Dalvíkurhöfn, dýpkun við Austurgarð 2020.

Málsnúmer 202001061

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 92. fundur - 22.01.2020

Á fundinum voru kynnt drög að útboðsgögnum vegna dýpkunar við Austurgarð, en gögnin voru unnin hjá siglingasviði Vegagerðar ríkisins. Stefnt er á að verkið verði boðið út við fyrsta tækifæri.
Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að dýpkun í Dalvíkurhöfn verði gerð í samræmi við hönnun mannvirkisins þ.e. í -9,0 m. og þá stækkun á því svæði sem sviðsstjóri leggur til að dýpkað verði. Að öðru leyti þá samþykkir ráðið framlögð útboðsgögn með fimm samhljóða atkvæðum.

Sveitarstjórn - 321. fundur - 18.02.2020

Felix Rafn kom aftur inn á fundinn kl. 16:45
Á 92. fundi Veitu- og hafnaráðs þann 22. janúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á fundinum voru kynnt drög að útboðsgögnum vegna dýpkunar við Austurgarð, en gögnin voru unnin hjá siglingasviði Vegagerðar ríkisins. Stefnt er á að verkið verði boðið út við fyrsta tækifæri.

Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að dýpkun í Dalvíkurhöfn verði gerð í samræmi við hönnun mannvirkisins þ.e. í -9,0 m. og þá stækkun á því svæði sem sviðsstjóri leggur til að dýpkað verði. Að öðru leyti þá samþykkir ráðið framlögð útboðsgögn með fimm samhljóða atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Veitu- og hafnarráðs.

Veitu- og hafnaráð - 94. fundur - 01.04.2020

Með rafpósti var eftirfarandi sent til ráðsmanna þann 15.02.2020: "Ég sendi ykkur til upplýsingar niðurstöður tilboða í dýpkun. Það bárust tvö boð í verkið og í viðhengi fylgir bréf frá siglingasviði Vegagerðarinnar þar sem mælt er með að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Einnig sendi ég til ykkar bréf sem ég sendi til Skipulagsstofnunar og svar er komið en þar segir:

„Almennt er það svo að hafi verið tekið ákvörðun um að framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum þá þarf ekki að taka ákvörðun um hana aftur, sé framkvæmdinni ekki lokið, ef engar sérstakar breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdinni. Á það til dæmis við um endurnýjun leyfa eða þegar í upphafi voru veitt leyfi fyrir minna efnismagni en fjallað var um í matsskylduákvörðun og svo er sótt um frekari leyfi sem þó rúmast innan upphaflegrar matsskylduákvörðunar.“

Þetta svar segir að ef við eru innan þess magns sem tilkynnt var á sínum tíma þarf ekki að endurtaka tilkynningarferilinn. Það á hins vegar eftir að heyra í Umhverfisstofnun, sem getur tekið á.

Hvað varðar verktíma þá verður þetta verk líklega unnið á undan Akureyri þá líklega í lok apríl eða byrjun maí.

Að lokum er þessi kynning nægjanleg svo hægt sé að ganga frá verksamningi og hann svo kynntur í ráðinu ásamt því að óska eftir viðauka vegna þessa verks."

Nú liggur verksamningur vegna ofangreinds verks og einnig bréf frá Umhverfisstofnun sem veitir leyfi til þess að varpa upp gröfnu efni í hafið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan verksamning við Björgun hf.

Sveitarstjórn - 324. fundur - 21.04.2020

Á 94. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. apríl 2020 var lagður fram verksamningur vegna dýpkunar við austurgarð og einnig bréf frá Umhverfisstofnun sem veitir leyfi til þess að varpa upp gröfnu efni í hafið. Eftirfarandi var bókað:

"Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan verksamning við Björgun hf."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.