Afsláttur fasteignaskatts 2020 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 201912059

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 929. fundur - 16.12.2019

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Byggðaráð - 931. fundur - 17.01.2020

Á 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019 var til umfjöllunar drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020.
Sveitarstjóra var falið að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir byggðaráð.

Með fundarboði fylgdu ný drög að reglunum og útreikningar þeim meðfylgjandi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fram lagðar reglur um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020 og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 320. fundur - 21.01.2020

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Á 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019 var til umfjöllunar drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020.
Sveitarstjóra var falið að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir byggðaráð.

Með fundarboði fylgdu ný drög að reglunum og útreikningar þeim meðfylgjandi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fram lagðar reglur um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020 og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fram lagðar reglur um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020.