Vinnuhópur um húsnæðismál

Málsnúmer 202001027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 931. fundur - 17.01.2020

Til kynningar fundargerð vinnuhóps um húsnæðismál frá 5. janúar 2020.
Tveimur liðum var vísað til frekari umfjöllun í byggðaráði:
a) Íbúðir í eigu sveitarfélagsins, staða.
b) Endurskoðun húsnæðisáætlunar.

a) Undir þessum lið mættu á fundinn Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri félagsmálasviðs og Íris Daníelsdóttir innheimtufulltrúi kl. 10:30.

Rætt um íbúðir í eigu sveitarfélagsins og stöðu á útleigu.

Eyrún og Íris viku af fundi kl. 11:00.
a) Byggðaráð samþykkir að tvær eignir verði auglýstar til sölu: Kirkjuvegur 12 og Brimnesbraut 35 þegar leigutími íbúðanna rennur út. Leitað verði til fasteignasölu um verðmat. Innheimtufulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

b) Endurskoðun húsnæðisáætlunar verði tekin fyrir á næsta fundi byggðaráðs.

Sveitarstjórn - 320. fundur - 21.01.2020

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var m.a. þetta bókað:

"a) Undir þessum lið mættu á fundinn Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri félagsmálasviðs og Íris Daníelsdóttir innheimtufulltrúi kl. 10:30.

Rætt um íbúðir í eigu sveitarfélagsins og stöðu á útleigu.

Eyrún og Íris viku af fundi kl. 11:00.

a) Byggðaráð samþykkir að tvær eignir verði auglýstar til sölu: Kirkjuvegur 12 og Brimnesbraut 35 þegar leigutími íbúðanna rennur út. Leitað verði til fasteignasölu um verðmat. Innheimtufulltrúa falið að fylgja málinu eftir."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Byggðaráð - 956. fundur - 24.09.2020

Tekin fyrir fundargerð vinnuhóps sveitarfélagsins um húsnæðismál frá 8. september 2020.
Með fundarboði fylgdu einnig drög að könnun meðal íbúa sveitarfélagsins á aldrinum 55 ára og eldri, á þörf fyrir íbúðarhúsnæði.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að könnun meðal íbúa sveitarfélagsins á aldrinum 55 ára og eldri og felur sveitarstjóra að taka málið áfram.