Fjárhagsáætlun 2021; Ungó og ýmis umhverfismál

Málsnúmer 202009072

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur dagsett 7. september 2020 þar sem vakin er athygli á fimm atriðum sem mætti hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar 2021.
1. Hallandi gólf í Ungó verði fjarlægt.
2. Snyrtingar í Ungó verði lagfærðar.
3. Brú verði sett yfir hitaveiturörið á Svarfaðardalsá.
4. Gilið í Brimnesá verði gert að meira aðdráttarafli fyrir ferðafólk.
5. Miðbær Dalvíkur fái upplyftingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, Eignasjóðs og menningarráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarndi bókað.

Tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur dagsett 7. september 2020 þar sem vakin er athygli á fimm atriðum sem mætti hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar 2021. 1. Hallandi gólf í Ungó verði fjarlægt. 2. Snyrtingar í Ungó verði lagfærðar. 3. Brú verði sett yfir hitaveiturörið á Svarfaðardalsá. 4. Gilið í Brimnesá verði gert að meira aðdráttarafli fyrir ferðafólk. 5. Miðbær Dalvíkur fái upplyftingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, Eignasjóðs og menningarráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021
Umhverfisráð leggur eftirfarandi til.

3. Brú verði sett yfir hitaveiturörið á Svarfaðardalsá.
Ráðið leggur til að sótt verði um styrk í Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða til verkefnisins og að sett verði á fjárhagsáætlun 2021 20% framlag sveitarfélagsins til framkvæmdarinnar kr. 9.500.000,-

4. Gilið í Brimnesá verði gert að meira aðdráttarafli fyrir ferðafólk.
Umhverfisráð þakkar ábendinguna en telur að uppbygging á áningarstað í Brimnesgili sé ekki raunhæfur kostur sem stendur.

5. Miðbær Dalvíkur fái upplyftingu.
Umhverfisráð er sammála ábendingu bréfritara og telur að með fyrirhugaðri deiliskipulagningu þjóðvegarins í gegnum Dalvík muni miðbær Dalvíkur taka jákvæðum breytingum.

Menningarráð - 80. fundur - 22.09.2020

Tekin var fyrir rafpóstur frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur dags.07. september 2020.
1.Undirrituð leggur til að farið verði í (eða gefið leyfi fyrir) að hallandi gólf verði fjarlægt úr Ungó.
2.Undirrituð finnst löngu tímabært að farið verði í úrbætur á snyrtingum fyrir gesti í Ungó.

Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs og sviðsstjóra umhverfis og tæknisviðs dags. 16.09.2020.
1. Menningarráð telur kosti og galla við þessa framkvæmd og leggur áherslu á að málið verði unnið með hagsmunaðilum. Máli vísað til stjórnar Eignarsjóðs Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar þar sem þarf að velta fyrir sér nýtingarmöguleikum á húsnæði til framtíðar.

2. Menningarráð telur nauðsynlegt að fara í endurbætur á salernisaðstöðu í Ungó og vísar minnisblaði frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs til umfjöllunar í byggðarráði Dalvíkurbyggðar.