Atvinnumála- og kynningarráð - 19, frá 04.05.2016.

Málsnúmer 1605001

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 281. fundur - 17.05.2016

  • Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 19 Frestað.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnir mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir þær deildir sem tilheyra atvinnumála- og kynningarráði.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 19 Lagt fram til kynningar.
  • Atvinnumála- og kynningarráð - 19 Atvinnumála- og kynningarráð lýsir ánægju sinni með alla þá atvinnuuppbyggingu sem á sér stað í sveitarfélaginu sem sýnir glöggt að almennur vöxtur á sér stað á svæðinu. Atvinnuhúsnæði hefur verið að rísa á Hauganesi, Árskógssandi, Árskógsströnd, Svarfaðardal og á Dalvík. Einnig er ánægjulegt að fyrir liggja umsóknir um atvinnulóðir.
  • Á síðsta fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Þorsteins Más Aðalsteinssonar, fyrir hönd fyrirtækisins Erlent ehf kt. 711008-1950, og Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 17.02.2016.

    Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með umsóknina og felur upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu á milli funda, miðað við umræður á fundinum. "

    Upplýsingafulltrúi leggur fram umbeðin gögn frá Erlent ehf. auk þess að leggja fyrir tillögu að hvatasamningi milli Dalvíkurbyggðar og Erlent ehf.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 19 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að ráðið muni leggja til við byggðaráð að gerður verði hvatasamningur við Erlent ehf. Atvinnumála- og kynningarráði er ljóst að fjárhæðir vegna hvatasamnings eru ekki á fjárhagsáætlun þessa árs.

    Áður en að gengið verður frá samningsdrögum þarf Erlent ehf að leggja fram nánari útlistun á gjöldum til Dalvíkurbyggðar sem til falla á næstu þremur árum.

    Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
  • Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. apríl var eftirfarandi bókað:

    "Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að SVOT greiningin verði hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sveitarfélagsins og að unnið verði áfram með hana á milli funda ráðsins."

    Upplýsingafulltrúi leggur fram tillögu að SVOT greiningu fyrir Dalvíkurbyggð.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 19 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með fjórum atkvæðum SVOT greininguna eins og hún liggur fyrir með breytingum sem hafa verið gerðar á milli funda. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.