Sveitarstjórn

333. fundur 16. mars 2021 kl. 16:15 - 16:49 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir 1. varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, mætti í hans stað.

Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 977, frá 01.03.2021

Málsnúmer 2102011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11. liðum.

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagskrá.
2. liður
3. liður sér liður á dagskrá.

  • Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:52.

    Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að sveitarfélagið auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.

    Til umræðu innihald og áherslur auglýsingar miðað við gildandi húsnæðisáætlun.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 977 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að setja upp auglýsingu og auglýsa eftir stofnframlagi í samræmi við reglur sveitarfélagsins og umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16.20.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 978, frá 11.03.2021

Málsnúmer 2103006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13. liðum.

Til afgreiðslu:
8. liður er sér liður á dagskrá.
9. liður.

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:21.

Enginn tók til máls.
  • Á 977. fundi byggðaráðs þann 1. mars sl. var sveitarstjóra falið að fá upplýsingar um kostnað við úttekt AVH. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra þá er kostnaðurinn allt að kr. 409.500 án vsk.

    Á viðhaldsáætlun Eignasjóðs er gert ráð fyrir kr. 200.000 vegna Gamla skóla. Metið er að hægt sé að mæta ofangreindum kostnaði innan ramma viðhalds Eignasjóðs, ef á reynir.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 978 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindan kostnað og felur vinnuhópnum að halda áfram með verkefnið. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 61, frá 03.03.2021

Málsnúmer 2103001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir um 1. lið.
Lagt fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 248, frá 09.03.2021

Málsnúmer 2103005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7. liðum. Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 257, frá 10.03.2021

Málsnúmer 2103004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.

Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 5. lið.
Dagbjört Sigurpálsdóttir, um 5. lið.
Þórhalla Karlsdóttir, um 5. lið.
Lagt fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 129, frá 02.03.2021

Málsnúmer 2102010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2. liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

7.Menningarráð - 84, frá 05.03.2021

Málsnúmer 2103002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2. liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

8.Umhverfisráð - 350, frá 05.03.2021

Málsnúmer 2103003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5. liðum.

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagskrá.
3. liður sér liður á dagskrá.
4. liður sér liður á´dagskrá.

Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 102, frá 12.03.2021

Málsnúmer 2103007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá 977. fundi byggðaráðs þann 01.03.2021; Ósk um viðauka við launaáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2021

Málsnúmer 202102165Vakta málsnúmer

Á 977. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 26. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við launaáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga vegna nýrra kjarasamninga sem voru samþykktir í lok desember 2020. Í fjárhagsáætlun 2021 var gert ráð fyrir launaskriði til að mæta nýjum kjarasamningum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 4.229.442, sem er nettó upphæðin þegar búið er að taka tillit til hlutdeildar Fjallabyggðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan launaviðauka að upphæð kr. 4.229.442, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2021, deild 04540. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 4.229.442 nettó við deild 04540 vegna kjarasamningsbreytinga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

11.Frá 978. fundi byggðaráðs þann 11.03.2021; Samningur um raforkusölu

Málsnúmer 202103039Vakta málsnúmer

Á 978. fundi byggðaráðs þann 11. mars 2021 var til umfjöllunar samningur um raforkusölu á milli Dalvíkurbyggðar og Orkusölunnar ehf. Byggðaráð samþykkti samninginn samhljóða með 3 atkvæðum og vísaði honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan samning um raforkusölu og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

12.Frá 977. fundi byggðaráðs þnn 1. mars 2021; Framkvæmdasvið - auglýsingar starfa.

Málsnúmer 202012055Vakta málsnúmer

Á 977. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2021 var eftirfarandi bókað og samþykkt;
"Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar sl. var til umfjöllunar ráðning sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Sú tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að hafna öllum umsækjendum um starfið og auglýsa það að nýju.

Á 331. fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar sl. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að bjóða sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs nýtt starf byggingar- og skipulagsfulltrúa á hinu nýja sviði. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs mun ekki þiggja boð um starf byggingar- og skipulagsfulltrúa.

Fyrir liggur því að auglýsa þarf 2 nýjar stöður; sviðsstjóri framkvæmdasviðs og byggingar- og skipulagsfulltrúi.

Til umræðu auglýsingar um ofangreindar stöður.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra úrvinnslu málsins og auglýsa ofangreind störf í samræmi við umræður á fundinum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

13.Frá 350. fundi umhverfisráðs þann 05.03.2021; Umsókn um lóð

Málsnúmer 202102163Vakta málsnúmer

Á 350. fundi umhverfisráðs þann 5. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi sem dagsett er 24.02.2021, sækir Óðinn Gunnarsson um sumarhúsalóð nr. 9a við götu B3 á Hamarsvæðinu.
Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda umbeðna lóð. Gatnagerðagjöld leggjast á lóðina þegar fyrir liggur hver kostnaður við þá framkvæmd er. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á sumarhúsalóð nr. 9a við götu B3 á Hamarsvæðinu.

14.Frá 350. fundi umhverfisráðs þann 05.03.2021; Sjóvarnir í Dalvíkurbyggð 2019-2023

Málsnúmer 201811045Vakta málsnúmer

Á 350. fundi umhverfisráðs þann 5. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Siglingasviði Vegagerðarinnar dagsett 10. febrúar 2021 vegna sjóvarnar við Sandskeið. Þar er ítrekað að upptekt á núverandi landi framan við byggð stangast á við lög um sjóvarnir. Ef fjarlægja eigi land munu framkvæmdaráform Vegagerðarinnar um byggingu sjóvarnar á um 100 m kafla sunnan hafnar Dalvíkur falla niður. Í minnisblaði sveitarstjóra frá 28.02.2021 kemur fram að umhverfisráð og sveitarstjórn hafi miðað við uppdrátt af aðalskipulaginu sem ekki er í gildi en aðalskipulaginu var breytt árið 2016. Rétti uppdrátturinn sýnir aðra og nýja legu varnargarðs við Sandskeið. Neðanmáls í minnisblaðinu eru taldir upp þrír valkostir A, B og C. Lagt er til að leið C verði farin en það er leið sem Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur lagt áherslu á. Fannar Gíslason, starfsmaður Vegagerðar ríkisins kom á fundinn í síma kl 8:55 símtalinu lauk 9:00.

Umhverfisráð samþykkir með fjórum atkvæðum að leið C verði farin, Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá við afgreiðslu erindis og vill að bókað sé að hún undri sig á því að ríkisstofnun stilli sveitarfélaginu upp við vegg með þessum hætti. Ráðið leggur til að reynt verði að koma fyrir gönguleið með stalli sjávar megin í sjávarvörnina og slík tillaga verði kynnt fyrir ráðinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að leið C verði farin.

15.Frá 350. fundi umhverfisráðs þann 05.03.2021; Friðland Svarfdæla Verndar- og stjórnunaráætlun 2017-2026

Málsnúmer 201611002Vakta málsnúmer

Á 350. fundi umhverfisráðs þann 5. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dagsett 26. febrúar 2021. Þar er bent á að drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla hafi verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum við áætlunina er til og með 26. mars 2021. Óskað er eftir að vakin sé athygli á þessu á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem hlekkur á áætlunina kæmi fram. Lilja Bjarnadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Umhverfisráð fagnar því að vinnu við gerð verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla sé að ljúka og samþykkir hana með fjórum samhljóða atkvæðum fyrir sitt leyti. Ráðið óskar eftir að Dalvíkurbyggð fái lengri tíma til að aðlaga sig að þeim breytingum sem fram koma í grein 3.4.3. Malarnám og jarðvegstippur á bls. 17 í áætluninni"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla og ósk um að Dalvíkurbyggð fái lengri tíma til að aðlaga sig að þeim breytingum sem fram koma í grein 3.4.3.

Fundi slitið - kl. 16:49.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir 1. varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs