Fjölmenningarstefna Dalvíkurbyggðar, framhald á vinnu

Málsnúmer 201802053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 907. fundur - 16.05.2019

Árið 2017 og í byrjun árs 2018 var unnið að fjölmenningarstefnu fyrir Dalvíkurbyggð undir stjórn vinnuhóps um málefnið. Snemma árs 2018 var ákveðið að bíða með frekari vinnu þar til málstefna Dalvíkurbyggðar hefði litið dagsins ljós. Hún hefur nú verið samþykkt og því er nauðsynlegt að halda áfram vinnu við að móta fjölmenningarstefnuna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnu við Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar verði haldið áfram og að vinnuhópurinn verði áfram skipaður Gunnþóri Eyfjörð Gunnþórssyni, forstöðumanni safna og þjónustu-og upplýsingafulltrúa.

Byggðaráð - 931. fundur - 17.01.2020

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fundinn kl. 11:31.

Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí 2019 var eftirfarandi samþykkt:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnu við Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar verði haldið áfram og að vinnuhópurinn verði áfram skipaður Gunnþóri Eyfjörð Gunnþórssyni, forstöðumanni safna og þjónustu-og upplýsingafulltrúa."

Vinnuhópurinn hefur lokið störfum og með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar til kynningar.
Byggðaráð lýsir ánægju sinni með framkomna fjölmenningarstefnu og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 320. fundur - 21.01.2020

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fund kl. 16:32.

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var m.a. þetta bókað:

"Vinnuhópurinn hefur lokið störfum og með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar til kynningar.

Byggðaráð lýsir ánægju sinni með framkomna fjölmenningarstefnu og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa henni til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Til máls tóku:
Gunnþór E. Gunnþórsson

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framkomna Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar og þakkar vinnuhópi fyrir þeirra störf.

Fræðsluráð - 271. fundur - 29.06.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu atriði í Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.