Ósk um bílakaup fyrir fræðslu - og félagsmálasvið

Málsnúmer 201910010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 922. fundur - 08.10.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett 30. september 2019, beiðni um að í fjárhagsáætlun 2020 verði gert ráð fyrir kaupum á nýjum bíl fyrir sviðin en sá bíll sem sviðin hafa til umráða var nýskráður 2006 og er því kominn á endurnýjun.

Eyrún vék af fundi kl. 18:40.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2020-2023.

Byggðaráð - 931. fundur - 17.01.2020

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 var áætlað að endurnýja bíl á félagsmála- og fræðslusviði.

Búið er að ganga frá kaupum á nýrri bifreið innan fjárhagsramma. Þá óska sviðsstjórar eftir því að fá að selja gömlu bifreiðina að undangenginni auglýsingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á gömlu bifreiðinni að undangenginni auglýsingu. Söluandvirðið komi inn í viðauka til hækkunar á handbæru fé þegar salan er um garð gengin.

Sveitarstjórn - 320. fundur - 21.01.2020

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 var áætlað að endurnýja bíl á félagsmála- og fræðslusviði.

Búið er að ganga frá kaupum á nýrri bifreið innan fjárhagsramma. Þá óska sviðsstjórar eftir því að fá að selja gömlu bifreiðina að undangenginni auglýsingu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á gömlu bifreiðinni að undangenginni auglýsingu. Söluandvirðið komi inn í viðauka til hækkunar á handbæru fé þegar salan er um garð gengin."

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Þórhalla Karlsdóttir.
Gunnþór E. Gunnþórsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

Byggðaráð - 935. fundur - 27.02.2020

Á 931. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2020 heimilaði byggðaráð sviðsstjórum félagsmála- og fræðslusviðs sölu á gömlu bifreið sviðanna að undangenginni auglýsingu og að söluandvirðið komi inn í viðauka til hækkunar á handbæru fé þegar salan er um garð gengin.

Með fundarboði fylgdu upplýsingar um sölu bifreiðarinnar og fjárhagsfærslur henni tengdar í bókhaldi, frá aðalbókara.
Lagt fram til kynningar. Samkvæmt leiðbeiningum í stjórnsýsluúttekt gefur söluandvirðið ekki tilefni til viðauka.