Byggðaráð

984. fundur 06. maí 2021 kl. 13:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá SSNE; Samtöl við sveitarfélög

Málsnúmer 202105012Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá SSNE í gegnum fjarfund Silja Jóhannesdóttir,verkefnastjóri, Rebekka K. Garðarsdóttir, verkefnastjóri, Vigdís Rún Jónsdóttir, verkefnastjóri menningarmála og Baldvin Valdemarsson, sviðsstjóri atvinnu- og byggðaþróunar, kl. 13:00.

Samkvæmt rafpósti dagsettum þann 27. apríl sl. frá SSNE kemur fram að í starfsáætlun ætli starfsfólk SSNE að heimsækja öll sveitarfélögin á árinu og vera í reglulegum samskiptum við þau.
Á árinu 2020 náði SSNE að heimsækja flest sveitarfélög og einnig hafa verið reglulegir fundir með SSNE og framkvæmdastjórunum.

Markmið fundarins er að kynna nýuppfærða sóknaráætlun SSNE svo og vera til almenns skrafs og ráðagerða.

Silja, Rebekka, Vigdís Rún og Baldvin viku af fundi kl. 13:40.
Lagt fram til kynningar og byggðaráðs vísar ofangreindri kynningu til umfjöllunar í fagráðum sveitarfélagsins.

2.Stytting vinnuviku hjá starfsmönnum í vaktavinnu

Málsnúmer 202010063Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Þórhalla Karlsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi og Hildur Birna Jónsdóttir, forstöðumaður Skammtímavistunar við Lokastíg, kl. 13:40.

a) Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 5. maí 2021, um styttingu vinnuviku hjá starfsmönnum í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Gísli Rúnar gerði grein fyrir framkvæmd á styttingunni og helstu niðurstöðum. Fram kom m.a. að samkvæmt Gullinbrúarskjali þá er áætlaður kostnaðarauki vegna þessa hjá Íþróttamiðstöðinni 2,6%. Kostnaður næst niður með kerfisbreytingum og með 25 mínútum í yfirvinnu sem eru ekki lengur í samningum.
b) Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 5. maí 2021, um styttingu vinnuviku hjá starfsmönnum í íbúðakjarnanum í Lokastíg. Þórhalla og Hildur Birna gerðu grein fyrir framvæmd á styttingunni og helstu niðurstöðum. Fram kom m.a. að til að mæta styttingu vinnuvikunnar hjá starfsmönnum þarf að ráða í 60% starf til viðbótar. Um er að ræða ýmsar breytingar eins og vægi vinnuskyldustunda, vaktahvata, hækkun á vaktaálagi á næturvöktum og stórhátíðardögum.

Gísi Rúnar, Þórhalla og Hildur Birna viku af fundi kl. 14:18.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Listi yfir birgja 2020

Málsnúmer 202104139Vakta málsnúmer

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var listi yfir birgja 2020 til umræðu og var afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærður listi með viðbótarskýringu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lista og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Starfsstöð Sýslumannins á Norðurlandi eystra á Dalvík

Málsnúmer 202105019Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Svavar Pálsson, Sýslumaður á Norðurlandi eystra,og Guðjón Björnsson, staðgengill Sýslumanns, kl. 14:30.

Til umræðu starfsstöð Sýslumannsins í Ráðhúsi Dalvíkur.

Svavar og Guðjón vék af fundi kl. 15:05.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum máli og hugmyndum til umfjöllunar í framkvæmdastjórn.

5.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Til allra sveitarstjórna varðandi fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 202104103Vakta málsnúmer

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 13. apríl 2021, þar sem fram kemur að óskað er eftir upplýsingum um stöðu fjármála sveitarfélaga á yfirstandandi ári. Meðal þeirra upplýsinga sem eru nauðsynlegar í þessu sambandi eru fjárhagsáætlanir með viðaukum sem gerðar hafa verið á árinu. Mikilvægt er að umbeðnar upplýsingar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. júní nk.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda umbeðnar upplýsingar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagstetur þann 19. apríl 2021 þar sem vísað er til ofangreinds bréf ráðuneytisins og óskað er eftir að eftirfarandi upplýsingum um A-hluta verði skilað til ráðuneytisins;
1. Fjárhagsáætlun með samþykktum viðaukum

2. Yfirlit yfir útsvar fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun

3.Yfirlit yfir laun fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun

4. Yfirlit yfir fjárhagsaðstoð fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun

5. Yfirlit yfir fjárfestingu í varanlegum rekstrarfjármunum fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um rekstarleyfi veitinga frá Artic Sea tours - Hafnarbraut 22

Málsnúmer 202105011Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; rafpóstur dagsettur þann 3. maí 2021, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi frá Artic Sea tours vegna Hafnarbrautar 22 á Dalvík, flokkur II.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreint leyfi með fyrirvara um umsagnir frá slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

7.Frá SSNE; Ársþing apríl 2021

Málsnúmer 202103145Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá ársþingi SSNE, vefþing 16. og 17. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.

Málsnúmer 202104170Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. apríl 2021, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk.

Lagt fram til kynningar.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerð stjórnar nr. 896

Málsnúmer 202102014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 896 frá 26. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Stöðumat stjórnenda janúar - mars 2021

Málsnúmer 202104110Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðumat stjórnenda vegna janúar - mars 2021; staða bókhalds, rekstur og fjárfestingar, í samanburði við áætlanir.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs