Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 977, frá 01.03.2021

Málsnúmer 2102011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 333. fundur - 16.03.2021

Fundargerðin er í 11. liðum.

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagskrá.
2. liður
3. liður sér liður á dagskrá.

  • Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:52.

    Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að sveitarfélagið auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.

    Til umræðu innihald og áherslur auglýsingar miðað við gildandi húsnæðisáætlun.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 977 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að setja upp auglýsingu og auglýsa eftir stofnframlagi í samræmi við reglur sveitarfélagsins og umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16.20.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.