Íþrótta- og æskulýðsráð

78. fundur 03. maí 2016 kl. 15:00 - 18:00 í félagsheimilinu Árskógi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
  • Helena Frímannsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Zbigniew Kolodziejczyk boðaði forföll og Helena Ragna Frímannsdóttir mætti í hans stað.

1.Skólastarf í Árskógi

Málsnúmer 201512115Vakta málsnúmer

Á 204. fundi fræðsluráðs var lagt til að ákvörðum um fyrirkomulag á rekstri félagsheimilisins Árskógar yrði vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs sem skoði málið samhliða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á komandi hausti.



Skýrsla starfshóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi lögð fram til kynningar.



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka málið samhliða gerð starfs- og fjárhagsáætlunar í haust.

2.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2016

Málsnúmer 201601147Vakta málsnúmer

Undir þessum lið og það sem eftir var fundar komu eftirfarandi aðilar á fundinn til að kynna niðurstöður ársreiknings og skýrslu sem og til samráðs um aðra þætti:

Einar Hafliðason - Þorsteinn Svörfuður

Kristján Ólafsson - UMFS

Ingibjörg María Ingvadóttir -Frjálsíþróttadeild UMFS

Margrét Víkingsdóttir - Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS

Eva Björg Guðmundsdóttir - Fimleikadeild UMFS

Stefán Garðar Níelsson - Dalvík-Reynir

Gísli Bjarnason og Marsibil Sigurðardóttir - Golfklúbburinn Hamar

Lilja Björk Reynisdóttir - Hestamannafélagið Hringur

Snæþór Arnþórsson - Skíðafélag Dalvíkur

Marinó Þorsteinsson - Ungmennafélagið Reynir

Elín B Unnarsdóttir - Sundfélagið Rán

Guðríður Sveinsdóttir - Blakfélagið Rimar

Kári Ellertsson - Framkvæmdarstjóri Skíðafélagsins og Golfklúbbsins.



Formaður bauð fundarmenn velkomna og boðið var upp á kaffiveitingar. Kvenfélaginu Hvöt eru færðar bestu þakkir fyrir góðar veitingar.



Í framhaldinu var umræða um eftirfarandi þætti:



Eineltisáætlanir íþróttafélaganna:

Farið var yfir stöðuna varðandi eineltisáætlanir íþróttafélaganna í Dalvíkurbyggð. Aðilar samþykkir því að það þurfi að skerpa á þessum hlutum og mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi stýra því verkefni og mun hann kalla saman félögin eftir þörfum.



Fræðsluakedemía:

Margrét Víkingsdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS, kynnti hvað er búið að gera í tengslum við verkefnið. Búið er að halda námskeið fyrir börn og ungmenni og eru aðilar sammála því að halda þurfi einnig utanum þjálfara.



Uppbygging á aðstöðu íþróttafélaganna:

Rætt um aðstöðumál og framtíðaruppbyggingu íþróttafélaganna.



3.Ársreikningar íþróttafélaga 2015

Málsnúmer 201603097Vakta málsnúmer

Gerðu fulltrúar íþróttafélaganna grein fyrir helstu verkefnum og lykiltölum í ársreikningum félaganna.



Almennt er blómlegt starf í öllum félögunum en fjárhagsleg staða þeirra misjöfn.



Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs þakkaði fundarmönnum kærlega fyrir fundinn og ítrekaði hversu dýrmætt það væri fyrir félögin að hafa sjálfboðaliða að störfum sem margir hverjir leggja mikið á sig.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
  • Helena Frímannsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi