Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201909094

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 327. fundur - 27.09.2019

Með innsendu erindi dags. 11. september 2019 óskar Kristján E. Hjartarsson eftir byggingarleyfi fyrir hönd Steypustöðvarinnar Dalvík ehf. eftir byggingarleyfi fyrir steypustöð samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Umhverfisráð - 330. fundur - 06.12.2019

Með innsendu erindi dags. 11. september 2019 óskar Kristján E. Hjartarsson eftir byggingarleyfi fyrir hönd Steypustöðvarinnar Dalvík ehf. samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Einnig fylgir framkvæmdaáætlun til tveggja ára þar sem umsækjandi ætlar að uppfylla gildandi lög og reglugerðir er varðar starfsemi Steypustöðvar Dalvíkur ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið byggingarleyfi og felur sviðsstjóra að afgreiða það.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að fylgja eftir framlagðri framkvæmdaáætlun umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 319. fundur - 19.12.2019

Frá 330. fundi umhverfisráðs þann 6. desember 2019.

"Með innsendu erindi dags. 11. september 2019 óskar Kristján E. Hjartarsson eftir byggingarleyfi fyrir hönd Steypustöðvarinnar Dalvík ehf. samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Einnig fylgir framkvæmdaáætlun til tveggja ára þar sem umsækjandi ætlar að uppfylla gildandi lög og reglugerðir er varðar starfsemi Steypustöðvar Dalvíkur ehf.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið byggingarleyfi og felur sviðsstjóra að afgreiða það.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að fylgja eftir framlagðri framkvæmdaáætlun umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson
Gunnþór E. Gunnþórsson
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.