Fjárhagsáætlun 2021; beiðni um aukið fjármagn

Málsnúmer 202009075

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 15:02 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá Fiskideginum Mikla, samanber rafpóstur dagsettur þann 8. september (tilkynning um erindi barst 7. september 2020), þar sem óskað er eftir auknu fjármagni á fjárhagsáætlun 2021 sem yrði sérmerkt vegna 20 ára afmælis Fiskidagsins Mikla.

Einnig er mælt með að sveitarfélagið geri ráð fyrir auknum kostnaði vegna gæslu og til að efla svæðið í kringum tjaldstæðin.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Menningarráð - 80. fundur - 22.09.2020

Valdemar Þór Viðarsson vék af fundi kl. 12:05.
Tekin var fyrir rafpóstur frá Júlíusi Júlíusarsyni forsvarsmanni Fiskidagsins mikla dags. 08. september 2020. Þar sem undirritaður óskar eftir auknu fjárframlagi vegna 20 ára afmæli Fiskidagsins mikla.

Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 16.09.2020.

Valdemar Þór Viðarsson vék af fundi kl. 12:05.
Menningarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs að auka styrk til Fiskidagsins mikla deild 05710 á lykli 9145 úr 5.500.000 í 6.300.000 kr. vegna 20 ára afmælis Fiskidagsins mikla. Þessi viðbótar styrkur gildir eingöngu fjárhagsárið 2021. Til að mæta þeim kostnaði er lagt til að á næsta fjárhagsári lækki fjárhagsstyrkur hjá Styrkur og framlög deild 05810 á lykli 9145 Rekstrarstyrkir til Félagasamtaka og velferðastofnana úr 3.547.554 kr. í 2.747.554. kr.