Bréf til hluthafa Tækifæris hf.

Málsnúmer 201912019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 929. fundur - 16.12.2019

Erindi frá Tækifæri hf. dagsett 3. desember 2019, þar sem stjórn Tækifæris hefur ákveðið að bjóða núverandi hluthöfum félagsins að kaupa nýtt hlutafé í hlutfalli við eign sína.

Í samþykktunum félagsins kemur fram að stjórn sé heimilt að hækka hlutafé í einu lagi eða í áföngum um allt að 300 m.kr. að nafnverði með áskrift nýrra hluta og á stjórnarfundi þann 31. október tók stjórn Tækifæris ákvörðun um að nýta þá heimild samkvæmt 2. grein samþykkta félagsins.

Hluthafar skulu tilkynna til félagsins hvort þeir ætla að taka þátt í hlutafjáraukningunni í síðasta lagi þann 20. desember 2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni.

Sveitarstjórn - 319. fundur - 19.12.2019

Frá 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019.

"Erindi frá Tækifæri hf. dagsett 3. desember 2019, þar sem stjórn Tækifæris hefur ákveðið að bjóða núverandi hluthöfum félagsins að kaupa nýtt hlutafé í hlutfalli við eign sína.

Í samþykktunum félagsins kemur fram að stjórn sé heimilt að hækka hlutafé í einu lagi eða í áföngum um allt að 300 m.kr. að nafnverði með áskrift nýrra hluta og á stjórnarfundi þann 31. október tók stjórn Tækifæris ákvörðun um að nýta þá heimild samkvæmt 2. grein samþykkta félagsins.

Hluthafar skulu tilkynna til félagsins hvort þeir ætla að taka þátt í hlutafjáraukningunni í síðasta lagi þann 20. desember 2019.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni."

Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, að taka ekki þátt í hlutafjáraukningu hjá Tækifæri hf.

Byggðaráð - 934. fundur - 13.02.2020

Tekið fyrir rafbréf frá Tækifæri hf. dagsett 4. febrúar 2020 hvar fram koma upplýsingar um hlutafjáraukningu sem staðfest var á stjórnarfundi Tækifæris þann 15. janúar 2020. Í hlutafjáraukningunni seldust allir hlutir en Dalvíkurbyggð var meðal þeirra hluthafa sem nýtti sér ekki rétt sinn til kaupa.

Nafnverðseign Dalvíkurbyggðar eftir hlutafjáraukninguna nemur 0,924% af heildarhlutafé félagsins.
Lagt fram til kynningar.