Jólaaðstoð 2019

Málsnúmer 201911064

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 235. fundur - 10.12.2019

Tekið fyrir erindi dags. 14. nóvember 2019 frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Hjálparstarfi kirkjunnar og Rauða krossinum við Eyjafjörð. Óskað er eftir fjárstyrk sem nýttur er í jólaaðstoð fyrir einstaklinga í Eyjafirði. Söfnunarfé er nýtt til kaupa á gjafakortum í verslanir á svæðinu. Samtals fengu 300 fjölskyldur og einstaklingar aðstoð á síðasta ári í Eyjafirði.
Félagsmálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000,- kr tekið af lið 02-11-9110.

Sveitarstjórn - 319. fundur - 19.12.2019

Frá 235. fundi félagsmálaráðs þann 10. desember 2019.

"Tekið fyrir erindi dags. 14. nóvember 2019 frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Hjálparstarfi kirkjunnar og Rauða krossinum við Eyjafjörð. Óskað er eftir fjárstyrk sem nýttur er í jólaaðstoð fyrir einstaklinga í Eyjafirði. Söfnunarfé er nýtt til kaupa á gjafakortum í verslanir á svæðinu. Samtals fengu 300 fjölskyldur og einstaklingar aðstoð á síðasta ári í Eyjafirði.

Félagsmálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000,- kr tekið af lið 02-11-9110."

Til máls tóku:
Þórhalla Karlsdóttir
Gunnþór E. Gunnþórsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs.