Beiðni um styrk til að efla neyðarvarnir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202001003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 930. fundur - 09.01.2020

Tekið fyrir erindi frá Eyjafjarðardeild Rauða krossins dagsett 19. desember 2019, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 2.000.000 króna til að efla neyðarvarnir í Dalvíkurbyggð.

Styrkurinn er ætlaður til búnaðarkaupa fyrir neyðarvarnakerru, þannig að á Dalvík verði fullnægjandi búnaður til að opna fjöldahjálparstöð. Búnaðarlisti kerrunnar fylgdi með erindinu.

Rauði krossinn heldur námskeið í Dalvíkurskóla þann 13. janúar nk. fyrir nýja sjálfboðaliða í neyðarvörnum, með það að leiðarljósi að efla neyðarvarnir á svæðinu. Rauði krossinn leggur út fyrir þeim kostnaði sem til fellur vegna öflunar og þjálfunar sjálfboðaliða á svæðinu en óskar eftir styrk vegna kaupa á kerrunni.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið og fyrirkomulag í nágrannasveitarfélögunum.

Byggðaráð - 931. fundur - 17.01.2020

Á 929. fundi byggðaráðs þann 9. janúar sl. var tekið fyrir erindi frá Eyjafjarðardeild Rauða krossins dagsett 19. desember 2019, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 2.000.000 króna til að efla neyðarvarnir í Dalvíkurbyggð.

Styrkurinn er ætlaður til búnaðarkaupa fyrir neyðarvarnakerru, þannig að á Dalvík verði fullnægjandi búnaður til að opna fjöldahjálparstöð. Búnaðarlisti kerrunnar fylgdi með erindinu.

Byggðaráð fól sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið og fyrirkomulag í nágrannasveitarfélögunum og lagði hann fram frekari upplýsingar um málið á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu. Ennþá er verið að vinna úr gögnum vegna óveðursins í desember og þar voru aðstæður mjög óvenjulegar fyrir Dalvíkurbyggð þar sem 50 manns voru á köldu svæði sem er ekki öllu jafna, í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn. Því telur byggðaráð ekki tímabært að ráðast í kaup á slíkum búnaði að svo stöddu. Byggðaráð telur að kortleggja þurfi stærra svæði með tilliti til fjölda kerra og aðgengi að þeim t.d. Eyþings svæðið.

Sveitarstjórn - 320. fundur - 21.01.2020

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Á 929. fundi byggðaráðs þann 9. janúar sl. var tekið fyrir erindi frá Eyjafjarðardeild Rauða krossins dagsett 19. desember 2019, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 2.000.000 króna til að efla neyðarvarnir í Dalvíkurbyggð.

Styrkurinn er ætlaður til búnaðarkaupa fyrir neyðarvarnakerru, þannig að á Dalvík verði fullnægjandi búnaður til að opna fjöldahjálparstöð. Búnaðarlisti kerrunnar fylgdi með erindinu.

Byggðaráð fól sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið og fyrirkomulag í nágrannasveitarfélögunum og lagði hann fram frekari upplýsingar um málið á fundinum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu. Ennþá er verið að vinna úr gögnum vegna óveðursins í desember og þar voru aðstæður mjög óvenjulegar fyrir Dalvíkurbyggð þar sem 50 manns voru á köldu svæði sem er ekki öllu jafna, í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn. Því telur byggðaráð ekki tímabært að ráðast í kaup á slíkum búnaði að svo stöddu. Byggðaráð telur að kortleggja þurfi stærra svæði með tilliti til fjölda kerra og aðgengi að þeim t.d. Eyþings svæðið."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.