Endurskoðun á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201909050

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 80. fundur - 22.09.2020

Katrín Sif Ingvadóttir formaður menningarráðs fór yfir hugmyndir er varða endurskoðun á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar sem þarf að endurskoða á hverju kjörtímabili.
Menningarráð leggur til að vinna við endurskoðun á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar fari fram á næsta fjárhagsári 2021.

Menningarráð - 82. fundur - 13.11.2020

Menningarráð hélt áfram umræðu um endurskoðun á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar
Menningarráð ætlar að hafa vinnufund vegna endurskoðunar á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar fljótlega í janúar 2021.

Menningarráð - 83. fundur - 29.01.2021

Áframhald vinnu við endurskoðun á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar
Menningarráð tekur næsta fund undir vinnu við endurskoðun á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar
Björk Hólm fór út af fundi kl. 10:15

Menningarráð - 84. fundur - 05.03.2021

Vinna við endurskoðun á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar
Menningarráð felur Katrínu Sif Ingvarsdóttur formanni og Gísla Bjarnasyni sviðsstjóra að ganga frá endanlegri stefnu samkvæmt þeim umræðum sem fóru fram á fundinum og leggja hana fram á fundi hjá ráðinu í maí 2021.

Menningarráð - 86. fundur - 25.05.2021

Endurskoðuð Menningarstefna Dalvíkurbyggðar lögð fyrir Menningarráð Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð samþykkir samhljóða Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar með tveimur greiddum atkvæðum og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 86. fundi menningarráðs þann 25. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Endurskoðuð Menningarstefna Dalvíkurbyggðar lögð fyrir Menningarráð Dalvíkurbyggðar. Menningarráð samþykkir samhljóða Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar með tveimur greiddum atkvæðum og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu menningarráðs að Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar.

Menningarráð - 100. fundur - 18.01.2024

Vinna við endurskoðun á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar skipulögð.
Menningarráð leggur til að tekinn verði einn fundur sérstaklega undir þetta mál.