Aðalskipulag Hörgársveitar 2010-2022 - kynning á tillögu á vinnslustigi

Málsnúmer 201912005

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 331. fundur - 14.12.2019

Til umsagnar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012 - 2024 á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin lýtur að íbúðarsvæði, efnistökusvæði og verslunar- og þjónustusvæði sem skilgreind verða í landi Glæsibæjar. Alls nær skipulagsbreytingin til 33,2 ha lands.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 319. fundur - 19.12.2019

Frá 331. fundi umhverfisráðs þann 14. desember 2019.

"Til umsagnar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012 - 2024 á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin lýtur að íbúðarsvæði, efnistökusvæði og verslunar- og þjónustusvæði sem skilgreind verða í landi Glæsibæjar. Alls nær skipulagsbreytingin til 33,2 ha lands.

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.