Menningarráð

93. fundur 22. nóvember 2022 kl. 08:15 - 09:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Friðriksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðstjóri fræðslu- og menningarsvið
Dagskrá
Aðrir sem sátu fund: Björk Hólm Þorsteinsdóttir.

1.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2023.
Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum gjaldskrá safna, fyrir fjárhagsárið 2023.

2.Framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi- ósk um viðræður

Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir mögulegar breytingar á framtíðarfyrirkomulagi á rekstri Menningarhússins Berg.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagslegt stöðumat 2022(Málafl. 05)

Málsnúmer 202211112Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir fjárhagslegt stöðumat á söfnum í Dalvíkurbyggð, fjárhagsárið 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Breyting á opnunartíma Bókasafns Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202209008Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir það hvernig þetta fyrirkomulag hafi gengið.
Menningarráð, telur að þessi breyting á opnunartíma bókasafns hafi gengið vel. Menningarráð leggur til að þessi breyting verði til frambúðar.

5.Menningartengt jóladagatal

Málsnúmer 202211113Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, sagði frá Menningartengdu jóladagatali, sem gert er í samstarfi við Menningarfélagið Berg ses.
Lagt fram til kynningar. Menningarráði líst mjög vel á verkefnið.

6.Tillaga um vinnuhóp v. vinnustofu Gagarín hönnunarstofa

Málsnúmer 202210121Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir hverjir sitja í vinnuhópi v. vinnustofu Gagarín hönnunarstofu. Einnig kynnti Björk verkefnið fyrir ráðinu.
Lagt fram til kynningar
Björk Hólm, fór út af fundi kl. 09:30

7.Ósk um styrkveitingu

Málsnúmer 202209074Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn um styrk frá Leikfélagi Dalvíkur dags. 15. 09. 2022.
Menningarráð, samþykkir með þremur atkvæðum að styrkja leikfélag Dalvíkur um 375.000 kr. Svigrúm er í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022.

8.Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, upplýsti ráðið um stöðu mála varðandi húsnæðið Ungó.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Friðriksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðstjóri fræðslu- og menningarsvið