Byggðaráð

977. fundur 01. mars 2021 kl. 15:00 - 17:02 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdasvið, auglýsingar

Málsnúmer 202012055Vakta málsnúmer

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar sl. var til umfjöllunar ráðning sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Sú tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að hafna öllum umsækjendum um starfið og auglýsa það að nýju.

Á 331. fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar sl. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að bjóða sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs nýtt starf byggingar- og skipulagsfulltrúa á hinu nýja sviði. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs mun ekki þiggja boð um starf byggingar- og skipulagsfulltrúa.

Fyrir liggur því að auglýsa þarf 2 nýjar stöður; sviðsstjóri framkvæmdasviðs og byggingar- og skipulagsfulltrúi.

Til umræðu auglýsingar um ofangreindar stöður.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra úrvinnslu málsins og auglýsa ofangreind störf í samræmi við umræður á fundinum.

2.Bygging leiguíbúða og stofnframlag; auglýsing

Málsnúmer 202102112Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:52.

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að sveitarfélagið auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.

Til umræðu innihald og áherslur auglýsingar miðað við gildandi húsnæðisáætlun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að setja upp auglýsingu og auglýsa eftir stofnframlagi í samræmi við reglur sveitarfélagsins og umræður á fundinum.

3.Frá fræðslu- og menningarsviði; Ósk um viðauka við launaáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2021

Málsnúmer 202102165Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn kl. 16:00.

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 26. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við launaáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga vegna nýrra kjarasamninga sem voru samþykktir í lok desember 2020. Í fjárhagsáætlun 2021 var gert ráð fyrir launaskriði til að mæta nýjum kjarasamningum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 4.229.442, sem er nettó upphæðin þegar búið er að taka tillit til hlutdeildar Fjallabyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan launaviðauka að upphæð kr. 4.229.442, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2021, deild 04540.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Frá 332. fundi sveitarstjórnar þann 23.02.2021; Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 349. fundi umhverfisráðs þann 5. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað: "Lögð var fram kynning með fimm útfærslum á nýtingu göturýmis fyrir akbrautir, gangstéttir og hjólaleið gegnum þéttbýli Dalvíkur. Umhverfisráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 18.12.2020. Umhverfisráð hefur yfirfarið framlagða kynningu og velur valkost 1 til að setja fram í deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, þar sem að sú tillaga kæmi til með að þjóna íbúum best og stuðla að mestu umferðaröryggi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til byggðaráðs til frekari skoðunar vegna kostnaðaráhrifa á sveitarfélagið. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að vísa málinu til byggðaráðs til frekari skoðunar."
Byggðaráð vísar ofangreindu til sveitarstjóra til skoðunar.

5.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.

Málsnúmer 202102138Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 18. febrúar 2021, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. mars 2021 nk.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Málsnúmer 202102154Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 22. febrúar 2021, þar sem Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

7.Tillaga minni sveitarfélaga - Frumvarp um íbúalágmark

Málsnúmer 202102158Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Starfshópi minni sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 23. febrúar 2021. Þar er kynnt tillaga sem hópur minni sveitarfélaga hefur unnið í því skyni að hún gæti komið í stað íbúalágmarks. Þá með það að markmiði að styrkja og efla sveitarstjórnarstigið, ekki hvað síst með sameiningum. Að tillögunni standa um 20 sveitarfélög en vonir eru bundnar við að fulltrúar fleiri sveitarfélaga sjái tækifæri í að senda inn umsögn um frumvarpið og styðja tillöguna. Umsagnarfrestur hefur verið framlengdur til 1. mars 2021.

Lagt fram til kynningar.

8.Frá nefndasviði Alþingis; Til umagnar frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.

Málsnúmer 202102164Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 24. febrúar 2021, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umagnar frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar - 2021

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 24. febrúar 2021.

Lagt fram til kynningar.

10.Vinnuhópur um Gamla skóla og Friðlandsstofu

Málsnúmer 202102064Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð 2. fundar vinnuhóps um Gamla skóla og Friðlandsstofu frá 24. febrúar 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fá upplýsingar um kostnað við úttekt AVH.

11.Frá SSNE; Fundargerðir stjórnar 2021

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 21 frá 27. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:02.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs