Aðgengisfulltrúar

Málsnúmer 202109128

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 259. fundur - 01.07.2022

Tekið fyrir erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands dags. mars 2022 þar sem vakin er athygli á að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, félagsmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Öryrkjabandalag Íslands gera með sér samkomulag um samstarf. Um er að ræða átak sem felur í sér hvatningu ti sveitarfélaga um að vinna markvisst að úrbótum í aðgengismálum í samræmi við stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021. Mikilvægt er að fatlað fólk hafi aðgengi að samfélaginu til jafns við aðra og sveitarfélögin á Íslandi gegna lykilhlutverki við að ná því markmiði.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 260. fundur - 08.09.2022

Tekið fyrir erindi dags. 04.09.2022 frá Öryrkjabandalagi Íslands þar sem fjallað er um aðgengisfulltrúa sem og aðgengisstyrk frá ríkinu

Sveitarstjórn - 349. fundur - 20.09.2022

Á 260. fundi félagsmálaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands dags. mars 2022 þar sem vakin er athygli á að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, félagsmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Öryrkjabandalag Íslands gera með sér samkomulag um samstarf. Um er að ræða átak sem felur í sér hvatningu ti sveitarfélaga um að vinna markvisst að úrbótum í aðgengismálum í samræmi við stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021. Mikilvægt er að fatlað fólk hafi aðgengi að samfélaginu til jafns við aðra og sveitarfélögin á Íslandi gegna lykilhlutverki við að ná því markmiði. Lagt fram til kynningar."
Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.
Helgi Einarsson.

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Þórhalla F. Karlsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, verði aðgengisfulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.