Listi yfir birgja 2021 - drög

Málsnúmer 202205136

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1027. fundur - 19.05.2022

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að lista yfir birgja Dalvíkurbyggðar 2021 en Dalvíkurbyggð hefur á undanförnum árum birt yfirlit yfir helstu birgja með ársreikningi.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir drögin.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að listinn verði birtur með ársreikningi 2021 eins og undanfarin ár, þ.e. að fram komi upplýsingar um birgja / lánadrottna vegna innkaupa á vöru, þjónustu og framkvæmdum miðað við kr. 1.000.000 og meira.

Sveitarstjórn - 346. fundur - 08.06.2022

Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að lista yfir birgja Dalvíkurbyggðar 2021 en Dalvíkurbyggð hefur á undanförnum árum birt yfirlit yfir helstu birgja með ársreikningi. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir drögin.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að listinn verði birtur með ársreikningi 2021 eins og undanfarin ár, þ.e. að fram komi upplýsingar um birgja / lánadrottna vegna innkaupa á vöru, þjónustu og framkvæmdum miðað við kr. 1.000.000 og meira. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að listi yfir birgja ársins 2021 verði birtur með ársreikningi, samanber undanfarin ár, vegna innkaupa á vöru, þjónustu og framkvæmdum miðað við kr. 1.000.000 og hærra.