Málefna- og samstarfssamningur á milli D-lista og K-lista

Málsnúmer 202205176

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 346. fundur - 08.06.2022

Á fundinum lagði forseti sveitarstjórnar, Freyr Antonsson, fram undirritaðan málefna- og samstarfssamning á milli D-lista og K-lista, dagsettur þann 1. júní 2022.

Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem kynnti helstu áherslur samningsins.

Felix Rafn Felixson, sem leggur fram eftirfarandi tillögu frá B-lista:
a) Sveitarstjórn samþykkir að mótaðar verði reglur um styrki vegna varmadæluvæðingar á köldum svæðum í sveitarfélaginu og felur veitu- og hafnaráði eftirfylgni við verkefnið.
b) Sveitarstjórn samþykkir að haldið verði áfram vinnu við athugun á rekstrarhæfi og undirbúning smávirkjunar í Brimnesá sem tryggi sjálfbærni sveitarfélagsins um raforku og felur veitu- og hafnaráði eftirfylgni við verkefnið.

Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
c) B-listinn leggur til að samkvæmt sveitarstjórnarlögum vinni sveitarstjórnin saman að mótun stefnu um þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í sveitarfélaginu öllu, þéttbýli og dreifbýli. Stefnan verði gerð í íbúasamráði taki til fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar fyrir rekstur sveitarfélagsins. Lagt fram til afgreiðslu.

Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Helgi Einarsson.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra.

Fleiri tóku ekki til máls.
Málefnasamningurinn lagður fram til kynningar.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Felix Rafn Felixsyni fyrir hönd B-lista.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Felix Rafn Felixsyni fyrir hönd B-lista.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Katrínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd B-lista.