Lendingar á þyrlum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202305046

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Til umræðu lendingar á þyrlum og framkvæmdir því tengdu í landi Dalvíkurbyggðar.
Að gefnu tilefni bendir skipulagsráð á að lending á þyrlum í þéttbýli er háð samþykki Samgöngustofu auk samþykkis hlutaðeigandi sveitarfélags og lögregluyfirvalda.
Jafnframt bendir ráðið á að allar framkvæmdir utan lóðarmarka eru háðar samþykki landeiganda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 9. fundur - 11.05.2023

Til umræðu lendingar á þyrlum og framkvæmdir því tengdu í landi Dalvíkurbyggðar.
Umhverfis-og dreifbýlisráð tekur undir bókun skipulagsráðs frá 10. fundi ráðsins þann 10. maí 2023.

"Að gefnu tilefni bendir skipulagsráð á að lending á þyrlum í þéttbýli er háð samþykki Samgöngustofu auk samþykkis hlutaðeigandi sveitarfélags og lögregluyfirvalda. Jafnframt bendir ráðið á að allar framkvæmdir utan lóðarmarka eru háðar samþykki landeiganda."

Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.