Frá Dalvíkurkirkju vegna fjárhagsáætlunar 2021; styrkur á móti fasteignagjöldum

Málsnúmer 202006119

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Dalvíkursóknar dagsett 29. júní 2020, þar sem óskað er eftir fjárstyrk á fjárhagsáætlun 2021 á móti fasteignagjöldum Dalvíkurkirkju.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Menningarráð - 80. fundur - 22.09.2020

Tekið var fyrir bréf frá sóknarnefnd Dalvíkurbyggðar dags. 29.06.2020. Undirritaður f.h. sóknanefndar óskar eftir fjárstyrk fjárhagsárið 2021, með niðurfellingu fasteignagjalda, eins og undanfarin ár.

Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 16.09.2020.
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum að Sóknarnefnd Dalvíkursóknar fái fjárstyrk sem er 170.000 kr. á fjárhagsárinu 2021 til að mæta kostnaði á fasteignagjöldum Dalvíkurkirkju og vísar málinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2021.