Framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar kjörtímabilið 2022-2026

Málsnúmer 202205192

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 346. fundur - 08.06.2022

Sveitarstjórnir skulu marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Ef sveitarfélög hafa með sér samvinnu um barnavernd er þeim heimilt að gera sameiginlega áætlun. Sjá nánar 9. gr. barnaverndarlaga.
Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra, sem leggur til að þessum lið verði vísað til félagsmálasviðs og sameiginlegrar barnaverndarnefndar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.