Byggðaráð

1081. fundur 28. september 2023 kl. 13:15 - 17:01 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202211062Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Frá 97. fundi menningarráðs þann 07.09.2023; Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Á 97. fundi menningarráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram drög að styrktarsamningi milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur.Niðurstaða:Menningarráð leggur til að samningur verði samþykktur í Byggðaráði og staðfestur í sveitastjórn. Sviðstjóra falið að vinna málið til Byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að samningi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Frístund; vegna fjárhagsáætlunar 2024.

Málsnúmer 202211126Vakta málsnúmer

Á 1077.fundi byggðaráðs þann 24. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs til fulltrúar úr fræðsluráði Benedikt Snær Magnússon, varaformaður Snævar Örn Ólafsson úr íþrótta- og æskulýðsráði og Friðrik Arnarsson, skólastjóri, kl. 14:00. Á 1068. fundi byggðaráðs þann 11. maí sl. var eftirfaradi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:15. Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 14:17. Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Úr málefna- og samstarfssamningi meirihluta;Hafið verði samtal um frekari nýtingu félagsmiðstöðvar fyrir fleiri aldurshópa, þar á meðal frístund" . Til umræðu ofangreint.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir minnisblaði frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla varðandi hugmyndir um flutning á Frístund úr Dalvíkurskóla yfir í Víkurröst. Byggðaráð óskar eftir að fá viðkomandi stjórnendur á fund byggðaráðs þann 8. desember nk. Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 7. desember sl. Lagt er til að stofnaður verði vinnuhópur um málið sem hefur það verkefni að ræða við alla sem koma að þessu verkefni. Gísli, Gísli Rúnar og Friðrik viku af fundi kl. 14:42. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna Frístundar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög sveitarstjóra að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Með fundarboði fylgdi vinnuskýrsla vinnuhópsins, dagsett í apríl 2023, ásamt fundargerðum vinnuhópsins. Vinnuhópinn skipa sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. formaður íþrótta- og æskulýðsráðs og formaður fræðsluráðs.
Helstu tillögur vinnuhópsins eru:
Að Frístund verði ekki flutt í Víkurröst heldur verði kjarnastarfsemi Frístundar áfram í Dalvíkurskóla.
Að ráðinn verði uppeldismenntaður forstöðumaður Frístundar sem jafnframt myndi veita forstöðu eða einhverskonar aðkomu/verkefnastjórn í félagsmiðstöð og sumarstarfi ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Hans helsta verkefni yrði að leiða faglegt starf í Frístund og Félagsmiðstöð. Áætlað hækkun kostnaðar vegna launa er um 10,5 m.kr.

Til umræðu ofangreint. Friðrik og Gísli Rúnar viku af fundi kl.14:07. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir vinnuna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir sameiginlegum fundi með fræðsluráði, íþrótta- og æskulýðsráði og sveitarstjórn til að ræða tillögur vinnuhópsins. Óskað er eftir að starfsmenn vinnuhópsins mæti á fundinn til að kynna tillögurnar.
Fulltrúar úr íþrótta-og æskulýðsráði og fræðsluráði viku af fundum kl. 14:32 Gísli Rúnar, Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 14:32. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til umfjöllunar í sveitarstjórn."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stjórnendur fræðslu- og menningarsviðs geri ráð fyrir óbreyttri stöðu frá því sem nú er í tillögum að fjárhagsáætlun 2024 en málið verði skoðað áfram - og það komi fram í starfsáætlun sviðsins.

4.Stefna í málefnum aldraða - upplýsingar um umsókn "Gott að eldast".

Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer

Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:00. Á 357. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað: Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 265. fundi félagsmálaráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Kjörnir fulltrúar óska eftir því að Stefna í málefnum aldraðra í Dalvíkurbyggð verði endurskoðuð. Niðurstaða:Félagsmálaráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur í stefnu um málefni aldraðra. Félagsmálaráð leggur til að einn fulltrúi frá hverjum flokki innan ráðsins verði í vinnuhópnum, Katrín Kristinsdóttir, Magni Þór Óskarsson, Lilja Guðnadóttir og starfsmenn félagsmálasviðs. Áætlað er að vinnuhópur muni kalla til hagsmunaaðila til umræðna um stefnuna. Vinna þarf erindisbréf fyrir vinnuhópinn og sækja um viðauka til byggðaráðs. Erindinu er því vísað til byggðaráðs til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 5 greiddum atkvæðum. Til umræðu ofangreind tillaga. Þórhalla vék af fundi kl. 14:26.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningu frá Dalbæ og HSN á Dalvík í vinnuhópinn, 1 fulltrúi frá hvorum aðila. Sviðsstjóri félagsmálasviðs starfi með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn kalli hagsmunaaðila til fundar og samráðs eftir því sem við á. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Fyrirliggja tilnefningar í vinnuhópinn frá Dalbæ ses. og HSN; Frá Dalbæ; Elísa Rún Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri. Frá HSN; Hildigunnur Jóhannesdóttir. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna endurskoðunar stefnu í málefnum aldraðra með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum. Breytingin snýr að því að vinnuhópurinn greini kostnað í málefnum aldraðra þannig að sveitarfélagið, Dalbær og HSN leggi fram upplýsingar hvert fyrir sig. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða ofangreinda tillögu að skipan í vinnuhópinn." Sviðsstjóri félagsmálasvið gerði grein fyrir vinnu starfshópsins og fór yfir drög að stefnu í málefnum aldraðra. Til umræðu ofangreint. Eyrún vék af fundi kl. 14:30.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar sviðsstjóra félagsmálasviðs fyrir yfirferðina. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra félagsmálasviðs að sækja um samstarf við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið vegna þróunarverkefna um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum, sjá auglýsingu á vef Stjórnarráðsins. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/08/Samthaett-thjonusta-i-heimahusum-Auglyst-eftir-tilraunaverkefnum-/ "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá sviðsstjóra félagsmálasviðs að umsókn var send inn og hún móttekin frá Dalvíkurbyggð en með þeirri athugasemd að það vanti staðfestingu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að umsóknin er komin í ferli innan HSN skv. upplýsingum frá sviðsstjóra félagsmálasviðs.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Beiðni um viðauka vegna tölvu- og hugbúnaðarmála

Málsnúmer 202305096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 27. september 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna viðbótarkostnaðar í kjölfar netárásar að upphæð kr. 5.095.324; annars vegar kr. 1.811.324 á lið 21400-2850 og hins vegar kr.3.284.000 á lið 21400-4331.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauki nr. 33 , að upphæð kr. 5.095.325 á deild 21400 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð veitir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs heimild til að undirrita samning við SecureIT.

6.Frá framkvæmdasviði; Beiðni um viðauka v. kaupa á vinnupöllum

Málsnúmer 202309096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, fyrir hönd framkvæmdasviðs, dagsett þann 27. september sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna kaupa á vinnupöllum fyrir Eigna- og framkvæmdadeild, að upphæð kr. 800.000 á lið 09510-2810.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2024.

7.Atvinnu- og kynningarmál 2023; tillögur / hugmyndir fyrir árið 2024 ?

Málsnúmer 202303179Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Arni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi kl. 15:33.

Til umræðu hugmyndir byggðaráðs um verkefni og áherslur er varðar atvinnu- og kynningarmál inn í starfs- og fjárhagsáætlun 2024.

Friðjón Árni vék af fundi kl. 16:10.
Lagt fram til kynningar.

8.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga; Úthlutun framlaga 2023 og 2024

Málsnúmer 202309108Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á:
a) Áætluðum framlögum Jöfnunarsjóðs 2023 til Dalvíkurbyggðar skv. nýjustu upplýsingum á vef sjóðsins. Hækkun er miðað við fyrri áætlanir um kr. -5.016.250 nettó; annars vegar kr. -8.360.852 vegna tekjujöfnunarframlags og hins vegar kr. 3.344.602 lækkun vegna útgjaldajöfnunarframlags.
b) Áætluðum framlögum Jöfnunarsjóðs 2024 til Dalvíkurbyggðar skv. upplýsingum á vef sjóðsins fyrir þau framlög þar sem ákvörðun um úthlutanir liggja fyrir. Miðað við áætluð framlög 2023 þá er hækkun á milli ára um 110 m.kr., þar af útgjaldajöfnunarframlagið um 70 m.kr.

Lagt fram til kynningar.

9.Frá 361. fundi sveitarstjórnar þann 19.09.2023; Kaup á fjárhúsum sunnan Ásgarðs.

Málsnúmer 202308103Vakta málsnúmer

Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræðum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins. b) Á 12. fundi skipulagsráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1079.fundi byggðaráðs þann 7.september sl. var tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræðum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.Niðurstaða byggðaráðs er eftirfarandi: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins.Niðurstaða:Skipulagsráð bendir á að fjárhúsin eru á reit 407-Ó samkvæmt gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.Svæði 407-Ó er óbyggt svæði sem skilgreint er sem framtíðarsvæði íbúabyggðar. Þar verði ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar. Norðan við svæðið er landnotkunarreitur 406-V fyrir verslun og þjónustu sem er ætlað er fyrir blandaða byggð verslunar og þjónustu við íbúa. Svæðið verður andlit bæjarins gagnvart aðkomu úr suðri. Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson sem leggur til að vísa áfram framtíð fjárhúsanna til skoðunar í byggðaráði. Fleiri tóku ekki til máls. a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna erindi um viðræður um kaup á fjárhúsum sunnan Ásgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja. b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta um að vísa áfram til skoðunar í byggðaráði framtíð fjárhúsanna."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna að hugsanlegum útfærslum.

10.Frá 361. fundi sveitarstjórnar þann 19.09.2023; Nýsköpunar- og þróunarsjóður 2023

Málsnúmer 202305057Vakta málsnúmer

Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september sl. var samþykkt tillaga forseta sveitarstjórnar um að Nýsköpunar- og þróunarsjóðurinn verði tekinn til endurskoðunar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sjóðurinn verði lagður niður.

11.Fundagerðir Starfs- og kjaranefndar 2023; fundur þann 19.09.2023

Málsnúmer 202301116Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 19. september sl.

Lagt fram til kynningar.

12.Mánaðarlegar skýrslur 2023; janúar - ágúst 2023.

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer


a) Staða bókhalds janúar - ágúst - rekstur.
b) Fjárfestingar og framkvæmdir janúar - desember - efnahagur og yfirlit yfir verklega stöðu framkvæmda.
c) Stöðugildi janúar - ágúst - rekstur.
d) Launakostnaður janúar - ágúst- rekstur.
e) Greidd staðgreiðsla janúar - ágúst - rekstur.
Frestað til næsta fundar.

13.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna stóðréttadansleiks

Málsnúmer 202309078Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir vék af fundi kl. 16:52 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 15. september sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi vegna Stóðréttadansleiks að Rimum 7. október nk.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir frá slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlitinu.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

14.Frá SSNE; Erindi til sveitarfélaga vegna Uppbyggingarsjóðs

Málsnúmer 202309088Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:55.

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 19. september sl., þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og er umsóknarfrestur til 18. október nk.
Óskað er eftir að vakin sé athygli á sjóðnum.
Lagt fram til kynningar og vísað til upplýsingafulltrúa.

15.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál.

Málsnúmer 202309099Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá nefnd og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 22. september sl, þar sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. október nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra; Fjárhagsáætlun HNE 2024

Málsnúmer 202309098Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsettur þann 22. september sl., þar sem fram kemur að Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra var samþykkt á 231 . fundi Heilbrigðisnefndar sem fram fór sl. miðvikudag, þann 20. september 2023
Áætlunun er meðfylgjandi, ásamt kostnaðarskiptingu sem sýnir framlög hvers sveitarfélags auk kynningarefnis frá nefndarfundinum.


Lagt fram til kynningar og vísað til upplýsingar í Umhverfis- og dreifbýlisráði.

17.Frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar; Haustfundur ALNEY, fundargerð, rekstraráætlun 2024

Málsnúmer 202309103Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar, dagsettur þann 26. sepember sl., þar sem meðfylgjandi er rekstráætlun fyrir árið 2024. Fram kemur að haustfundur var 26. september sl. í gegnum fjarfund.
Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfis- og dreifbýlisráðs til upplýsingar.

18.Frá BHS ehf.; Aðalfundur 2023

Málsnúmer 202309075Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá BHS ehf., dagsett þann 15. september sl., þar sem boðað var til aðalfundar 26. september sl. Eignarhlutur Dalvíkurbyggðar er 11,11%.
Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kannað verði með sölu á hlut Dalvíkurbyggðar í félaginu.

19.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir stórnar nr. 931. og nr. 932.

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 931 og nr. 932.
Lagt fram til kynningar.

20.Frá SSNE; Fundargerð stjórnar nr. 54.

Málsnúmer 202301151Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 54.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:01.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs