Fræðsluráð - 205, frá 13.05.2016.

Málsnúmer 1605007

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 281. fundur - 17.05.2016

  • Til kynningar og umræðu er skýrsla um úttekt á hugsanlegri sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar unnin af Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs í Dalvíkurbyggð og Kristni J. Reimarssyni, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í Fjallabyggð. Fræðsluráð - 205 Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með vinnuna sem liggur að baki skýrslunni og styður áframhaldandi vinnu að sameiningu skólanna. Von fræðsluráðs er að sú hagræðing sem fæst við sameininguna komi fram í minni kostnaði sveitarfélagsins og þeirra sem nýta þjónustuna.
  • Á fundi sveitarstjórnar þann 4. maí s.l. samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessu máli aftur til fræðsluráðs til endurskoðunar.

    Fræðsluráð - 205 Fræðsluráð tók aðra umræðu um málið og stendur við fyrri ákvörðun sína sem var tekin að vel athuguðu máli og vísar málinu áfram til byggðaráðs. Nauðsynlegt er að eyða allri óvissu um framtíð Árskógarskóla. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.