Byggðaráð

775. fundur 04. maí 2016 kl. 08:15 - 09:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans Lilja Björk Ólafsdóttir mætti í hans stað.

1.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2015.

Málsnúmer 201511136Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Akureyri, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Valdís Guðbrandsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, Haukur Gunnarsson, varamaður í sveitarstjórn og Heiða Hilmarsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, kl. 08:15.



Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar voru boðaðar á fundinn undir þessum lið.



Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2015.



Rekstrarniðurstaða samstæðu er neikvæð um kr. 4.119.000. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 199.341.000. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru kr. 116.214.000, söluverð eigna var kr. 25.747.000. Lántaka var kr. 0 og afborgun lána kr. 149.286.000.



Börkur vék af fundi kl. 9:05 til annarra starfa.

Eyrún vék af fundi kl. 09:35 til annarra starfa.

Valdís vék af fundi kl. 09:42 til annarra starfa.



Þorsteinn G., Haukur, Heiða, viku af fundi kl. 09:45.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2015 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs