Veitu- og hafnaráð

58. fundur 08. febrúar 2017 kl. 07:30 - 09:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 23. janúar sl. Um símafund var að ræða en hann var haldinn í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lögð fram til kynningar.

2.Austurgarður í Dalvíkurhöfn, ósk leyfi til framkvæmda.

Málsnúmer 201702030Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra að afla upplýsingar um stöðu málsins hjá Innanríkisráðuneyti og Vegagerð ríkisins. Þeir fundir voru haldnir 13. janúar sl. með fyrrgreindum aðilum á skrifstofum þeirra. Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála tók vel í erindið og óskaði eftir skriflegum upplýsingum sem nú hafa verið sendar til ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

3.Upplýsingar frá Mílu vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga

Málsnúmer 201609056Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem dagsettur er 10. janúar 2017 lýsir Míla yfir áhuga á samstarfi við sveitarfélög um lagningu ljósleiðara í dreifbýli.



Til frekari skýringar þá er lokið að tengja nánast öll heimili í dreifbýli í Dalvíkurbyggð við ljósleiðara samkvæmt samningi við Tengi hf.
Lagt fram til kynningar

4.Atvinnu- og auðlindastefna

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi kom á fund ráðsins undir þessum lið og gerði ráðsmönnum grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi við gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.

Ráðið þakkar Margréti fyrir yfirferð á þeim drögunum sem liggja fyrir að atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.
Margrét Víkinsdóttir yfirgaf fund kl. 9:30

5.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur tekið jákvætt í erindi Laxós ehf. um lóð fyrir seiðaeldisstöð við ósa Þorvaldsdalsár á Árskógssandi. Breyta þarf Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þannig að þar verði skilgreint athafnasvæði. Auk þess þarf að vinna deiliskipulag svæðisins. Svæðið er á mörkum þéttbýlisuppdráttar Árskógssands en er að mestu leyti á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins.

Lýsing hefur verið tekin saman þar sem gerð er grein fyrir helstu forsendum, meginatriðum fyrirhugaðra breytinga, líklegum áhrifum þeirra og skipulagsferli. Óskað er eftir umsögn veitu- og hafnaráðs Dalvíkurbyggðar fyrir 2. febrúar 2017.



Í kostagreiningu sem liggur undir málinu er einn valkostur um að seiðaeldisstöðin verði byggð út í sjó fyrir sunnan höfnina að Árskógssandi. Það svæði er innan hafnamarka Árskógshafnar með vísan til þeirra skilgreinarar sem gerð var á árinu 2007.
Veitu- og hafnaráð mælir með því að kostnaðargreina þá valkosti sem eru til skoðunar m.t.t. kostnaðar sveitarfélagsins og velja síðan þann kost sem er hagstæðastur fyrir sveitarfélagið og sem samfélagið er sáttast við.
Gunnþór yfirgaf fund kl. 8:55

6.Deiliskipulag við Kirkjuveg, Dalvík

Málsnúmer 201311291Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Dalvíkurbyggðar er hér með óskað eftir umsögn veitu- og hafnarráðs vegna deiliskipulagstillögu íbúðarsvæðis við Kirkjuveg á Dalvík Dalvíkurbyggð.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir þremur nýjum lóðum til viðbótar við þær fjórar lóðir sem fyrir eru innan skipulagssvæðisins. Lóðirnar eru ýmist undir rað- og parhús.

Umsögn við deilskipulagstillöguna óskast sent fyrir 2. febrúar 2017.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu íbúðarsvæðis við Kirkjuveg á Dalvík.
Pétur Sigurðsson er að láta af störfum sem formaður ráðsins. Hafnastjóri og ráðsmenn þökkuðu Pétri fyrir samstarfið og óskuð honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann tekur sér fyrir höndum.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs