Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Ósk um viðauka vegna viðhalds á dráttarvél.

Málsnúmer 202001044

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 931. fundur - 17.01.2020

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs dags. 13. janúar 2020, þar sem hann óskar eftir viðauka vegna viðgerðar á dráttarvél eigna- og framkvæmdadeildar.
Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 1/2020 við fjárhagsáætlun 2020 vegnar deildar 09510 lykill 4640 Eigna- og framkvæmdadeild, samtals kr. 500.000. Á móti komi til lækkunar á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 320. fundur - 21.01.2020

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs dags. 13. janúar 2020, þar sem hann óskar eftir viðauka vegna viðgerðar á dráttarvél eigna- og framkvæmdadeildar.

Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 1/2020 við fjárhagsáætlun 2020 vegnar deildar 09510 lykill 4640 Eigna- og framkvæmdadeild, samtals kr. 500.000. Á móti komi til lækkunar á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 1/2020 við fjárhagsáætlun 2020 vegna deildar 09510 lykill 4640 Eigna- og framkvæmdadeild, samtals kr. 500.000. Á móti komi til lækkunar á handbæru fé.