Friðland Svarfdæla Verndar- og stjórnunaráætlun 2017-2026

Málsnúmer 201611002

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 285. fundur - 02.12.2016

Til kynningar drög að verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla frá Umhverfisstofnun dags. 03. nóvember 2016.
Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar líst vel á drögin og gerir ekki athugasemdir.

Umhverfisráð - 350. fundur - 05.03.2021

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dagsett 26. febrúar 2021. Þar er bent á að drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla hafi verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum við áætlunina er til og með 26. mars 2021.

Óskað er eftir að vakin sé athygli á þessu á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem hlekkur á áætlunina kæmi fram.

Lilja Bjarnadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Umhverfisráð fagnar því að vinnu við gerð verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla sé að ljúka og samþykkir hana með fjórum samhljóða atkvæðum fyrir sitt leyti. Ráðið óskar eftir að Dalvíkurbyggð fái lengri tíma til að aðlaga sig að þeim breytingum sem fram koma í grein 3.4.3. Malarnám og jarðvegstippur á bls. 17 í áætluninni.

Sveitarstjórn - 333. fundur - 16.03.2021

Á 350. fundi umhverfisráðs þann 5. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dagsett 26. febrúar 2021. Þar er bent á að drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla hafi verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum við áætlunina er til og með 26. mars 2021. Óskað er eftir að vakin sé athygli á þessu á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem hlekkur á áætlunina kæmi fram. Lilja Bjarnadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Umhverfisráð fagnar því að vinnu við gerð verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla sé að ljúka og samþykkir hana með fjórum samhljóða atkvæðum fyrir sitt leyti. Ráðið óskar eftir að Dalvíkurbyggð fái lengri tíma til að aðlaga sig að þeim breytingum sem fram koma í grein 3.4.3. Malarnám og jarðvegstippur á bls. 17 í áætluninni"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla og ósk um að Dalvíkurbyggð fái lengri tíma til að aðlaga sig að þeim breytingum sem fram koma í grein 3.4.3.