Fjárhagsáætlun 2021; salernisaðstaða í Ungó

Málsnúmer 202009071

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur dagsett 7. september 2020 þar sem óskað er eftir framkvæmdum og/eða viðbótum við salernisaðstöðu við aðalinngang í Ungó.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eignasjóðs og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Menningarráð - 80. fundur - 22.09.2020

Tekin var fyrir rafpóstur frá Leikfélagi Dalvíkur dags.07. september 2020. Þar sem þau óska eftir framkvæmdum og/eða viðbótum við salernisaðstöðu við aðalinngang í Ungó, sem þau deila með kaffihúsinu Gísli, Eiríkur, Helgi ehf.

Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs og sviðsstjóra umhverfis og tæknisviðs dags. 16.09.2020.
Menningarráð telur að það sé bráð nauðsynlegt að fara í endurbætur á salernisaðstöðu í Ungó og vísar minnisblaði sviðsstjóra fræðslu - og menningarmála til umfjöllunar í byggðarráði.