að Samband íslenskra sveitarfélaga og Stjórnstöð ferðamála hafa komist að samkomulagi um að sambandið vinni að því, í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og verkefnisstjórn, sem skipuð verður á grundvelli laga um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, að tryggja yfirsýn um ástand og uppbyggingarþörf á ferðamannastöðum um land allt.



Til að samstarfið milli sambandsins og sveitarfélaga gangi sem best er þess óskað að hvert sveitarfélag tilnefni tengilið sem taki að sér að safna saman upplýsingum fyrir þessa áætlanagerð.



Fram kemur að sambandið hefur ráðið sérfræðing, Örn Þór Halldórsson, arkitekt, til að sinna verkefninu af þess hálfu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, verði tengiliður Dalvíkurbyggðar í þessu verkefni.

6.Frá Tækifæri; Aðalfundur Tækifæris 2016.

Málsnúmer 201605044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., dagsett þann 3. maí 2016, þar sem fram kemur að aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 17. maí n.k. á Akureyri og hefst fundurinn kl. 14:00.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar.

7.Frá Málræktarsjóði; Aðalfundur Málræktarsjóðs 2016

Málsnúmer 201605056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Málræktarsjóði, dagsett þann 6. maí 2016, þar sem fram kemur að aðalfundar sjóðsins verður haldinn föstudaginn 3. júní n.k kl. 15:00 á Hótel Sögu í Reykjavík. Dalvíkurbyggð hefur rétt að tilnefna fulltrúa í fulltrúaráðið. Tilnefningar þurfa að berast eigi síðar en 23. maí n.k.
Lagt fram.

8.Frá Flokkun ehf.; Aðalfundur Flokkunar 2016

Málsnúmer 201604145Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Flokkun Eyjafjörður ehf., dagsett þann 27. apríl 2016, þar sem boðað er til aðalfundar Flokkunar Eyjaförður þriðjudaginn 17. maí n.k. kl. 13:00 á Hótel Kea á Akureyri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 838

Málsnúmer 201603022Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 838 frá 29. apríl 2016.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs