Sveitarstjórn

320. fundur 21. janúar 2020 kl. 16:15 - 16:52 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Kristján Hjartarson varamaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Dagbjört Sigurpálsdóttir, aðalmaður, boðaði forföll.
Kristján E. Hjartarson, varamaður, sat fundinn í hennar stað.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 930

Málsnúmer 2001001FVakta málsnúmer

Liðir 2, 4, og 9 eru sér liðir á dagskrá.

Annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

Til máls tóku:

Katrín Sigurjónsdóttir undir liðum 3 og 6.

Fleiri tóku ekki til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 931

Málsnúmer 2001006FVakta málsnúmer

Liðir 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10 eru sér liðir á dagskrá.

Annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 50

Málsnúmer 2001005FVakta málsnúmer

Liðir 1 og 3 eru sér liðir á dagskrá.

Annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 236

Málsnúmer 2001004FVakta málsnúmer

Liður 4 er sér liður á dagskrá.

Annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 245

Málsnúmer 1912011FVakta málsnúmer

Ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 116

Málsnúmer 2001002FVakta málsnúmer

Liður 2 er sér liður á dagskrá.

Annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Óveðrið í desember 2019

Málsnúmer 201912062Vakta málsnúmer

Á 930. fundi Byggðaráðs þann 9. janúar var m.a. eftirfarandi bókað:

"Þann 6. janúar sl. var haldinn rýnifundur viðbragðsaðila í Dalvíkurbyggð eftir óveðrið í desember. Samþykkt var á þeim fundi að óska eftir tilnefningum frá viðbragðsaðilum um aðalmann og varamann í Vettvangsstjórn viðbragðsaðila í Dalvíkurbyggð. Miðað sé við að hópurinn fundi árlega að lágmarki og fari yfir verklag og vinnuferla ef vá ber að höndum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að aðalmaður í vettvangsstjórn fyrir sveitarfélagið verði sveitarstjóri og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs verði varamaður."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

8.Umsókn um rekstrarleyfi Gregdalvik ehf

Málsnúmer 202001006Vakta málsnúmer

Á 930. fundi Byggðaráðs þann 9. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 2. janúar 2020, umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi veitinga í flokki III frá Gregdalvik ehf. kt. 691111-0910.

Fyrir liggur umsögn frá byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra sem gera ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé endurnýjað.

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201901098Vakta málsnúmer

Á 930. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 9. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram til kynningar fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. desember 2019.

Byggðarráð tekur samhljóða undir bókun í 2. lið fundargerðar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem "stjórnin hvetur ríkisstjórn Íslands, Alþingi, Landsnet og veitufyrirtæki til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja raforkuöryggi um allt land sem allra fyrst. Það er með öllu óásættanlegt að stór hluti íbúa landsbyggðarinnar búi við slíkt óöryggi sem raunin er. Stjórnvöldum ber skylda til að haga málum þannig að almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi við uppbyggingu og rekstur innviða sem eiga að tryggja öryggi og jafna búsetuskilyrði allra landsmanna"."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar tekur samhljóða undir ofangreinda bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

10.Vinnuhópur um húsnæðismál

Málsnúmer 202001027Vakta málsnúmer

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var m.a. þetta bókað:

"a) Undir þessum lið mættu á fundinn Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri félagsmálasviðs og Íris Daníelsdóttir innheimtufulltrúi kl. 10:30.

Rætt um íbúðir í eigu sveitarfélagsins og stöðu á útleigu.

Eyrún og Íris viku af fundi kl. 11:00.

a) Byggðaráð samþykkir að tvær eignir verði auglýstar til sölu: Kirkjuvegur 12 og Brimnesbraut 35 þegar leigutími íbúðanna rennur út. Leitað verði til fasteignasölu um verðmat. Innheimtufulltrúa falið að fylgja málinu eftir."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

11.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 201910144Vakta málsnúmer

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi vegna vanhæfis kl. 11:15.

Undir þessum lið mætti Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi á fundinn kl. 11:15.

Til umræðu drög að sérreglum Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta sem Atvinnumála- og kynningarráð samþykkti á fundi sínum 15. janúar sl. og vísaði til kynningar og umræðu í byggðaráði. Reglurnar eru unnar upp eftir samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Dalvíkurbyggð í desember.

Íris vék af fundi kl. 11:30.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drögin að sérreglum Dalvíkurbyggðar og vísar þeim með 2 atkvæðum til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 16:31 vegna vanhæfis.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að sérreglum Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta 2019 til 2020.

12.Fjölmenningarstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201802053Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fund kl. 16:32.

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var m.a. þetta bókað:

"Vinnuhópurinn hefur lokið störfum og með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar til kynningar.

Byggðaráð lýsir ánægju sinni með framkomna fjölmenningarstefnu og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa henni til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Til máls tóku:
Gunnþór E. Gunnþórsson

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framkomna Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar og þakkar vinnuhópi fyrir þeirra störf.

13.Afsláttur fasteignaskatts 2020 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 201912059Vakta málsnúmer

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Á 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019 var til umfjöllunar drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020.
Sveitarstjóra var falið að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir byggðaráð.

Með fundarboði fylgdu ný drög að reglunum og útreikningar þeim meðfylgjandi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fram lagðar reglur um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020 og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fram lagðar reglur um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020.

14.Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka.

Málsnúmer 202001045Vakta málsnúmer

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2020. Um er að ræða óbreyttar reglur frá fyrra ári.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir reglurnar samhljóða með 3 atkvæðum, með breytingum sem gerðar voru á fundinum, og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, fyrirliggjandi reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2020.

15.Umsókn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Árskógi

Málsnúmer 202001034Vakta málsnúmer

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 9. janúar 2020 þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir þorrablót í Árskógi 8. febrúar 2020.

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri gera ekki athugasemdir við umsóknina.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

16.Ósk um bílakaup fyrir fræðslu - og félagsmálasvið

Málsnúmer 201910010Vakta málsnúmer

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 var áætlað að endurnýja bíl á félagsmála- og fræðslusviði.

Búið er að ganga frá kaupum á nýrri bifreið innan fjárhagsramma. Þá óska sviðsstjórar eftir því að fá að selja gömlu bifreiðina að undangenginni auglýsingu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á gömlu bifreiðinni að undangenginni auglýsingu. Söluandvirðið komi inn í viðauka til hækkunar á handbæru fé þegar salan er um garð gengin."

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Þórhalla Karlsdóttir.
Gunnþór E. Gunnþórsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

17.Ósk um viðauka vegna viðhalds á dráttarvél ofl

Málsnúmer 202001044Vakta málsnúmer

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs dags. 13. janúar 2020, þar sem hann óskar eftir viðauka vegna viðgerðar á dráttarvél eigna- og framkvæmdadeildar.

Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 1/2020 við fjárhagsáætlun 2020 vegnar deildar 09510 lykill 4640 Eigna- og framkvæmdadeild, samtals kr. 500.000. Á móti komi til lækkunar á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 1/2020 við fjárhagsáætlun 2020 vegna deildar 09510 lykill 4640 Eigna- og framkvæmdadeild, samtals kr. 500.000. Á móti komi til lækkunar á handbæru fé.

18.Ósk um launaviðauka vegna veikinda starfsmanns.

Málsnúmer 202001053Vakta málsnúmer

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga dagsett 16. janúar 2019, ósk um launaviðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna veikinda starfsmanns.

Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 2/2020 við fjárhagsáætlun 2020 vegna launa hjá deild 4540, Tónlistarskólinn á Tröllaskaga. Viðaukinn er kr. 655.689 í heild og er hlutur Dalvíkurbyggðar í þeirri hækkun um 52% á móti hlutdeild Fjallabyggðar. Á móti komi til lækkunar á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 2/2020 við fjárhagsáætlun 2020 vegna launa hjá deild 04540, Tónlistarskólinn á Tröllaskaga. Viðaukinn er kr. 655.689 í heild og er hlutur Dalvíkurbyggðar í þeirri hækkun um 52% á móti hlutdeild Fjallabyggðar. Á móti komi til lækkunar á handbæru fé.

19.Beiðni um styrk til að efla neyðarvarnir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202001003Vakta málsnúmer

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Á 929. fundi byggðaráðs þann 9. janúar sl. var tekið fyrir erindi frá Eyjafjarðardeild Rauða krossins dagsett 19. desember 2019, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 2.000.000 króna til að efla neyðarvarnir í Dalvíkurbyggð.

Styrkurinn er ætlaður til búnaðarkaupa fyrir neyðarvarnakerru, þannig að á Dalvík verði fullnægjandi búnaður til að opna fjöldahjálparstöð. Búnaðarlisti kerrunnar fylgdi með erindinu.

Byggðaráð fól sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið og fyrirkomulag í nágrannasveitarfélögunum og lagði hann fram frekari upplýsingar um málið á fundinum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu. Ennþá er verið að vinna úr gögnum vegna óveðursins í desember og þar voru aðstæður mjög óvenjulegar fyrir Dalvíkurbyggð þar sem 50 manns voru á köldu svæði sem er ekki öllu jafna, í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn. Því telur byggðaráð ekki tímabært að ráðast í kaup á slíkum búnaði að svo stöddu. Byggðaráð telur að kortleggja þurfi stærra svæði með tilliti til fjölda kerra og aðgengi að þeim t.d. Eyþings svæðið."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

20.Fundargerðir AFE 2019

Málsnúmer 201904003Vakta málsnúmer

Á 50. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2020 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram til kynningar 241. fundargerð stjórnar AFE frá 13. desember 2019.

Umræður sköpuðust um 1. lið fundargerðar um raforkuflutninga og óveðrið vegna áhrifa langvarandi raforkuleysis á atvinnulífið. Ljóst er að tjón sumra fyrirtækja í Dalvíkurbyggð er mikið.

Á fundinum var einnig kynnt bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps eftir óveðrið í desember. Málin rædd.

Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir bókun stjórnar AFE í fyrsta lið fundargerðarinnar vegna óveðursins sem gekk yfir í desember:

Stjórn AFE lítur atburði síðustu sólarhringa grafalvarlegum augum og harmar að opinberir innviðir samfélagsins hafi brugðist í því veðuráhlaupi
sem nú gekk yfir. Þessi staða ætti ekki að koma á óvart, í yfir áratug hefur verið bent á nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku. Öryggi íbúa, hvar svo
sem þeir búa, þarf að vera forgangsmál þjóðarinnar. Ótryggt raforkukerfi og innviðir skapa aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar í nútíma samfélagi.

Einnig tekur Atvinnumála- og kynningarráð undir bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá 6. janúar sl.:

Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að flytja höfuðstöðvar Rarik inn á starfssvæði Rarik, t.d. á Norðurland, enda er það í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda að flytja opinber störf út á land."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar tekur samhljóða undir ofangreindar bókanir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps vegna óveðursins í desember.

21.Framfærslukvarði 2018

Málsnúmer 201801022Vakta málsnúmer

Á 236. fundi Félagsmálaráðs Dalvíkurbyggðar þann 14. janúar 2020 var eftirfarandi bókað:

"Félagsmálastjóri lagði fram tillögu að hækkun framfærslukvarða um 3.2% á milli áranna 2019-2020.

Félagsmálaráð samþykkir með 5 atkvæðum hækkunina."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu félagsmálaráðs.

22.Samningar við íþróttafélög 2020-2023

Málsnúmer 201901024Vakta málsnúmer

Á 116. fundi Íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar þann 7. janúar 2020 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram drög að samningum við íþróttafélögin. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er búinn að kynna samningsdrögin fyrir félögunum. Farið yfir þær athugasemdir sem komu fram og lagfærðar í samningum. Stefnt er að því að skrifa undir samningana á hátíðarfundi ráðsins þriðjudaginn 14. janúar 2020."

Drög að samningunum voru til kynningar í Byggðaráði á 930. fundi þann 9. janúar 2020. Endanlegir samningar við íþróttafélög 2020-2023 liggja nú fyrir og eru hér til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 16:43 vegna vanhæfis við umræður og afgreiðslu samnings við Golfklúbbinn Hamar.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samning við Golfklúbbinn Hamar 2020-2023 með 6 atkvæðum.

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fundinn kl. 16:44.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samninga 2020-2023 við eftirtalin íþróttafélög:
Ungmennafélag Svarfdæla
Ungmennafélagið Reyni
Ungmennafélagið Þorstein Svörfuð
Ungmennasamband Eyjafjarðar
Skíðafélag Dalvíkur
Hestamannafélagið Hring
Sundfélagið Rán
Blakfélagið Rima

23.Sveitarstjórn - 319

Málsnúmer 1912009FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 319. fundar sveitarstjórnar frá 19. desember 2019.

Fundi slitið - kl. 16:52.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Kristján Hjartarson varamaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri