Fjarfundabúnaður í fundarsal í Ráðhúsi

Málsnúmer 201912058

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 929. fundur - 16.12.2019

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra dagsett 10. desember 2019, beiðni um að nýta eftirstöðvar á fjárhagsáætlun af liðum 21400-2810 og 21400-2850 til að bæta fjarfundabúnað í fundarsalnum Upsa í Ráðhúsi.

Samkvæmt bókhaldi er rúmlega 600.000 kr eftirstöðvar af þessum tveimur liðum samtals og samkvæmt upplýsingum frá tölvuumsjónarmanni er áætlaður kostnaður við búnaðinn um 600.000 kr m.v. þann búnað sem hann leggur til.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra. Tölvuumsjónarmanni falið að uppfæra fjarfundabúnað í Upsa og bæta fundaaðbúnað í Múla samkvæmt umræðum á fundinum.

Sveitarstjórn - 319. fundur - 19.12.2019

Frá 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019.

"Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra dagsett 10. desember 2019, beiðni um að nýta eftirstöðvar á fjárhagsáætlun af liðum 21400-2810 og 21400-2850 til að bæta fjarfundabúnað í fundarsalnum Upsa í Ráðhúsi.

Samkvæmt bókhaldi er rúmlega 600.000 kr eftirstöðvar af þessum tveimur liðum samtals og samkvæmt upplýsingum frá tölvuumsjónarmanni er áætlaður kostnaður við búnaðinn um 600.000 kr m.v. þann búnað sem hann leggur til.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra. Tölvuumsjónarmanni falið að uppfæra fjarfundabúnað í Upsa og bæta fundaaðbúnað í Múla samkvæmt umræðum á fundinum."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Guðmundur St. Jónsson
Gunnþór E. Gunnþórsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.