Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 978, frá 11.03.2021

Málsnúmer 2103006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 333. fundur - 16.03.2021

Fundargerðin er í 13. liðum.

Til afgreiðslu:
8. liður er sér liður á dagskrá.
9. liður.

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:21.

Enginn tók til máls.
  • Á 977. fundi byggðaráðs þann 1. mars sl. var sveitarstjóra falið að fá upplýsingar um kostnað við úttekt AVH. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra þá er kostnaðurinn allt að kr. 409.500 án vsk.

    Á viðhaldsáætlun Eignasjóðs er gert ráð fyrir kr. 200.000 vegna Gamla skóla. Metið er að hægt sé að mæta ofangreindum kostnaði innan ramma viðhalds Eignasjóðs, ef á reynir.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 978 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindan kostnað og felur vinnuhópnum að halda áfram með verkefnið. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.