Fjárhagsáætlun 2022; heildarviðauki II

Málsnúmer 202209014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1037. fundur - 08.09.2022

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2022 ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 6. september sl.
Fram kemur að búið er að setja inn alla viðauka sem gerðar hafa verið og/eða samþykktir á árinu 2022 samkvæmt töflu í minnisblaðinu. Íbúatala í Dalvíkurbyggð er sett inn miðað við stöðuna 05.09.2022 sem er 1899. Áætluð verðbólga árið 2022 er hækkuð úr 5,9% í 7,5% samkvæmt Þjóðhagsspá.

Áætluð rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er tap kr. -77.958.000.
Áætluð rekstrarniðurstaða A- hluta (Aðalsjóðs og Eignasjóðs) er tap kr. -74.110.000.

Upprunaleg áætlun 2022 fyrir A- og B- hluta gerði ráð fyrir tapi kr. -9.068.000. Heildarviðauki I 2022 gerði ráð fyrir tapi að upphæð kr. -35.123.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2022 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 349. fundur - 20.09.2022

Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2022 ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 6. september sl. Fram kemur að búið er að setja inn alla viðauka sem gerðar hafa verið og/eða samþykktir á árinu 2022 samkvæmt töflu í minnisblaðinu. Íbúatala í Dalvíkurbyggð er sett inn miðað við stöðuna 05.09.2022 sem er 1899. Áætluð verðbólga árið 2022 er hækkuð úr 5,9% í 7,5% samkvæmt Þjóðhagsspá. Áætluð rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er tap kr. -77.958.000. Áætluð rekstrarniðurstaða A- hluta (Aðalsjóðs og Eignasjóðs) er tap kr. -74.110.000. Upprunaleg áætlun 2022 fyrir A- og B- hluta gerði ráð fyrir tapi kr. -9.068.000. Heildarviðauki I 2022 gerði ráð fyrir tapi að upphæð kr. -35.123.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2022 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2022 eins og hann liggur fyrir.