Reykjadalur 2022

Málsnúmer 202209028

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 260. fundur - 08.09.2022

Tekið fyrir erindi dags. 26.08.2022 frá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Send er beiðni til sveitarfélaga um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Miðað er við að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði til jafns við einstaklinga frá viðkomandi svæði. Sumarið 2022 dvöldu 220 einstaklingar frá 30 sveitarfélögum í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Alls voru í sumarbúðum í Skagafirði 70 einstaklingar.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða að greiða niður sumarbúðir í Reykjadal.

Sveitarstjórn - 349. fundur - 20.09.2022

Á 260. fundi félagsmálaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 26.08.2022 frá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Send er beiðni til sveitarfélaga um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Miðað er við að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði til jafns við einstaklinga frá viðkomandi svæði. Sumarið 2022 dvöldu 220 einstaklingar frá 30 sveitarfélögum í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Alls voru í sumarbúðum í Skagafirði 70 einstaklingar. Félagsmálaráð samþykkir samhljóða að greiða niður sumarbúðir í Reykjadal. "
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið að upphæð kr. 81.500 verði vísað á lið 02-11-9110.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.