Byggðaráð

1033. fundur 14. júlí 2022 kl. 13:15 - 17:51 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Lilja Guðnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Leikfélagi Dalvíkur; Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Silja Dröfn Jónsdóttir, formaður Leikfélags Dalvíkur og Guðbjörg Anna Óladóttir, kl. 13:15.

Tekið fyrir erindi frá stjórn Leikfélags Dalvíkur, dagsett í júní 2022, þar sem fram kemur að félagið óskar eftir því að samningur um húsnæði og styrk Dalvíkurbyggðar verði endurskoðaður. Félagið óskar eftir að fá Ungó til afnota allt árið um kring en þó með þeim formerkjum að þriðji aðili, s.s. Gísli, Eiríkur, Helgi (kaffihús) geti fengið aðgang að húsinu til að efla menningu samfélagsins. Í erindinu er farið yfir þær hugmyndir sem Leikfélagið er með um starfsemi og viðburði félagsins í húsinu. Til að ná þessum árangri sem stefnt er að þá óskar félagið eftir að a.m.k. hluti af styrk félagsins sé ekki bundinn við það að setja upp leiksýningu.

Til umræðu ofangreint.

Silja Dröfn og Guðbjörg Anna viku af fundi kl. 13:37.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks, Helga kaffihúss á fund og fá þeirra álit.

2.Frá Leikfélagi Dalvíkur; Ósk um endurnýjun á styrktarsamningi milli leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202111015Vakta málsnúmer

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:45. Á 91. fundi menningarráðs þann 24. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að styrktarsamningi milli Leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar. Menningarráð felur sviðsstjóra að ganga frá endanlegum samningi og leggja hann fram til umræðu í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar." Í meðfylgjandi minnisblaði sviðsstjóra, dagsett þann 4. apríl sl. kemur fram að hann leggur til að samningurinn verði samþykktur. Ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þetta í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022. Reynt verður að mæta viðbótarkostnaði á sviðinu, þar sem að þetta er undir þeim viðmiðum um viðauka við fjárhagsáætlun. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum samningsdrögum. Byggðaráð frestar afgreiðslu til að afla nánari upplýsinga um þær ábendingar og vangaveltur sem komu upp á fundinum."
Lagt fram til kynningar.

3.Frá 271. fundi fræðsluráðs þann 29.06.2022; Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Á 271. fundi fræðsluráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu atriði í samningi við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra er falið að setja samning í endurskoðunarferli inn í Byggðaráð."

Meðfylgjandi fundarboði er gildandi samningur við HA, dagsettur þann 12. júní 2020 og er til þriggja ára. Hafi samningnum ekki verið sagt upp að þriggja ára samningstíma loknum framlengist hann um eitt ár og að hámarki tvisvar sinnum.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 7. júlí sl., þar sem fram kemur að á fyrsta fundi nýs fræðsluráðs var lagt til að endurskoða samning við HA um skólaþjónustu í Dalvíkurbyggð. HA hefur séð um innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar, kennsluráðgjöf samkvæmt beiðnum ásamt námsráðgjöf.
Sviðsstjóri leggur til að samningi við HA verði ekki sagt upp fyrir 1. ágúst 2022. Samningur verði endurskoðaður næsta skólaár með formlegu mati á gæðum skólaþjónustu sem unnið verði með fræðsluráði Dalvíkurbyggðar, starfsfólki skólanna og stjórnendum. Þeirri endurskoðun yrði lokið fyrir 1. maí 2023.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að fara yfir fyrirkomulag skólaþjónustu og hvort að núverandi samningur uppfyllir fyrirliggjandi þarfir og þær væntingar sem gerðar voru.

4.Frá Menningarfélaginu Bergi ses.; Framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi- ósk um viðræður

Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, kl. 14:05.
Freyr Antonsson, vék af fundi kl. 14:05, undir þessum lið vegna vanhæfis.

Á 1029. fundi byggðaráðs þann 21. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi ses, rafpóstur dagsettur þann 15. júní 2022, þar sem félagið óskar eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi í Menningarhúsinu Bergi. Freyr Antonsson kom inn á fundinn undir þessum lið sem gestur kl. 13:54. Freyr vék af fundi kl. 14:26. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir frekari gögnum frá Menningarfélaginu Bergi ses og fá m.a. minnisblað framkvæmdastjóra Bergs ses og forstöðumanns safna til Menningarfélagsins. Einnig að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að taka saman möguleg áhrif á rekstur og starfsemi málaflokksins 05. Freyr tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ýmis gögn til að varpa ljósi á þá vinnu sem hefur farið fram á undanförnum árum um framtíðarfyrikomulag á rekstri og skipulagi Menningarhússins Bergs ásamt gildandi samningum á milli aðila.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og forstöðumaður safna fóru yfir þá kosti sem eru í stöðunni varðandi möguleg áhrif á rekstur og starfsemi málaflokks 05 vegna aðkomu sveitarfélagsins.

Freyr Antonsson kom inn á fundinn sem gestur kl. 14:30.

Björk Hólm vék af fundi kl.14:47.
Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 14:47.
Freyr Antonsson vék af fundi kl. 14:47.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að farið verði í formlegar viðræður við stjórn Menningarfélagsins Bergs ses að Dalvíkurbyggð taki yfir rekstur Menningarhússins Bergs. Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra, nú tímabundið sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, að óska eftir fundi við stjórn Bergs um ofangreint. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis en tók þótt í umfjöllun að hluta sem gestur.

5.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundi að nýju Freyr Antonsson kl. 14:15.
Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kom á fundinn undir þessum lið kl. 14:15.

Á 1032. fundi byggðaráðs þann 7. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðmundur Valur Stefánsson, frá Laxósi, Hreinn Þór Hauksson frá Íslenskum verðbréfum, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Eyrún Ingibjörg Sigurþórsdóttir, sveitarstjóri, tók þátt í fundinum í gegnum síma. Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri og Jón Ingi Sveinsson gerðu grein fyrir vettvangsferð í gær á Tálknafjörð ásamt varaformanni umhverfisráðs og Rögnvaldi Guðmundssyni, starfsmanni frá SSNE, til að kynna sér seiðaeldisstöð þar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Laxós er að láta vinna einnig hugmyndir að skipulagi miðað við að húsin á landfyllingunni færu meira inn undir bakkann. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi íbúasamtaka á Árskógssandi þriðjudaginn 1. febrúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand og stöðu mála. Lagt fram til kynningar." Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjóri fór yfir málin frá síðasta fundi umhverfisráðs en búið er að halda íbúafund til kynningar verkefninu ásamt því að sveitarstjóri sat fyrir svörum á fundi íbúaráðs á Árskógssandi. Fjölmargar athugasemdir bárust í kjölfar fundanna. Forsvarsmenn Laxóss eru að endurmeta stöðu verkefnisins og því kemur ekki til neinnar ákvarðanatöku umhverfisráðs á þessum fundi. Lagt fram til kynningar." Guðmundur Valur og Hreinn Þór gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins og Guðmundur Valur fór yfir samantekt sína. Guðmundur Valur vék af fundi kl. 14:20. Lagt fram til kynningar."


Til umræðu ofangreind kynning og samantekt frá síðasta fundi.

Með fundarboði fylgdi einnig til upplýsingar tékklisti innanhúss vegna erinda sem þarfnast samvinnu sviða.
Byggðaráð áformar að halda íbúafund eftir almenn sumarleyfi um ofangreint verkefni og stöðuna á því.

6.Stórþarasláttur og vinnsla

Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer

Á 1032. fundi byggðaráðs þann 7. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1021. fundi byggðaráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Undanfarnar vikur hefur verið til skoðunar og umfjöllunar erindi Íslandsþara um mögulega staðsetningu á starfsemi fyrirtækisins á Dalvík. Fyrirtækið hefur ekki ákveðið endanlega staðsetningu en verið í viðræðum við Norðurþing og Dalvíkurbyggð. Starfsemi fyrirtækisins snýst um veiðar og vinnslu á stórþara úti fyrir norðurlandi. Starfsemi fyrirtækisins mun byggja á nýjustu tækni og ströngum viðmiðum um hreinlæti, sjálfbærni og umhverfisvernd. Staðsetning með góðu aðgengi að hafnarkanti er mikilvæg fyrir svo hafnsækna starfsemi og því er horft til nýrrar landfyllingar við Sandskeið sem er merkt L2 ný landfylling á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Fyrirtækið óskar eftir hærra hitastigi á vatni heldur en Dalvíkurbyggð getur afhent eins og er en unnið er að því að afla upplýsinga og gagna vegna þeirra innviða og uppbyggingar sem starfsemin þarfnast svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins. Sjá einnig næsta mál á dagskrá nr. 202203035. Byggðaráð hefur frá upphafi verið áhugasamt um starfsemi fyrirtækisins og telur hana falla vel að stefnu sveitarfélagsins um umhverfisvæna starfsemi sem byggir á frumvinnslu og fullvinnslu hágæðavöru með sjálfbærri nýtingu auðlinda. Byggðaráð felur sveitarstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gagnaöflun vegna verkefnisins. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum. " Hreinn Þór Hauksson frá Íslenskum verðbréfum gerði grein fyrir stöðu þessa verkefnis. Hreinn Þór vék af fundi kl. 15:00. Helga Íris vék af fundi kl. 15:00. Eyrún Ingibjörg vék af fundi kl. 15:00. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að málinu vegna hitastigs á mögulegri afhendingu á heitu vatni."

Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs þá er í vinnslu athugun á mögulegri afhendingu á heitu vatni vegna hitastigs.

Helga Íris vék af fundi kl. 15:30.
Byggðaráð áformar að halda íbúafund eftir almenn sumarleyfi um ofangreint verkefni og stöðuna á því.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 1031. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var til umfjöllunar áfram vinna við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Til umfjöllunar hefur verið samkvæmt tímaramma: Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett. Rætt m.a. um rafrænar kannanir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote). Eftirfarandi gögn hafa verið til umfjöllunar: Staðfestur tímarammi 2023. Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Umræðupunktar til fagráða frá 2022. Fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025. Búnaðarkaup 2022. Viðhald Eignasjóðs 2022 ásamt tillögum næstu ára. Fyrstu drög að fjárhagsramma vegna 2022. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi þverkeyrsla á alla bókhaldslykla í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun 2022 og þjóðhagsspá að sumri sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir á fundinum. Sviðsstjóri upplýsti einnig að búið er að senda út þarfagreiningu til stjórnenda vegna vinnu við launaáætlun 2023. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022;
Forsendur með fjárhagsáætlun 2022.
Yfirlit yfir íbúaþróun
Áhættugreining.
Lagt fram til kynningar.

8.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun fyrir fagráð; janúar - júní 2022.

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirlit yfir stöðu bókhalds janúar - júní 2022 í samanburði við fjárhagsáætlun ásamt yfirliti yfir launakostnað og stöðugildi, fjárfestingar, viðhald Eignasjóðs og staðgreiðslu til sveitarfélagsins fyrir sama tímabil.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir ofangreind gögn.

Lagt fram til kynningar.

9.Vátryggingar Dalvíkurbyggðar; útboð 2022; samningsdrög við Sjóvá.

Málsnúmer 202201014Vakta málsnúmer

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júni 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 þá er gert ráð fyrir að farið verði í útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins. Gildandi samningur við VÍS er með gildistíma til og með 31.12.2022 með framlengingu um eitt ár í senn í tvígang. Á fundinum var rætt um fyrirkomulag útboðsins. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fá verð frá Consello í þjónustu við útboð á tryggingapakkanum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð og verklýsing frá Consello, dagsett þann 21. janúar sl. ásamt svörum við beiðni sviðsstjóra um ítarupplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga til samninga við Consello á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og verklýsingar, samningi vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning ásamt verklýsingu við Consello um þjónustu við útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 14. júní sl. frá Consello þar sem fram koma niðurstöður útboðsins samkvæmt birtingablaði. Tilboðsgögn verði nú yfirfarin og eftir það verða lokaniðurstöðurnar kynntar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar þegar lokaniðurstöður liggja fyrir eftir yfirferð. Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað frá Guðmundi Ásgrímssyni frá Concello, dagsett þann 27. júní 2022, þar sem fram kemur að lægsta tilboð, sem er frá Sjóvá, uppfyllir öll skilyrði útboðsins. Til máls tók: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda; Sjóvá, um vátryggingar Dalvíkurbyggðar. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi við Sjóvá samkvæmt ofangreindu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Sjóvá.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202207019Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsasgnarbeiðni gisting IV,vegna Hótels Kalda

Málsnúmer 202207025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 11. júli sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Bruggsmiðjunni Kalda ehf. vegna Hótels Kalda, gistingar í flokki IV. Fram kemur að húsnæðið er í framkvæmdum, beðið er eftir að úttektaraðilar geti tekið húsið út en umsögn er send í ferli.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um umsagnir úttektaraðila, byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra og ef leyfið er innan ákvæða Lögreglusamþykktar Dalvíkurbyggðar.

12.Frá Katrínu Sigurjónsdóttur; Ósk um lausn frá störfum

Málsnúmer 202207026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Katrínu Sigurjónsdóttur, dagsett þann 11. júlí 2022, þar sem hún óskar lausnar sem kjörinn fulltrúi:

"Í lok síðustu viku var mér boðin staða sveitarstjóra Norðurþings sem ég þáði. Á næstu dögum verður gengið frá ráðningu minni og er stefnt á að ég hefji störf í ágúst.

Þar sem um augljósa skörun og hagsmunaárekstra er að ræða milli sveitarfélaganna í atvinnumálum segi ég mig nú þegar frá störfum sem kjörinn fulltrúi og sveitarstjórnarmaður B-lista í Dalvíkurbyggð."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita Katrínu Sigurjónsdóttur lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi Dalvíkurbyggðar og þakkar henni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

13.Frá Felix Rafn Felixsyni; Ósk um lausn frá störfum í fræðsluráði

Málsnúmer 202207036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Felix Rafni Felixsyni, dagsett þann 12. júlí 2022, þar sem hann óskar lausnar sem aðalmaður í fræðsluráði vegna aukins álags þar sem fyrir liggur að tillaga muni koma þess efnis að hann taki sæti sem aðalmaður í byggðaráði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita Felix Rafni Felixsyni lausn frá störfum í fræðsluráði.

14.Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202207027Vakta málsnúmer

a) Í stað Katrínar Sigurjónsdóttur
a.1. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að Felix Rafn Felixson taki sæti sem aðalmaður í byggðaráði og að Lilja Guðnadóttir verði varamaður.
a.2. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að Lilja Guðnadóttir verði 1. varaforseti.
a.3. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að Felix Rafn Felixson taki sæti Katrínar á Landsþingi sveitarfélaga.
b) Í stað Felix Rafns Felixsonar í fræðsluráð.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að Þórhalla Karlsdóttir taki sæti aðalmanns í fræðsluráði og Þorsteinn Ingi Ragnarsson verði varamaður.
c) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að skipun fjallskilastjóra í Fjallaskilanefnd verði óbreytt frá því sem var:
Árni Sigurður Þórarinsson, Hofi, Svarfaðardalur.
Jónas Þór Leifsson, Syðri-Hagi, Árskógsströnd.
Sigurbjörg Einarsdóttir, Hóll, Dalvík.

Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.

15.Frá Markaðsstofu Norðurlands.Fundargerðir 2022

Málsnúmer 202204051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 3 fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands frá maí og júní 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:51.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Lilja Guðnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs