Umhverfisráð

302. fundur 16. febrúar 2018 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
 • Marinó Þorsteinsson aðalmaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Varamaður
 • Heiða Hilmarsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Haukur Arnar Gunnarsson boðaði forföll og í hans stað mætti Ásdís Svanborg Jónasdóttir. Karl Ingi Atlason boðaði einnig forföll og í hans stað mætti Heiða Hilmarsdóttir.

1.Umsókn um byggingarleyfi fyrir eitt smáhýsi við Skíðabraut 18.

Málsnúmer 201802061Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 8. febrúar 2018 óska forráðamenn Aurora Leisure ehf eftir leyfi til að byggja eitt smáhýsi við Skíðabraut 18, Dalvík.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi ef grenndarkynning gefur ekki tilefni til annars.
Grenndarkynna skal mannvirkið fyrir eigendum Vegamóta.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

2.Innviðir fyrir rafbíla - styrkur Orkusjóðs

Málsnúmer 201706015Vakta málsnúmer

Til kynningar erindi frá Orku Náttúrunnar vegna uppsetningar á hraðhleðslustöð á Dalvík
Þar sem kostnaður við verkefnið rúmast ekki innan þess fjárhagsramma sem lagt var upp með leggur ráðið til að verkefninu verði frestað. Ráðið felur sviðsstjóra að sækja um viðbótarstyrk í Orkusjóð.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

3.Erindi vegna bílastæða við Berg Menningarhús

Málsnúmer 201802060Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 14. febrúar 2018 vill Dóróþea Reimarsdóttir koma ábendingu á framfæri vegna bílastæða við Menningarhúsið Berg, Dalvík.
Umhverfisráð þakkar Dóróþeu innsent erindi og felur umhverfisstjóra að koma með hugmynd að lausn á hvernig bílum er lagt við Menningarhúsið yfir vetrartímann.
Ráðið vill einnig leggja til við starfsmenn Ráðhúss og Menningarhússins Bergs að þeir noti bílastæði vestan við ráðhúsið.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021

Málsnúmer 201802016Vakta málsnúmer

Til umsagnar vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

5.Atvinnu- og auðlindastefna

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Erindi frá atvinnu- og kynningarmálaráði:
'Síðastliðin 2 ár hefur verið unnið að gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð en meðal annars hefur verið fjallað um hana í atvinnumála- og kynningarráði, umhverfisráði og veitu- og hafnaráði.

Til umræðu ofangreint.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu.'
Umhverfisráð óskar eftir því að upplýsingafulltrúi mæti á fund ráðsins og kynni fyrir því stöðu við vinnu við auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um lóð við Hringtún 10, Dalvík

Málsnúmer 201802056Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 14. febrúar 2018 óskar Egill Örn Júlíusson og Ingunn Hafdís Júlíusdóttir eftir lóðinni nr 10 við Hringtún á Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að gera lóðarleigusamning við umsækjendur.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

7.Starfsmannamál - ráðningar

Málsnúmer 201801025Vakta málsnúmer

Til umræðu ráðing í starf aðstoðarmanns umhverfisstjóra.
Umhverfiráð leggur til að formaður ráðsins aðstoði sviðsstjóra við ráðningarferlið.

8.Breyting á Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna íþróttasvæðis á Dalvík.

Málsnúmer 201801050Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 um íþróttasvæði Dalvíkur. Að ábendingu Skipulagsstofnunar hefur greinargerð verið uppfærð og þar gerð nánari grein fyrir áhrifum af breytingunni.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna samkvæmt skv. 31. gr skipulagslaga.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Deiliskipulag íþróttasvæðis 2017

Málsnúmer 201708069Vakta málsnúmer

Umhverfisráð samþykkti á fundi þann 15. janúar 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur.
Lögð hefur verið fram endurskoðuð tillaga sem hefur verið unnin nánar eftir kynningu þann 24. janúar s.l. og ábendingum sem bárust. Skipulagsgögn eru greinargerð, skipulagsuppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 16. febrúar 2018.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

10.Bílastæði og áningarstaður við þjóðveg 82 í Friðlandi Svarfdæla.

Málsnúmer 201710046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga dags. 24.10 2017 unnin af teiknistofunni Form að fyrirkomulagi aðkomu og áningarstaðar við Hrísatjörn suðvestan Hrísahöfða. Framkvæmdin felst í vegslóða frá Ólafsfjarðarvegi að áningarstað með bílastæðum, rútustæðum og almenningssalerni með losunarbúnaði. Framkvæmdasvæðið er innan Friðlands Svarfdæla.
Borist hafa umsagnir frá Umhverfisstofnunar, Vegagerðinni og Náttúrufræðistofnun Íslands. Umsagnir eru jákvæðar og hefur við útfærslu tillögunnar verið tekið tillit til þeirra ábendinga, sem þar koma fram.
Óskað hefur verið eftir undanþágu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti fyrir framkvæmdinni.
Umhverfisráð veitir hér með umbeðið framkvæmdaleyfi fyrir þeim mannvirkjum sem sýnd eru í tillögunni.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
 • Marinó Þorsteinsson aðalmaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Varamaður
 • Heiða Hilmarsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs