Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa; endurskoðun í upphafi kjörtímabils.Til afgreiðslu til sveitarstjórnar.

Málsnúmer 201408022

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 704. fundur - 21.08.2014

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggðar. Samkvæmt 9. lið reglnanna skulu siðareglur þessar teknar til umræðu í bæjarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils og endurskoðaðar ef þörf þykir.
Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að uppfæra reglurnar þannig að bæjarfulltrúi verði sveitarstjórnarfulltrúi.
Reglurnar komi fyrir byggðarráð að nýju.

Byggðaráð - 705. fundur - 28.08.2014

Á 704. fundi byggðarráðs þann 21. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt 9. lið reglnanna skulu siðareglur þessar teknar til umræðu í bæjarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils og endurskoðaðar ef þörf þykir.

Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að uppfæra reglurnar þannig að bæjarfulltrúi verði sveitarstjórnarfulltrúi.
Reglurnar komi fyrir byggðarráð að nýju.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu uppfærð drög í samræmi við ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Dalvíkurbyggð eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 261. fundur - 16.09.2014

Á 705. fundi byggðarráðs þann 28. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:

Á 704. fundi byggðarráðs þann 21. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt 9. lið reglnanna skulu siðareglur þessar teknar til umræðu í bæjarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils og endurskoðaðar ef þörf þykir.

Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að uppfæra reglurnar þannig að bæjarfulltrúi verði sveitarstjórnarfulltrúi.
Reglurnar komi fyrir byggðarráð að nýju.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu uppfærð drög í samræmi við ofangreint.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Dalvíkurbyggð eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í samræmi við ofangreint til fyrri umræðu.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa siðareglunum til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og þær liggja fyrir.

Byggðaráð - 720. fundur - 11.12.2014

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 1. desember 2014, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur móttekið endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggðar. Fram kemur að ráðuneytið hefur staðfest áðurnefndar siðareglur, sbr. ákvæði 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ráðuneytið minnir á ákvæði 2. mgr. áður nefndrar greinar sveitarstjórnarlaganna þar sem kveðið er á um opinbera birtingu siðareglanna á vefsíðu sveitarfélagsins eða á anna sambærilegan hátt. Þá telur ráðuneytið rétt að í þeirri birtingu komi fram staðfesting ráðuneytins.
Lagt fram til upplýsingar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 6. fundur - 07.01.2015

Með fundarboði ráðsins fylgdu siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Dalvíkurbyggð en samkvæmt sveitarstjórnarlögum á ný sveitarstjórn að taka til endurskoðunar gildandi siðareglur og ræða í sveitarstjórn við tvær umræður. Siðareglunar þurfa að fá staðfestingu innanríkisráðuneytsins og þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Innanríkisráðuneytið hefur staðfest siðareglurnar en engar efnislegar breytingar voru gerðar frá fyrri gildandi reglum. Í 9. lið kemur fram að siðareglurnar skulu kynntar kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti ofangreindar siðareglur.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 64. fundur - 08.01.2015

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa lagðar fram til kynningar.

Umhverfisráð - 259. fundur - 09.01.2015

Til kynningar endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa.
Ráðið hefur kynnt sér endurskoðaðar siðareglur.

Félagsmálaráð - 184. fundur - 13.01.2015

Félagsmálarstjóri lagði fram rafbréf frá sveitarstjórn dags 12.12.14 um siðarreglur fyrir kjörna fulltrúa; endurskoðun í upphafi kjörtímabils. Kveðið er á um í reglunum að þær séu kynntar fyrir starfsmönnum og íbúum Dalvíkurbyggðar.
Félagsmálaráð hefur kynnt sér reglurnar og gerir ekki athugasemdir við þær.

Veitu- og hafnaráð - 22. fundur - 14.01.2015

Markmið þessara reglna er að skilgreina hátterni og viðmót sem kjörnum fulltrúum ber að sýna við störf sín á vegum Dalvíkurbyggðar.
Á fundinum voru siðareglurnar lesnar upphátt og ræddu ráðsmenn ýmsar greinar þeirra.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 188. fundur - 14.01.2015

Siðareglur kjörinna fulltrúa voru kynntar.

Ungmennaráð - 5. fundur - 29.01.2015

Siðareglur Dalvíkurbyggðar fyrir kjörna fulltrúa voru kynntar fyrir ungmennaráði.

Landbúnaðarráð - 94. fundur - 12.02.2015

Til kynningar endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa.
Ráðið hefur kynnt sér siðareglurnar og gerir ekki athugasemdir.

Menningarráð - 48. fundur - 05.03.2015

Með fundarboði fylgdi siðareglur kjörinna fulltrúa.

Lagt fram.