Skóladagatöl skólanna 2021 - 2022

Málsnúmer 202102023

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 256. fundur - 10.02.2021

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir fyrstu drög að skóladagatali skólanna fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Umræður um skóladagatöl. Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs og stjórnendum skólanna að halda áfram vinnu við þau samkvæmt umræðum á fundinum.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri fór af fundi kl. 08:55

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 24. fundur - 12.02.2021

Magnús G. Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir fyrstu drög að skóladagatali TÁT fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 257. fundur - 10.03.2021

Skóladagatöl skólanna lögð fram til umræðu.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð felur Gísla Bjarnasyni og formanni að greina kostnað og meta tillögur í samráði við skólastjórnendur fyrir næsta fund ráðsins.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 25. fundur - 26.03.2021

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir og kynnti skóladagatal TÁT fyrir næsta skólaár.
Skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2021 - 2022 samþykkt samhljóða með tveimur greiddum atkvæðum

Fræðsluráð - 258. fundur - 26.03.2021

Umræður um skóladagatal á Kríló 2021 - 2022.
Lagt fram til kynningar. Allir sammála um að leggja skóladagatal Krílakots fyrir skólaárið 2021 - 2022 fram á næsta fundi fræðsluráðs með þeim skýringum sem komu fram á fundinum.

Fræðsluráð - 259. fundur - 14.04.2021

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri leikskólans á Krílakoti, lögðu fram skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2021 - 2022
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Krílakots

Fræðsluráð vísar málinu til umfjöllunar í Byggðaráði og til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar

Byggðaráð - 983. fundur - 29.04.2021

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Á 259. fundi fræðsluráðs þann 14. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri leikskólans á Krílakoti, lögðu fram skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Krílakots. Fræðsluráð vísar málinu til umfjöllunar í Byggðaráði og til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum tillögum að skóladagatali.

Gísli vék af fundi kl. 13:35.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur fræðsluráðs að skóladagatölum eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 336. fundur - 12.05.2021

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.
Á 259. fundi fræðsluráðs þann 14. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri leikskólans á
Krílakoti, lögðu fram skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm
atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Krílakots.
Fræðsluráð vísar málinu til umfjöllunar í Byggðaráði og til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum tillögum að skóladagatali.
Gísli vék af fundi kl. 13:35.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur fræðsluráðs að skóladagatölum eins og þær
liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar".
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur fræðsluráðs að skóladagatölum eins og þær liggja fyrir.