Sveitarstjórn

349. fundur 20. september 2022 kl. 16:15 - 17:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
 • Helgi Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
 • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1037, frá 08.09.2022

Málsnúmer 2209003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 1 er sér liður; 202208067
Liður 5 er sér liður; 202209014
Liður 6 er sér liður; 202204134
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1038, frá 15.09.2022

Málsnúmer 2209006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 6 er sér liður; 202209046.
Liður 9 er sér liður; 202209059.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

3.Félagsmálaráð - 260; frá 08.09.2022

Málsnúmer 2209002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; 202209028
Liður 19 er sér liður á dagskrá; 202109128.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

4.Fræðsluráð - 273, frá 14.09.2022

Málsnúmer 2209004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

5.Skipulagsráð - 1; frá 14.09.2022

Málsnúmer 2209005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 1 er sér liður; 202209037
Liður 3 er sér liður; 202209054.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

6.Umhverfisráð 2022 - 375, frá 05.09.2022

Málsnúmer 2208009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 20 liðum.
Liður 11 er sér liður; 202206130.
Til máls tóku:
Helgi Einarsson um 4. lið og 7. lið sem leggur til að 4. lið verði vísað til byggðaráðs.
Gunnar Kristinn Guðmundsson um 4. lið sem leggur til að liðnum verði vísað til umhverfis- og dreifbýlisráðs.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa 4. lið til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til umhverfis- og dreifbýlisráðs að taka lið 7 aftur til umfjöllunar og afgreiðslu þegar drög að framkvæmdaleyfi með skilmálum liggja fyrir. Málið færi síðan að nýju fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

7.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 116, frá 26.08.2022

Málsnúmer 2208002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 2 er sér liður; 202208113.
Liður 3 er sér liður; 202208073.
Liður 4 er sér liður; 202208106.
Liður 5 er sér liður; 202206084; 8 tl. hönnun og tilboð í nýjan stiga er sér liður,
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá 1037. fundi byggðaráðs þann 08.09.2022; Fjárhagsáætlun 2022; heildarviðauki II

Málsnúmer 202209014Vakta málsnúmer

Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2022 ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 6. september sl. Fram kemur að búið er að setja inn alla viðauka sem gerðar hafa verið og/eða samþykktir á árinu 2022 samkvæmt töflu í minnisblaðinu. Íbúatala í Dalvíkurbyggð er sett inn miðað við stöðuna 05.09.2022 sem er 1899. Áætluð verðbólga árið 2022 er hækkuð úr 5,9% í 7,5% samkvæmt Þjóðhagsspá. Áætluð rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er tap kr. -77.958.000. Áætluð rekstrarniðurstaða A- hluta (Aðalsjóðs og Eignasjóðs) er tap kr. -74.110.000. Upprunaleg áætlun 2022 fyrir A- og B- hluta gerði ráð fyrir tapi kr. -9.068.000. Heildarviðauki I 2022 gerði ráð fyrir tapi að upphæð kr. -35.123.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2022 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2022 eins og hann liggur fyrir.

9.Frá 1038. fundi byggðaráðs þann 15.09.2022; Viðaukabeiðni vegna niðurfellingu á húsaleigu

Málsnúmer 202209059Vakta málsnúmer

Á 1038. fundi byggðaráðs þann 15. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 12. september sl. þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. -354.723 til lækkunar á lið 04580-4410 vegna húsaleigu til Menntaskólans á Tröllaskaga þar sem ekki er lengur verið að innheimta fyrir húsaleigu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2022, lækkun á lið 04580-4410 um kr. -354.723, þannig að hann verður kr. 0. Byggðaráð samþykkir að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. -354.729 við lið 04580-4410 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

10.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2023 Á fundi byggðaráðs þann 1. september sl. voru kynnt fyrstu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2023. Drögin voru lögð fram til kynningar og vísað til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs. Meðfylgjandi eru uppfærð drög að forsendum frá síðasta fundi.

b) Tillaga að fjárhagsramma 2023 #2 Á fundi byggðaráðs þann 1. september sl. voru kynnt fyrstu drög að fjárhagsramma fyrir árið 2023 vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Drögin voru lögð fram og næstu drögum vísað til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga #2 að fjárhagsramma 2023. Drögin byggja á fyrirliggjandi fjárhagsgáætlun 2022 með viðaukum en búið er að taka út þá viðauka er varða eingöngu árið 2022 sem og að taka inn eða út einskiptisaðgerðir sem vitað er um. Afskriftir og vextir hafa verið uppfærðir í grunninn þannig að ramminn 2023 byggi sem best á réttum áætlunargrunni 2022. Jafnframt fylgja með til upplýsingar fyrsta keyrsla að launaáætlun 2023 niður á deildir, rekstrarreikningur 2023 skv. fjárhagsramma og yfirlit yfir viðauka 2022 og breytingar á áætlunargrunni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að forsendum við fjárhagsáætlun 2023; drög #2
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu #2 að fjárhagsaramma 2023 með þeirri breytingu að bætt verði við rammann 20 m.kr. í málaflokk 09 vegna gerðar aðalskipulags og deiliskipulaga.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og forsendur með fjárhagsáætlun 2023 eins og þær nú liggja fyrir.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2023 með þeirri breytingu að bætt verði 20 m.kr. í málaflokk 09 vegna aðalskipulags og deiliskipulaga.

11.Frá 116. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26. ágúst 2022; Fjárhagsáætlun 2023; ýmislegt frá íbúaráði og íbúum á Árskógssandi - töluliður 8

Málsnúmer 202206084Vakta málsnúmer

Á 116. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi, móttekið þann 20. júní 2022, þar sem komið er á framfæri óskum um ýmis mál í 22 liðum. Um er að ræða m.a. ljósastaura, göngustíga, hreinsistöð, bakkinn við Ægisgötu, leikvöll, lýsingu, stiga við Hríseyjarbryggju, krana og dekk á bryggjunni, lausagöngu dýra, malbikun, þjóðveginn, öryggismál, lýsingu og hreyfingu í höfninni, flotbryggju, hraðahrindanir, vegstubbinn frá Sjávargötu, bætt ásýnd fjörunnar, göngusvæði, torg og matjurtagarða. Ekki er um tæmandi lista að ræða. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu áfram sem hér segir; Veitu- og hafnaráð; liður 3, 8,9,10, 14,15 og 16.Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð samþykkir að vísa liðum 3, 8,9,10, 14,15 og 16 úr framkomnu erindi frá íbúaráði Árskógssands til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs. Sviðsstjóra er falið að hanna og fá tilboð í nýjan stiga sbr. lið 8. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Sveitastjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að hanna og fá tilboð í nýjan stiga við Hríseyjarbryggju við höfnina á Árskógssandi. sbr. 8. lið erindisins, með þeim fyrirvara að kostnaðurinn rúmist innan fjárheimildar Hafnasjóðs.

12.Frá 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september 2022; Nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild v. Dalvíkurskóla o.fl.

Málsnúmer 202208067Vakta málsnúmer

Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gisli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:15. Á 1036. fundi byggðaráðs þann 1. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað: " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og framkvæmdaviðs: Minnisblað með tillögu að 100% starfi í Dalvíkurskóla. Drög að starfslýsingu, byggt á tillögu frá skólastjóra Dalvíkurskóla. Þarfagreining verkefna. Friðrik, Helga Íris, Gísli og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 15:09. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá eftirtaldar upplýsingar og gögn fyrir næsta fund byggðaráðs: Kostnaðargreiningu; launakostnaður, akstur, rekstur bifreiðar, viðbótarkostnað miðað við 100% starf. Starfslýsing; sundurliðun á verkefnum í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilinu Árskógi. Byggðaráð óskar eftir að fá lokatillögur frá framkvæmdasviði og fræðslu- og menningarsviði hvað varðar ofangreint inn á næsta fund." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn: Minnisblað, dagsett þann 7. septmber sl.- framhald á eldra minnisblaði. Útreikningar launafulltrúa varðandi launakostnað. Samantekt og greining sviðsstjóra á kostnaði vegna launa og bifreiðar. Yfirfarin starfslýsing; þar sem fram kemur sundurgreining hvaða verkefni á að vinna a) í Dalvíkurskóla, b) í Árskógarskóla, c) í félagsheimilinu Árskógi, d) sem sameiginleg verkefni á starfsstövðum Árskógar- og Dalvíkurskóla og e) sérstaklega í Dalvíkurskóla. Til umræðu ofangreint. Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 13:53. Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að samþykkja ofangreinda tillögu um nýtt 100% starf húsvarðar við Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilið Árskóg, Felix Rafn greiðir atkvæði á móti. Felix Rafn Felixson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd lista Framsóknar og félagshyggjufólks: Við viljum benda á að tvær þarfagreiningar liggja fyrir á störfum sem áður voru á höndum húsvarðar í Dalvíkurskóla. Önnur var gerð 2019 og sú seinni var gerð haustið 2021, í samráði við stjórnendur, kennara og starfsfólk Dalvíkurskóla. Heimild var frá upphafi fyrir hálfu stöðugildi til að vinna afmörkuð störf til að létta undir daglegri starfsemi skólans en var ekki nýtt. Eftir seinni þarfagreininguna var sett í fjárhagsáætlun fjármagn fyrir 63% starf sem ráðið var í síðasta haust. Sú fjárheimild er enn í gildi en ekki var ráðið aftur í stöðuna þegar starfsmaður sem ráðinn var síðasta haust sagði upp í apríl á þessum ári og lét af störfum við skólalok í vor. Við hvetjum skólastjóra til að ráða í þá stöðu sem nú þegar er í fjárhagsáætlun sem allra fyrst til að leysa þau störf sem þarf að vinna samkvæmt starfslýsingu. Brýnum verkefnum sem vinna þarf þangað til að starfsmaður verði ráðinn er hægt að útvista til að þetta mál tefji ekki fyrir eða hindri almennt skólastarf. Framundan er vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og því telur listi Framsóknar og félagshyggjufólks ekki tímabært að auka við fjármagn í eina stofnun á þessum tímapunkti þegar vitað er að stofnanir sveitarfélagins þurfa að horfa í hverja krónu við fjárhagsáætlungerðina. "
Til máls tóku:

Felix Rafn Felixson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Listi framsóknar og félagshyggjufólks vill bera fram þá tillögu um að þessari ákvörðun verði frestað og málið skoðað í tengslum við fjárhagsáætlunargerð sem nú er ný hafin."

Helgi Einarsson.


Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi bókun:
"Ákvörðun um að endurvekja húsvarðastöðu í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Árskógi var undirbyggð og mótuð á þremur byggðaráðsfundum og fjórum vinnufundum 7 starfsmanna þar sem ýmis sjónarhorn komu fram. Ákvörðunin í lokin er byggð á skilgreiningu verkefna sem þarf að vinna og þá í framhaldi hvar starfið er best vistað og stjórnað að okkar mati. Starfssemi Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Árskógs er um 31,6% af rekstrarútgjöldum. Nemendur eru um 270 og starfsmenn um 60 sem gera það að verkum að um 17% íbúa Dalvíkurbyggðar fara um þessi húsnæði og koma að daglegu starfi. Við teljum því forsvaranlegt að endurvekja starfið og vonum um leið að meiri sátt fáist í því mikilvæga starfi sem fer fram í Grunnskólum Dalvíkurbyggðar. Áréttað skal að aðrar stofnanir og húsnæði sveitarfélagsins njóta áfram liðsinnis Eigna og framkvæmdadeildar."


Felix Rafn Felixson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd lista Framsóknar og félagshyggjufólks:
"Það er skoðun okkar að sú ákvörðun að veita aukið fjármagn í rekstur Dalvíkurskóla sé ekki tímabær, sérstaklega þar sem Dalvíkurskóli er nú þegar farinn fram úr fjárheimildum sínum á þessu ári.
Það er ekki rétt að okkar mati að auka fjármagn við eina stofnun sveitarfélagsins á þessum tímapunkti þegar vinna við fjárhagsáætlun næsta árs er nýhafin og ekki víst að til sé fjármagn til að hækka fjárheimildir Dalvíkurskóla á nýju fjárhagsári."


Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn hafnar ofangreindri tillögu frá lista Framsóknar og félagshyggjufólks með 5 atkvæðum, Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði með tillögunni.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu og afgreiðslu byggðaráðs um nýtt 100% starf húsvarðar við Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilið Árskóg.
Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði á móti.

13.Frá 1038. fundi byggðaráðs þann 15. september 2022; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi Rimar

Málsnúmer 202209046Vakta málsnúmer

Á 1038. fundi byggðaráðs þann 15. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanningum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 12. september 2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi vegna dansleiks á Rimum 1. október nk. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

14.Frá 260. fundi félagsmálaráðs þann 08.09.2022; Reykjadalur 2022

Málsnúmer 202209028Vakta málsnúmer

Á 260. fundi félagsmálaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 26.08.2022 frá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Send er beiðni til sveitarfélaga um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Miðað er við að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði til jafns við einstaklinga frá viðkomandi svæði. Sumarið 2022 dvöldu 220 einstaklingar frá 30 sveitarfélögum í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Alls voru í sumarbúðum í Skagafirði 70 einstaklingar. Félagsmálaráð samþykkir samhljóða að greiða niður sumarbúðir í Reykjadal. "
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið að upphæð kr. 81.500 verði vísað á lið 02-11-9110.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

15.Frá 260. fundi félagsmálaráðs þann 08.09.2022; Aðgengisfulltrúar

Málsnúmer 202109128Vakta málsnúmer

Á 260. fundi félagsmálaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands dags. mars 2022 þar sem vakin er athygli á að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, félagsmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Öryrkjabandalag Íslands gera með sér samkomulag um samstarf. Um er að ræða átak sem felur í sér hvatningu ti sveitarfélaga um að vinna markvisst að úrbótum í aðgengismálum í samræmi við stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021. Mikilvægt er að fatlað fólk hafi aðgengi að samfélaginu til jafns við aðra og sveitarfélögin á Íslandi gegna lykilhlutverki við að ná því markmiði. Lagt fram til kynningar."
Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.
Helgi Einarsson.

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Þórhalla F. Karlsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, verði aðgengisfulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

16.Frá 1. fundi skipulagsráðs þann 14.09.2022; Umsókn um lóð - Ásholt 7 á Hauganesi

Málsnúmer 202209037Vakta málsnúmer

Á 1. fundi skipulagsráðs þann 14. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Í umsókn, dagsettri 7. september 2022, óskar Tomasz Rafal Motyl eftir því að fá úthlutaðri lóð við Ásholt 7 á Hauganesi. Skipulagsráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni við Ásholt 7 á Hauganesi.

17.Frá 1. fundi skipulagsráðs þann 14.09.2022; Dalvíkurlína 2 - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202209054Vakta málsnúmer

Á 1. fundi skipulagsráðs þann 14. september 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög Teiknistofu Arkitekta að vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna lagningar á Dalvíkurlínu 2. Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni, Rarik, Tengi hf, Minjastofnun Íslands og Skipulagsstofnun. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að vinnslutillögu, og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Akureyrarbæjar og Hörgársveitar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að vinnslutillögu og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Akureyrarbæjar og Hörgársveitar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

18.Frá 375. fundi umhverfisráðs 2022 þann 05.09.2022; msögn vegna skipulags á Árskógssandi. Vegna Laxóss

Málsnúmer 202206130Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs 2022 þann 5. september 2022 var eftirfarandi bókað:
"Í bréfi, dagsettu 24. júní 2022, óskar Hulda Soffía Jónasdóttir fyrir hönd Umhverfisstofnunar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um það hvort að sveitafélagið telji að áætluð starfsemi Laxóss ehf. við Öldugötu 31 Árskógssandi samræmist gildandi aðalskipulag sveitafélagsins hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og/eða hvort setja þurfi sér ákvæði í aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar starfsemi og tengdra framkvæmda. Einnig óskar stofnunin eftir upplýsingum um hvort sveitafélagið telji að áformaðar breytingar á deiliskipulagi vegna starfseminnar geti fallið undir óverulegar breytingar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða hvort hún falli undir 1. mgr. 43. gr. Þessi lóð, Öldugata 31, er á landnotkunarreit 703-A fyrir athafnasvæði og í gildi er deiliskipulag þar sem koma fram skilyrði um hámarksbyggingarmagn og stærð lóðar. Ekki hefur borist formleg beiðni um aðal- eða deiliskipulagsbreytingu og umhverfisráð getur því ekki tekið afstöðu að svo stöddu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirbúa íbúafund í Árskógi varðandi atvinnutækifæri á Árskógssandi 11. október. Í núgildandi deiliskipulagi á Árskógssandi er gert ráð fyrir lóðum undir atvinnustarfssemi sem afmarkast af Ægisgötu og Hafnargötu. "

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

19.Frá 116. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26.08.2022; Umsókn um heimlögn, kaldavatn

Málsnúmer 202208113Vakta málsnúmer

Á 116. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða umsókn. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

20.Frá 116. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26.08.2022; Umsókn um heimlögn, rotþró

Málsnúmer 202208073Vakta málsnúmer

Á 116. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Golfklúbburinn sækir um rotþró til að tengja við áhaldahús sem er í smíðum. Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða umsókn. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

21.Frá 116. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26.08.2022; Vatnsbrunnur á smábátabryggju Dalvíkur

Málsnúmer 202208106Vakta málsnúmer


Á 116. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi um að færa vatnsbrunn nær smábátahöfninni. Veitu- og hafnaráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að fela sviðsstjóra að framkvæma færslu á vatnsbrunni."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllunar og afgreiðslu kl. 17:05.
1. varaforseti tók við fundarstjórn.

Felix Rafn Felixson.
Helgi Einarsson sem leggur til að liðurinn verði staðfestur með þeim fyrirvara að verkefnið rúmist innan fjárheimilda.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs með þeim fyrirvara að framkvæmdin rúmist innan fjárheimilda veitu- og hafnaráðs , Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

22.Fundagerðir Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2022, fundargerð stjórnar frá 07.09.2022

Málsnúmer 202205203Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 17:10.

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses frá 7. september sl. - fundur nr. 61.
Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Nefndarmenn
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
 • Helgi Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
 • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs