Úrslit sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí 2022

Málsnúmer 202205174

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 346. fundur - 08.06.2022

Katrín Sigurjónsdóttir gerði grein fyrir úrslitum sveitarstjórnarkosninganna í Dalvíkurbyggð samkvæmt greinargerð frá yfirkjörstjórn Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 15. maí 2022, um úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Dalvíkurbyggð þann 14. maí 2022.

B-listi Framsóknar og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð hlaut 240 atkvæði, 23,5% hlutfall atkvæða og 2 fulltrúa kjörna.
D-listi Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Dalvíkurbyggð hlaut 335 atkvæði, 32,8% hlutfall atkvæða og 2 fulltrúa kjörna.
K-listi Dalvíkurbyggðar hlaut 446 atkvæði, 43,7% hlutfall atkvæða og 3 fulltrúa kjörna.

Á kjörskrá voru 1435, greidd atkvæði voru 1072 og kosningaþátttaka því 74,7%.
Gildir atkvæðaseðlar voru 1021 eða 95,2%. Auðir seðlar voru 45 eða 4,2% af greiddum atkvæðum. Ógildir seðlar (en ekki auðir) voru 6 eða 0,6% af greiddum atkvæðum.

Yfirkjörstjórn hefur sent út tilkynningu til aðal- og varamanna sem kjörnir hafa verið í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 14. maí 2022.

Eftirtaldir frambjóðendur náðu kjöri sem aðalfulltrúar:
Helgi Einarsson, Dalbraut 8. 620 Dalvík (K).
Katrín Sif Ingvarsdóttir Öldugötu 6, 620. Dalvík (K).
Gunnar Kristinn Guðmundsson, Göngustaðakoti, 621. Dalvík (K).
Freyr Antonsson, Skógarhólar 26, 620. Dalvík (D).
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, Stórhólsvegi 4, 620. Dalvík (D).
Katrín Sigurjónsdóttir, Svarfaðarbraut 20, 620. Dalvík (B).
Lilja Guðnadóttir, Skógarhólum 22, 620. Dalvík (B).

Eftirtaldir frambjóðendur náðu kjöri sem varamenn í sveitarstjórn:
Haukur Arnar Gunnarsson, Ægisgötu 6, 620. Dalvík (K).
Elsa Hlín Einarsdóttir, Karlsbraut 9, 620. Dalvík (K).
Friðjón Árni Sigurvinsson, Dalbraut 12, 620. Dalvík (K).
Katrín Kristinsdóttir, Böggvisbraut 3, 620. Dalvík (D).
Jóhann Már Kristinsson, Skógarhólum 24, 620. Dalvík (D).
Felix Rafn Felixson, Hólavegi 7, 620. Dalvík. (B).
Monika Margrét Stefánsdóttir, Ægisgötu 5, 621. Dalvík (B).



Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.